Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 41

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 41
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 41 En hafa sjúklingar verið spurðir um þessa þróun? Guðrún segir sjúklinga einnig þurfa að stýra því hvað henti þeim. „Ýmsar lausnir geta valdeflt þá og aukið þekkingu þeirra og sjálfstæði til að takast á við heilsubresti sína.“ Fyrstu lausnirnar hafi ekki tekið nægt tillit til þeirra. „Fólki var sagt hvað það ætti að gera en núna endurspegla lausnirnar frekar samtalið og að þeir taki þátt í ákvarðanatökunum.“ Ísland í kjörstöðu En hvar stöndum við Íslendingar þegar kemur að tækninni að mati þeirra tveggja? Berglind nefnir að í ljósi smæðarinnar sé auðvelt að prófa nýjar lausnir. „Það hefur til dæmis verið magnað að fylgjast með þróuninni í COVID.“ Lausnir sem hafi verið hugmynd degi fyrr hafi komið til framkvæmda daginn eftir. „Við unnum öll saman. Það var frá- bært og auðveldaði allt utanumhald og gagnasöfnun,“ segir hún. Tæknin hafi leitt til fjölda fræðigreina hér um COVID. „Ég held því að á mörgum sviðum séum við framarlega en oft er það ill nauðsyn sem rekur lausnirnar áfram. Það vantar því kannski heildarstefnu innan heil- brigðiskerfisins. Það er að gerast,“ segir Berglind. Guðrún segir að gefa þurfi í. „Við höf- um kosti. Við erum lítil þjóð með stuttar boðleiðir. Við erum með frekar samræmt sjúkraskrárkerfi, þó gera megi betur þar, öflugt fólk og greiðan aðgang að tækni. Við ættum því að vera leiðandi í stafrænni læknisfræði,“ segir hún. Berglind nefnir aftur gervigreind. „Hún hentar læknisfræði mjög vel.“ Guð- rún grípur boltann. „Ef gervigreind þróast í rétta átt er hún drifkraftur fjórðu iðn- byltingarinnar. Gervigreindin hefur náð árangri á þröngum sviðum en hefur ekki almennt náð framúr ákvörðunum læknis- ins. En það gerist kannski.“ Berglind leggur þó áherslu á að tækni eigi að einfalda læknum lífið. „Hún á ekki að taka ákvörðun fyrir mann heldur hjálpa við ákvarðanatökuna.“ Tæknin styðji og hjálpi Guðrún segir lækna átta sig á því að þeir lifi á tölvuöld. „Sjúklingarnir verða eldri, það eru meiri fjölveikindi, fjöllyfjan, rann- sóknir springa út. Enginn læknir getur fylgst með öllu sem er að gerast. Það er ómögulegt,“ segir hún. Spurð segir hún það ekki grafa undan sjálfstrausti lækna heldur breyta vinnulaginu. „Læknar muna kannski ekki allt en Guðrún Ása Björnsdóttir og Berglind Bergmann stýra málþingi FAL á Læknadögum þar sem læknum er hjálpað að sigta það mikilvæga frá öðru þegar kemur að tækniþróun. Mynd/gag kunna að leita að svörunum og þeir nota tæknina sér til stuðnings og sem öryggis- net.“ En hvernig er svo að vera læknir á gervihnattaöld? „Ótrúlega spennandi,“ segir Berglind. „Frábært.“ Guðrún er sam- mála. „Það er ótrúlega gaman að taka þátt í svona uppbyggingu, þar sem drastískar breytingar verða á vinnulagi. Vonandi til hins betra. Allt fer í hringi og við erum í raun að kalla eftir gömlum tíma. Við erum að kalla eftir því að nýta tæknina til þess að fá tækifæri til að verja tíma með sjúklingnum en ekki framan við tölvu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.