Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 33
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 33
stutt hálftíma flug og ef hér væru minni
takmarkanir myndi smit dreifast hraðar
um. Þannig að lausari taumur á alls ekki
við um Vestfirði.“
Lærði í Danmörku
Súsanna segir að fjölskyldan hafi ekki
ætlað að vera eins lengi fyrir vestan og
raunin er. „En við komumst fljótt að því
að hér er æðislegt að búa.“ Læknisstarfið
er fjölbreytt. „Ég er á heilsugæslu, lyf-
læknir, bráðalæknir – allt í einu – og um-
dæmislæknir sóttvarna líka,“ segir hún og
hlær. Maður hennar starfar í bænum sem
lögfræðingur.
Súsanna lærði til læknis í Óðinsvéum
í Danmörku og tók kandídatsárið hér
heima. „Ég er alin upp á slysa- og bráða-
deildinni og hafði alltaf í huga að starfa
þar. Ég fæ að gera mikið af því hér og er
því svo sátt.“ Hún lýsir því hvernig þau
hafi nú veika manneskju inniliggjandi
á sjúkrahúsinu sem hefði þurft að flytja
suður en komist ekki vegna veðurs.
„Við verðum að vera í stakk búin til að
veita bráðameðferð í nokkra daga þar til
við komum fólki suður.“ Þrír læknar eru
fastráðnir hjá stofnuninni. Hún er yfir-
læknir á heilsugæslunni, einn er bæklun-
arskurðlæknir á heilsugæslunni og annar
er skurðlæknir á sjúkrahúsinu.
Lítið um verktöku
„Síðan höfum við fengið kandídata, sér-
námslækna og verktaka í bland hingað
vestur. En við höfum verið heppin undan-
farin ár því það er vinsælt að koma hing-
að. Við höfum því að mestu sloppið við
verktökuna.“
Hún segir að stutt stopp lækna komi
í veg fyrir samfellda þjónustu við sjúk-
linga. „Fólk vill hitta sinn lækni og fá
eftirfylgd sem verður brothættari með
verktöku. Í rauninni er það bagalegt fyrir
okkur sem störfum hér og þurfum þá að
fylgja þungu málunum eftir, sem og fyrir
Mál togarans Júlíusar Geirmundssonar var á allra vör-
um. Súsanna fór með samstarfsfélögum um borð þegar
hann lagðist að bryggju með smituðum skipverjum.
Hún segir að hún hafi alltaf hvatt forsvarsmenn skips-
instil þess að koma í land í sýnatöku. Myndirnar tók
Hafþór Gunnarsson í Bolungarvík.
Súsanna Björg vinnur sem yfirlæknir
heilsugæslunnar og segir að sig dreymi um
að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða geti verið
öflugri kennslustofnun. Þau byggi upp hægt
og rólega í þá átt.
V I Ð T A L