Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Page 7

Skessuhorn - 15.01.2020, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 2020 7 Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa um 600 manns með fjöl breytta menntun og bakgrunn. Norðurál vill stuðla að jöfnu hlutfalli karla og kvenna innan fyrirtækisins og jöfnum tækifærum til starfsþróunar. Við leitum að metnaðarfullu fólki í fjölbreytt og eftirsótt sumarstörf í álverinu á Grundartanga. Í boði eru störf af ýmsu tagi við framleiðslu, raf- og vélvirkjun og fleira. Öll störfin henta jafnt körlum og konum. Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda. Árangurstengd laun sumarfólks í vaktavinnu eru um 600.000 krónur á mánuði fyrir fullt starf. Starfsfólki bjóðast ferðir frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu. Sumarstarfsmenn í framleiðslu- og iðnstörfum fara á námskeið vegna vinnuvélaréttinda. Umsóknir og upplýsingar eru á www.nordural.is og í síma 430 1000. Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið. Menntunar- og hæfnikröfur: Spennandi sumarstörf 18 ára lágmarksaldur Dugnaður og sjálfstæði Bílpróf er skilyrði Mikil öryggisvitund og árvekni Heiðarleiki og stundvísi Góð samskiptahæfni 2019 Jafnlauna úttekt PwC 2019 Equal pay management system ÍST 85:2012 Quality Management ISO 9001 Enviromental Management ISO 14001 Occupational Health and Safety Management OHSAS 18001 EQ 698802 FM 582893 EMS 596661 OHS 596662 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Þaktúður• Hurðastál• Áfellur• Sérsmíði• Viðgerðir• Málmsuða• www.blikkgh.is • blikkgh@blikkgh.is • Akursbraut 11b • 431-2288 Ákvæði um keðjuábyrgð sem sporna á við mögulegri misnotkun á vinnuafli hér á landi hefur verið innleitt í lög um opinber innkaup, en það er þáttur í aðgerðum stjórn- valda til að vinna gegn félagslegum undirboðum og brotum á vinnu- markaði. Jafnframt hafa verið unn- ar leiðbeiningar þar sem fjallað er um keðjuábyrgð og hvernig verk- takar og opinberir aðilar geti upp- fyllt lagalegar skyldur sem stuðla að ábyrgum vinnumarkaði á Íslandi. Hið nýja ákvæði laganna um keð- juábyrgð á einnig að koma í veg fyrir undirboð og óeðlilega sam- keppnishætti á vinnumarkaði. Keð- juábyrgðin snýr að verklegum fram- kvæmdum. Hún felur í sér að aðal- verktaka er gert skylt að tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn hans, undirverktaka eða starfs- mannaleigna, sem koma að fram- kvæmd samnings fái laun, starfs- kjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi í samræmi við gild- andi kjarasamninga og lög hverju sinni. nú ber opinberum aðila sem kaupanda skylda til að gera grein fyrir ábyrgð aðalverktaka í útboðs- gögnum. Honum er einnig heim- ilt, að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum, að greiða vangoldnar verk- takagreiðslur til undirverktaka og annarra starfsmanna, sem svara til launatengdra greiðslna, á kostn- að aðalverktaka, standi hann ekki í skilum með greiðslur. mm Byggingarframkvæmdir í Borgarnesi. Ljósm. úr safni, tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Lög um keðjuábyrgð hafa tekið gildi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.