Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 3

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 3
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 3 ▼ PP -X A R- IS -0 02 6- 1 M aí 2 02 0 X A R I0 0 0 2 – B ilb o*án lokusjúkdóms. **ROCKET AF. NOAC = Segavarnarlyf til inntöku sem ekki eru K-vítamínhemlar. Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto, október 2019. 2. Samantekt á eiginleikum lyfs Pradaxa, Eliquis, Lixiana. Verkun og öryggi Xarelto, saman- borið við önnur NOAC lyf, hafa verið rannsökuð í sjúklingaþýði:1, 2** • með meiri hættu á heilaslagi • þar sem 40 % voru með sykursýki Verndaðu það sem er dýrmætt sjúklingum með gáttatif* og sykursýki DÝRMÆTAR STUNDIR Sagan er ekki endilega ný. En þetta er sagan hans afa. XARI0002_Xarelto_SPAF_A4_IS.indd 1 2020-05-19 12:30 Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður Berglind Jónsdóttir Hulda María Einarsdóttir Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Magnús Haraldsson Margrét Ólafía Tómasdóttir Ólafur Árni Sveinsson Theódór Skúli Sigurðsson Tölfræðilegur ráðgjafi Sigrún Helga Lund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingar Sólveig Jóhannsdóttir solveig@lis.is Umbrot Margrét E. Laxness melax@lis.is Prófarkalestur Aðalsteinn Eyþórsson Upplag 1900 Prentun og bókband Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 21.900,- m. vsk. Lausasala 2190,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scop- us og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL „Við töldum ekki rétt að læknar myndu draga vagninn í þetta sinn þar sem aðrar stéttir, eins og hjúkrunarfræðingar, börðust fyrir grundvallar- breytingum. Það var því mikilvægt að þær fengju að klára sitt áður en röðin kom að okkur,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefnd- ar Læknafélagsins, sem ritaði undir samning við fjármála- og efnahagsráðherra þann 7. desember. Samningurinn var samþykktur í atkvæða- greiðslu sem lauk 17. desember. 758 læknar af 1103 greiddu honum atkvæði sitt og gildir hann frá 1. mars 2019 til 31. mars 2023. Um tvö ár eru frá því að kjarasamningurinn rann sitt skeið á enda og segir hún mikla vinnu hafa mætt þeim í haust að ná samningnum saman. „Áherslan er í anda lífskjarasamningsins. Hún er í anda þess að lyfta aðeins meira þeim yngri,“ segir hún. „Höfuðósk félagsmanna var að hækkunin færi á grunnlaunin og það gerir hún að mestu leyti.“ Sigurveig er ánægð með samninginn. „En auð- vitað vill maður alltaf meira. Við hefðum viljað ýmislegt fyrir ýmsa sérhópa innan læknafélags- ins.“ Hún nefnir til að mynda bætt vaktafyrir- komulag hjá ákveðnum hópum og ákvæði fyrir dreifbýlislækna. Hún segir þó mikinn sigur í að læknar fái afturvirkar launagreiðslur sem greidd- ar verði út mánaðamótin janúar og febrúar. „Aldrei hefur slík afturvirkni verið eins og í þetta skipti. Það er stórt réttlætismál,“ segir hún. En hvað fékk samninganefnd ríkisins til að sam- þykkja hana? „Sanngirni,“ telur Sigurveig. „Ég vil meina að þetta hafi verið skynsöm samninganefnd sem sá að þetta var rétt og sanngjarnt.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurveig semur um kjör lækna. „Þetta er þriðja lotan og sú síðasta,“ segir hún þar sem hún situr með blaðamanni Læknablaðsins á einni kaffistofu Foss- vogsspítala daginn sem samningurinn var sam- þykktur. „Ég tel gott að önnur sjónarmið komist að,“ segir hún. Sigurveig segir þessa þriðju lotu eins en samt öðruvísi en hinar tvær. Hún nefnir þá fyrstu sem hafi endað í verkfalli. Álagið hafi verið mikið en samstaðan mjög góð. „Fjölmiðlar eltu okkur á röndum og hringdu dag og nótt. Ýmsir aðrir hringdu og vildu ráðleggja okkur og hvöttu okk- ur til að semja. Það var allt öðruvísi en samt sama prinsippið.“ Auk Sigurveigar sátu Björn Gunnarsson, Björn Gunnlaugsson, Dóra Lúðvíksdóttir, Guðrún Ása Björnsdóttir, Oddur Ingimarsson og Ragnheiður Baldursdóttir í samninganefndinni. Einnig Geir Karlsson sem kom inn fyrir Hrönn Garðars- dóttur, Már Kristjánsson og Stefán Þórisson. Sigurveig segir að hún hafi ekki búist við öðru en að samningurinn yrði samþykktur. „Annars blasti ekkert annað við en harðar aðgerðir. Mér fannst samninganefndirnar ná það vel saman í þetta skipti að ég sá ekki að það væri góður kostur að fara í hörku,“ segir hún. „Ég tel að við höfum komist þangað sem hægt var að komast.“ Læknar ráku lestina sem skilaði sér ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Ég er ánægð með samninginn,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna. 93% þeirra nærri 70% lækna sem kusu um nýjan kjarasamning sinn samþykktu. Læknar höfðu verið samningslausir í tvö ár Sigurveig Pétursdóttir er formaður samninganefndar Læknafélagsins. Þetta voru þriðju samningarnir sem hún kemur að og þeir síðustu, segir hún. Mynd/gag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.