Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Qupperneq 1

Skessuhorn - 15.01.2020, Qupperneq 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 3. tbl. 23. árg. 15. janúar 2020 - kr. 950 í lausasölu • 2 STÓ RAR P IZZUR AF M ATSEÐ LI • 2 ME ÐLÆT I AÐ E IGIN V ALI • 2 SÓS UR AÐ EIGIN VALI • 2 L G OS AÐEIN S 5.99 0 KR. Þrír bankar í Arion appinu arionbanki.is Við opnum Arion appið og bjóðum Landsbankann og Íslandsbanka velkomna. Nú getur þú skoðað alla reikninga og kort í íslenskum bönkum í appinu. Opin og þægileg bankaþjónusta fyrir alla. Icelandic Hot Dog combo Pylsu tilboð 549 kr. Tilboðið gildir út janúar 2020 Pylsa og pepsi/pepsi max 1/2 l í plasti sími 437-1600 Nýtt á Sögulofti Landnámsseturs Öxin – Agnes og Friðrik sunnudaginn 12. janúar kl. 14:00 frumsýning Næstu sýningar laugardaginn 18. janúar kl. 20:00 sunnudaginn 26. janúar kl. 16:00 miðasala á landnam.is/vidburdir eða á landnam@landnam.is UPPSELT Veðrið hefur ekki beint leikið við Vestlendinga upp á síðkastið. Hafa björgunar- sveitir og viðbragðsaðilar haft í nægu að snúast sökum veðurs undanfarna viku. Lesa má um slík verkefni á nokkrum stöðum í blaðinu í dag, m.a. á bls. 13. Á meðfylgjandi mynd eru félagar í Björgunarsveitinni Berserkjum að festa bát sem losnaði frá bryggju í Stykkishólmi síðastliðinn miðvikudagsmorgun. Ljósm. sá. Síðastliðinn föstudag samþykkti sveitarstjórn Borgarbyggðar sam- hljóða viljayfirlýsingu á milli sveit- arfélagsins annars vegar og þriggja verktakafyrirtækja í Borgarbyggð hins vegar um að fara í samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi í Borgarnesi. Í kjölfarið verður farið í að útfæra nánara sam- komulag á milli aðila um útfærslu á samstarfinu. Um er að ræða heilt íbúðahverfi með fjölbýlis,- par- og raðhúsum. Í fyrsta áfanga verða byggð fjölbýlishús. Að sögn Óskars Sigvaldasonar, framkvæmdastjóra Borgarverks, verður sá möguleiki opinn að fleiri byggingaraðilar geti fengið úthlutað lóðum innan þessa verkefnis. Fyrirtækin þrjú sem um ræðir eru Steypustöðin/Loftorka, Borgarverk og Eiríkur J. Ingólfsson. Öll eiga þessi fyrirtæki það sameiginlegt að vera rótgróin og traust fyrirtæki í Borgarnesi. Lilja Björg Ágústs- dóttir, starfandi sveitarstjóri Borg- arbyggðar, segir að töluverðu hafi verið úthlutað af lóðum í Borgar- byggð síðasta árið, enda hafi sveit- arfélagið veitt afslátt af gatnagerð- argjöldum. „Þrátt fyrir það hafa fáir enn sem komið er farið af stað með byggingaframkvæmdir. Þetta verk- efni er viðleitni til þess að hvetja til framkvæmda og frekari uppbygg- ingar á svæðinu,“ segir Lilja Björg í samtali við Skessuhorn. Hún seg- ir að sveitarfélagið hafi einnig látið á síðasta ári vinna húsnæðisáætlun sem leitt hafi í ljós að skortur sé á litlu og meðalstóru húsnæði í sveit- arfélaginu. „Leita þarf leiða til að auka framboð. Þetta samstarf við fyrirtækin þrjú gengur í grófum dráttum út á að verktakarnir munu sjá um uppbyggingu á ákveðnu svæði þar sem undir eru fjölbýlis- hús, raðhús og einbýlishús,“ segir Lilja Björg. Vinna þarf deiliskipu- lagsbreytingu vegna fyrirhugaðs byggingarsvæðis, en fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist á þessu ári. mm Viljayfirlýsing um samstarf í uppbyggingu í Bjargslandi Sveitarstjóri, fulltrúar byggðarráðs og fyrirtækjanna þriggja sem nú hyggjast taka höndum saman um samstarf við byggingu nýs hverfis í Bjargslandi í Borgarnesi. Ljósm. Borgarbyggð.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.