Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 17

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 17
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 17 Viðhorf hjúkrunarfræðinga og almenn viðhorf til ákæru vegna alvarlegra sjúklingaatvika í heilbrigðisþjónustu: Eru blikur á lofti? Á G R I P INNGANGUR Markmið rannsóknarinnar er að stuðla að upplýstri umræðu um öryggi sjúklinga og viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu. Í þessum tilgangi leitast rannsóknin við að varpa ljósi á þá spurningu hvað einkenni viðhorf til þess hvort kæra eigi fyrir slík atvik eða ekki. Tildrögin eru ákæra fyrir manndráp af gáleysi á hendur hjúkrunar- fræðingi í maí 2014 og áhrif þeirrar ákæru á heilbrigðisstarfsfólk. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR I þessari lýsandi samanburðarrannsókn var kannað hvort munur væri á viðhorfum til ákæru vegna atvika í heilbrigðisþjónustu milli slembi- úrtaks úr Þjóðskrá (Þjóðgátt) og allra félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Báðir hópar voru spurðir hvort ákæra ætti heil- brigðisstarfsmann sem veldur alvarlegum skaða eða andláti vegna mannlegra mistaka, slysni, vanrækslu eða af ásetningi. Svör voru gefin á Likert- kvarða. NIÐURSTÖÐUR Marktækur munur reyndist á svörum hópanna um það hvort ákæra ætti fyrir skaða eða andlát af völdum mannlegra mistaka eða slysni, þar sem hjúkrunarfræðingar voru líklegri til að vera mjög eða frekar ósammála ákæru en Þjóðgáttarhópurinn var líklegri til að vera mjög eða frekar sammála. Munurinn milli hópanna minnkaði með hærra menntunarstigi Þjóðgáttarhópsins. Þegar spurt var um hvort ákæra ætti heilbrigðisstarfsmann fyrir skaða eða andlát vegna vanrækslu eða ásetnings var munurinn ekki marktækur. ÁLYKTANIR Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að viðhorf hjúkrunar- fræðinga endurspegli ekki tilhneigingu til að víkjast undan ábyrgð á óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu, heldur mikilvægi þess að gera greinarmun á eðli slíkra atvika. Þessar niðurstöður sýna að þörf er á upplýstri opinni umræðu um óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu og við- eigandi ráðstafanir og viðbrögð sem best tryggja öryggi bæði sjúklinga og starfsfólks. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir1 stjórnsýslufræðingur Elísabet Benedikz2 læknir Anna María Þórðardóttir2 hjúkrunarfræðingur 1Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, 2gæða- og sýkingarvarna- deild Landspítala Fyrirspurnum svarar Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, silla@hi.is Inngangur Þessi rannsókn fjallar um áhrif þess að beita refsingum þegar eitt- hvað fer úrskeiðis í heilbrigðisþjónustu. Sjónum er beint að því hvort almenn viðhorf til refsinga geti skipt máli í umræðunni um öryggi sjúklinga og þá hvernig. Rannsóknin á sér aðdraganda í atburði sem markaði tímamót í íslenska heilbrigðiskerfinu. Þess vegna er mikilvægt að fá betri skilning á því hvernig sambandinu milli almenns viðhorfs til refsinga og öryggis sjúklinga er háttað. Í maí 2014 var birt ákæra á hendur hjúkrunarfræðingi vegna atviks sem átti sér stað í október 2012. Hjúkrunarfræðingurinn var sakaður um manndráp af gáleysi samkvæmt 215 gr. almennra hegningarlaga, sem hljóðar svo: „Ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 árum“. Í ákærunni var þess krafist að ákærða yrði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þetta var í fyrsta sinn á Íslandi sem heilbrigðisstarfsmaður var ákærður samkvæmt almennum hegningarlögum. Málinu lauk með sýknu í desember 2015.1 Þrátt fyrir sýknu hafði ákæran mikil áhrif meðal hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Könnun frá 2019 sem náði til allra starfandi hjúkrunarfræðinga á skrá hjá Félagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga á Íslandi í lok árs 2018 sýndi að um 88% töldu ákæruna hafa haft mjög mikil eða frekar mikil áhrif á sig og enn hærra hlut- fall, eða um 93%, taldi að ákæran hefði haft mjög mikil eða frekar mikil áhrif á hjúkrunarfræðinga almennt í störfum þeirra. Fram kom að hjúkrunarfræðingar fundu til meira óöryggis í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.