Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 13
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 13
R A N N S Ó K N
þétt og var orðið 22,1% árið 2018 (χ2 = 253,9; p<0,05). Að meðaltali
fengu 8,6% ekki geðlyf að staðaldri þrátt fyrir að hafa geðsjúk-
dómagreiningu. Þetta hlutfall breyttist óverulega á tímabilinu. Að
meðaltali fengu 17,3% íbúanna þunglyndis- og/eða róandi lyf og
kvíðalyf án þess að hafa kvíða- eða þunglyndisgreiningu. Þetta
hlutfall var 19,9% árið 2003 og fór lækkandi til ársins 2010 er það
var 13,3%. Síðan hefur það aukist jafnt og þétt og var 21,7% árið
2018 (χ2 = 307,6; p<0,01). Að meðaltali fengu 11,0% þeirra sem höfðu
kvíða- og eða þunglyndisgreiningu hvorki þunglyndis- né róandi
lyf og kvíðalyf. Þetta hlutfall hefur tekið litlum og óreglulegum
breytingum. Hlutfall þeirra sem fengu geðrofslyf að staðaldri án
þess að hafa geðklofagreiningu eða ofskynjanir var að meðaltali
22,3% á tímabilinu. Þetta hlutfall tók óverulegum og ómarktækum
breytingum og var 21,7% árið 2018.
Umræða
Að meðaltali á tímabilinu voru 60% íbúa íslenskra hjúkrunarheim-
ila með einhverja geðsjúkdómagreiningu og þetta hlutfall tók ekki
tölfræðilega marktækum breytingum. Þunglyndi var algengasta
greiningin; að meðaltali 42,5% og kvíðagreiningar voru 35,6%.
72,5% árið 2018 (χ2 = 71,3; p<0,001). Þunglyndislyf voru mest notuð;
að meðaltali 52,3%. Árið 2003 var hlutfallið 47,5% og jókst í 52,1%
til ársins 2009. Það hélst að mestu óbreytt til 2012, en hefur aukist
síðan og var 56,2% árið 2018 (χ2 = 112,7; p<0,001). Aftur á móti dró
aðeins úr neyslu róandi lyfja og kvíðalyfja, sem var að meðaltali
28,0%. Árið 2003 tóku 30,0% íbúanna róandi lyf og kvíðalyf, en
26,6% árið 2018 (χ2 = 128,3; p<0,001). Neysla geðrofslyfja hefur hald-
ist nær óbreytt; var að meðaltali 26,0%. Á tímabilinu tóku að með-
altali 30,6% íbúanna lyf úr tveimur eða þremur geðlyfjaflokkum.
Þetta hlutfall hefur tekið óverulegum breytingum þó þær séu töl-
fræðilega marktækar (χ2 = 136,2; p<0,05); var hæst árið 2008, 32,7%,
en lægst árin 2014 og 2015, 29,1% (mynd 2). Að meðaltali tóku 6,1%
íbúanna lyf úr öllum þremur geðlyfjaflokkunum. Þetta hlutfall tók
ekki tölfræðilega marktækum breytingum.
Samband geðlyfanotkunar og geðgreininga
Á tímabilinu tók að meðaltali tæpur fimmtungur (18,2%) íbúanna
einhvers konar geðlyf að staðaldri án þess að fyrir lægi geðsjúk-
dómagreining. Þetta hlutfall var 21,3% árið 2003, en fór lækkandi
til 2010, þegar það var 14,4%. Síðan hefur það hækkað jafnt og
Mynd 1. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkr-
unarheimilum sem voru með geðsjúkdóma-
greiningu á árabilinu 2003 til 2018. Kí-kvaðrat
próf fyrir leitni: *p<0,05; ***p<0,001.
Mynd 2. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkr-
unarheimilum sem tóku geðlyf á árabilinu 2003
til 2018. Kí-kvaðrat próf fyrir leitni: *p<0,05;
***p<0,001.