Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 13

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 13
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 13 R A N N S Ó K N þétt og var orðið 22,1% árið 2018 (χ2 = 253,9; p<0,05). Að meðaltali fengu 8,6% ekki geðlyf að staðaldri þrátt fyrir að hafa geðsjúk- dómagreiningu. Þetta hlutfall breyttist óverulega á tímabilinu. Að meðaltali fengu 17,3% íbúanna þunglyndis- og/eða róandi lyf og kvíðalyf án þess að hafa kvíða- eða þunglyndisgreiningu. Þetta hlutfall var 19,9% árið 2003 og fór lækkandi til ársins 2010 er það var 13,3%. Síðan hefur það aukist jafnt og þétt og var 21,7% árið 2018 (χ2 = 307,6; p<0,01). Að meðaltali fengu 11,0% þeirra sem höfðu kvíða- og eða þunglyndisgreiningu hvorki þunglyndis- né róandi lyf og kvíðalyf. Þetta hlutfall hefur tekið litlum og óreglulegum breytingum. Hlutfall þeirra sem fengu geðrofslyf að staðaldri án þess að hafa geðklofagreiningu eða ofskynjanir var að meðaltali 22,3% á tímabilinu. Þetta hlutfall tók óverulegum og ómarktækum breytingum og var 21,7% árið 2018. Umræða Að meðaltali á tímabilinu voru 60% íbúa íslenskra hjúkrunarheim- ila með einhverja geðsjúkdómagreiningu og þetta hlutfall tók ekki tölfræðilega marktækum breytingum. Þunglyndi var algengasta greiningin; að meðaltali 42,5% og kvíðagreiningar voru 35,6%. 72,5% árið 2018 (χ2 = 71,3; p<0,001). Þunglyndislyf voru mest notuð; að meðaltali 52,3%. Árið 2003 var hlutfallið 47,5% og jókst í 52,1% til ársins 2009. Það hélst að mestu óbreytt til 2012, en hefur aukist síðan og var 56,2% árið 2018 (χ2 = 112,7; p<0,001). Aftur á móti dró aðeins úr neyslu róandi lyfja og kvíðalyfja, sem var að meðaltali 28,0%. Árið 2003 tóku 30,0% íbúanna róandi lyf og kvíðalyf, en 26,6% árið 2018 (χ2 = 128,3; p<0,001). Neysla geðrofslyfja hefur hald- ist nær óbreytt; var að meðaltali 26,0%. Á tímabilinu tóku að með- altali 30,6% íbúanna lyf úr tveimur eða þremur geðlyfjaflokkum. Þetta hlutfall hefur tekið óverulegum breytingum þó þær séu töl- fræðilega marktækar (χ2 = 136,2; p<0,05); var hæst árið 2008, 32,7%, en lægst árin 2014 og 2015, 29,1% (mynd 2). Að meðaltali tóku 6,1% íbúanna lyf úr öllum þremur geðlyfjaflokkunum. Þetta hlutfall tók ekki tölfræðilega marktækum breytingum. Samband geðlyfanotkunar og geðgreininga Á tímabilinu tók að meðaltali tæpur fimmtungur (18,2%) íbúanna einhvers konar geðlyf að staðaldri án þess að fyrir lægi geðsjúk- dómagreining. Þetta hlutfall var 21,3% árið 2003, en fór lækkandi til 2010, þegar það var 14,4%. Síðan hefur það hækkað jafnt og Mynd 1. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkr- unarheimilum sem voru með geðsjúkdóma- greiningu á árabilinu 2003 til 2018. Kí-kvaðrat próf fyrir leitni: *p<0,05; ***p<0,001. Mynd 2. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkr- unarheimilum sem tóku geðlyf á árabilinu 2003 til 2018. Kí-kvaðrat próf fyrir leitni: *p<0,05; ***p<0,001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.