Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - jan 2021, Qupperneq 41

Læknablaðið - jan 2021, Qupperneq 41
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 41 En hafa sjúklingar verið spurðir um þessa þróun? Guðrún segir sjúklinga einnig þurfa að stýra því hvað henti þeim. „Ýmsar lausnir geta valdeflt þá og aukið þekkingu þeirra og sjálfstæði til að takast á við heilsubresti sína.“ Fyrstu lausnirnar hafi ekki tekið nægt tillit til þeirra. „Fólki var sagt hvað það ætti að gera en núna endurspegla lausnirnar frekar samtalið og að þeir taki þátt í ákvarðanatökunum.“ Ísland í kjörstöðu En hvar stöndum við Íslendingar þegar kemur að tækninni að mati þeirra tveggja? Berglind nefnir að í ljósi smæðarinnar sé auðvelt að prófa nýjar lausnir. „Það hefur til dæmis verið magnað að fylgjast með þróuninni í COVID.“ Lausnir sem hafi verið hugmynd degi fyrr hafi komið til framkvæmda daginn eftir. „Við unnum öll saman. Það var frá- bært og auðveldaði allt utanumhald og gagnasöfnun,“ segir hún. Tæknin hafi leitt til fjölda fræðigreina hér um COVID. „Ég held því að á mörgum sviðum séum við framarlega en oft er það ill nauðsyn sem rekur lausnirnar áfram. Það vantar því kannski heildarstefnu innan heil- brigðiskerfisins. Það er að gerast,“ segir Berglind. Guðrún segir að gefa þurfi í. „Við höf- um kosti. Við erum lítil þjóð með stuttar boðleiðir. Við erum með frekar samræmt sjúkraskrárkerfi, þó gera megi betur þar, öflugt fólk og greiðan aðgang að tækni. Við ættum því að vera leiðandi í stafrænni læknisfræði,“ segir hún. Berglind nefnir aftur gervigreind. „Hún hentar læknisfræði mjög vel.“ Guð- rún grípur boltann. „Ef gervigreind þróast í rétta átt er hún drifkraftur fjórðu iðn- byltingarinnar. Gervigreindin hefur náð árangri á þröngum sviðum en hefur ekki almennt náð framúr ákvörðunum læknis- ins. En það gerist kannski.“ Berglind leggur þó áherslu á að tækni eigi að einfalda læknum lífið. „Hún á ekki að taka ákvörðun fyrir mann heldur hjálpa við ákvarðanatökuna.“ Tæknin styðji og hjálpi Guðrún segir lækna átta sig á því að þeir lifi á tölvuöld. „Sjúklingarnir verða eldri, það eru meiri fjölveikindi, fjöllyfjan, rann- sóknir springa út. Enginn læknir getur fylgst með öllu sem er að gerast. Það er ómögulegt,“ segir hún. Spurð segir hún það ekki grafa undan sjálfstrausti lækna heldur breyta vinnulaginu. „Læknar muna kannski ekki allt en Guðrún Ása Björnsdóttir og Berglind Bergmann stýra málþingi FAL á Læknadögum þar sem læknum er hjálpað að sigta það mikilvæga frá öðru þegar kemur að tækniþróun. Mynd/gag kunna að leita að svörunum og þeir nota tæknina sér til stuðnings og sem öryggis- net.“ En hvernig er svo að vera læknir á gervihnattaöld? „Ótrúlega spennandi,“ segir Berglind. „Frábært.“ Guðrún er sam- mála. „Það er ótrúlega gaman að taka þátt í svona uppbyggingu, þar sem drastískar breytingar verða á vinnulagi. Vonandi til hins betra. Allt fer í hringi og við erum í raun að kalla eftir gömlum tíma. Við erum að kalla eftir því að nýta tæknina til þess að fá tækifæri til að verja tíma með sjúklingnum en ekki framan við tölvu.“

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.