Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 34

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 34
34 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 sjúklingana. Verktaka er holufyllir þar sem læknar stökkva inn á vaktir.“ Verk- taka á landsbyggðinni sé því vandamál. „Heilbrigðisstarfsemi á landsbyggðinni er rekin meira og minna í verktöku.“ Erfitt er að fá fastráðna lækna, sem skilar sér í mikilli vaktabyrði þeirra fastráðnu úti á landi. „Það er vart heillandi fyrir unga lækna,“ segir hún. Hún er á um 15 bak- vöktum á mánuði. „Ég fer í útkall ef upp koma bráð veikindi eða slys,“ segir hún og lýsir því hvernig hún mæti svo í vinnu á daginn, jafnvel ósofin. „Það er ekki eins og einhver geti mætt ef maður vill sofa daginn eftir. Ég tek því fríin mín út eftir á.“ En gengur þetta upp? „Nei,“ svarar hún. „Ég á þrjá mánuði í uppsafnað frí.“ Það vantar fastráðna lækna á heilsugæsluna. „Ég er eini heilsugæslu- læknirinn á Vestfjörðum fyrir utan einn sem sinnir Patreksfirði í verktöku í 26 vikur á ári.“ Læknar þekkja almennt lítið til á lands- byggðinni. Það átti líka átt við um hana og því kom henni á óvart hve fjölbreytt starf- ið er þegar hún flutti vestur. „Já, algerlega. Ég hélt ég myndi standa ein að starfinu,“ segir hún. „En hér er mik- il stoðþjónusta; röntgen á vakt, skurðstofa opin með skurðstofuhjúkrunarfræðingum og rannsóknarstofa. Hér er því heilmikil starfsemi sem þarf að vera, eins og núna þegar er óveður. Við verðum að geta bjarg- að okkur,“ segir hún. Vön landsbyggðarlífinu Súsanna og fjölskylda höfðu ekki tengingu til Ísafjarðar áður en þau fluttu en hún lýs- ir því hvernig hún hafi búið um allt land í gegnum tíðina og sé vön landsbyggðarlíf- inu. „Ég held að það sé gott að vera læknir í samfélagi þar sem maður er ekki fæddur og uppalinn,“ segir hún. „En Vestfirðingar eru fastir í ætt- fræðinni. Ég slepp fyrir horn þegar ég segi þeim að pabbi minn sé frá Hólmavík,“ segir hún og hlær. Þar fæddist hún og bjó fyrstu árin. Flutti þá á Blönduós, sótti menntun fyrir austan og til Akureyrar, höfuðborgarinnar og Danmerkur. „Mað- ur verður óhræddari við að taka áhættu þegar maður flytur mikið,“ segir hún. Sús- anna er komin af sjómönnum í báðar ættir. „Komin af fólki sem setur hausinn undir sig og vinnur,“ segir hún og hlær. „Það hefur komið sér einkar vel þetta árið.“ Hún segir draumi líkast að búa stutt frá vinnu og geta stundað áhugamálin eftir hana; langhlaup og skíði. „Það fer enginn tími í samgöngur. Ég er mínútu í vinnuna og mínútu heim og er alltaf úti að leika ef ég er ekki í vinnunni,“ segir hún og hlær. „Hreyfing er mér mikilvæg og hjálpar við að takast á við álagið í vinnunni.“ En hvernig hefur kófið leikið hugarfar- ið fyrir vestan? „Vestfirðingar eru bara svo miklir naglar,“ segir Súsanna en nefnir þó að fólk sé orðið þreytt þar eins og annars staðar. „En það er mikil samheldni í samfélaginu. Við pössum öll hvert upp á annað. Vestfirðingar eru örugglega bara vanir að vera einir á báti vegna erfiðra samgangna.“ Vill sjá kennslu fyrir vestan En hvernig sér hún stofnunina þróast til framtíðar? „Fjarlækningar,“ svarar hún. Þau vinna með Landspítala að þróun fjarheilbrigðisþjónustu. „Það er stór kostur fyrir landsbyggðina að hafa sérgreina- lækna sem geta tekið viðtöl um netið, ver- ið jafnvel í hópavinnu í Reykjavík í gegn- um fjarfundabúnaðinn,“ segir hún. „Síðan dreymir mig um að Heilbrigð- isstofnun Vestfjarða geti verið öflugri kennslustofnun. Ég hef unnið að því og síðan ég kom hafa komið hingað kandídat- ar. Við byggjum upp hægt og rólega,“ segir hún og bendir á að sjaldnast þurfi að senda fólk á Landspítala. „Sumir vilja ekki fara til Reykjavíkur. Sumir vilja heldur deyja en að fara til Reykjavíkur,“ segir Súsanna og hlær. En ætlar hún að vera lengi fyrir vestan? „Mig langar að halda áfram að byggja upp staðinn og er opin fyrir nýjungum eins og fjarheilbrigðisþjónustu. Ég vil koma okkur almennilega á kortið fyrir starfið sem hér er unnið – með jákvæðum fréttum.“ Mynd úr einkasafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.