Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 46

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 46
46 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 Árið er 1976. Tveir ungir læknar á leið í hérað til Patreksfjarðar. Kandídatsárinu að ljúka og alvara lífsins blasti við. Ekki þótti okkur það lítið verkefni að bera ábyrgð á heilsufari íbúa á víðáttumiklum suðurhluta Vestfjarðakjálkans og annast sjúkrahús á staðnum. Við þóttumst færir í flestan sjó og ekki víla fyrir okkur að sinna hverju því sem upp kynni að koma. Á Patreksfirði dvöldum við í tvö ár og ekki man ég til þess að mér hafi verið sérstaklega hælt fyrir læknisstörf mín í héraðinu. Mér var hins vegar, merkilegt nokk, hælt bæði fyrir tannlækningar og dýralækningar, sem ég kunni ekkert í. Áður en við fórum vestur var því gauk- að að okkur að enginn tannlæknir væri í héraðinu og varla vorum við komnir á staðinn þegar eini dýralæknirinn á suður- hluta Vestfjarða yfirgaf svæðið og ekki von á neinum í staðinn. Við vissum að tannlæknir kæmi einu sinni til tvisvar á ári fáa daga í senn en sjaldnast að Patreks- firðingar fengju tannpínu akkúrat þá daga. Það fylgdi líka sögunni að þar vestra væri fólki ekkert sérstaklega annt um tenn- ur sínar og venjulega fyndist þeim eina lausnin við tannpínu að losna við tönnina. Því var einnig hvíslað að okkur að gervi- gómar í efri og neðri væru ekki sjaldgæfar fermingargjafir þar um slóðir. Nú voru góð ráð dýr, stuttur tími til stefnu og ein- hvern veginn varð maður að bjarga sér. Ég hafði í skyndi upp á gömlum Læknanema með grein eftir Jón Sigtryggsson prófessor í tannlækningum með leiðbeiningum um tanndrátt fyrir héraðslækna. Svona mál hafði greinilega komið upp áður. Þessa grein las ég með athygli, kynnti mér hinar ýmsu gerðir tanga eftir því hvaða tönn skyldi taka og æfði mig í einrúmi á hand- brögðunum með þykjustutöng í hendi. Þá kom upp annað vandamál, sem var deyfingar við tanntöku. Ég talaði við tann- lækninn minn, spurði hvort hann gæti bent mér á góðar leiðbeiningar fyrir byrj- endur í tanndeyfingum. Þá vildi svo vel til að hann hafði nýlega fengið auglýsinga- bækling fyrir deyfingarlyf og viti menn, með fylgdu leiðbeiningar um deyfingar hinna ýmsu tanna sem hann bauðst til að gefa mér, alger hvalreki. Málinu reddað og nú var haldið í tannlæknalaust hérað með þetta veganesti. Ekki leið á löngu þar til bóndi úr sveitinni kom á stofu og bar sig illa vegna tannpínu og vildi endilega að ég fjarlægði sökudólginn hið snarasta. Ég bað mann- inn um að opna munninn og við mér blasti slangur af tönnum hér og þar sem áttu það sameiginlegt að líta út sem hálf- brunnin eða albrunnin eldfjöll og mátti ekki á milli sjá hver leit verst út, allar mundu flokkast sem geiflur. Hann benti mér á sökudólginn og hann var ekki til í neinar málamiðlanir, tönnin skyldi fara og það hér og nú. Ekki sá ég að það mundi breyta miklu fyrir tannstatus bóndans þó ein geiflan fyki. Nú var komið að því. Ég sagi honum að ég yrði að bregða mér í næsta herbergi til að ná í tanntöku- settið en ég passaði mig alltaf á að hafa það í öðru herbergi. Ég skaust fram, greip grein Jóns Sigtryggssonar ofan úr hillu og leiðbeiningarnar um deyfingu og renndi í gegnum þetta á örskotsstundu að mér fannst og tók um leið létta æfingu með viðeigandi töng og æfði handbrögð við að leggja mandibular-deyfingu sem ég hafði aldrei gert áður. Vonaði að enginn kæmi inn og sæi mig við þessar æfingar. Fór svo inn til bóndans með tangirnar og bað hann að afsaka biðina, ég hefði lent í símtali, maður mætti aldrei koma fram án þess að lenda í símanum. Ég sá það á svip bóndans að hann trúði ekki orði af því sem ég sagði. Ég tók mér stöðu fyrir framan hann með deyf- ingarsprautuna í hendinni og bað hann að opna munninn. Hann gerði það en skellti munninum aftur þegar ég nálgaðist og horfði nú fast og ákveðið í augu mín og spurði: Þú hefur gert þetta áður – er það Smásaga úr héraði Magnús R. Jónasson læknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.