Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Side 12

Skessuhorn - 15.01.2020, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 202012 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins heldur meðal annars um skýrslu- hald í kúabúskap. Í nýlegri frétt RML er fjallað um hinn aldna kostagrip Jönu 432 á Ölkeldu 2 í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Kýrin Jana hefur nú bæst í hóp þeirra af- reksgripa sem rofið hafa 100 tonna múrinn í æviafurðum. Um nýliðin áramót hafði hún mjólkað 100.449 kg mjólkur yfir ævina. Jana er fædd 8. mars 2005, dóttir Stígs 97010 og Pílu 437 Kaðalsdóttur 94017. Kýr- in bar sínum fyrsta kálfi 18. septem- ber 2007 og hefur borið níu sinnum síðan þá, síðast 28. desember 2017. Mestum afurðum á einu ári náði hún árið 2013 þegar hún mjólkaði 10.372 kg en Jana náði einnig árs- afurðum upp á meira en 10 þús. kg árið 2018. „Mestu mjólkurskeiðs- afurðir hennar eru á yfirstandandi mjólkurskeiði sem er æði langt, spannar orðið tvö ár. Hún er nú komin í 15.694 kg frá síðasta burði. Illa hefur gengið að koma kálfi í Jönu eftir síðasta burð en hún var síðast sædd 11. nóvember sl. og gæti því verið fengin,“ segir í frétt RML um Jönu á Ölkeldu. Afkomendur Jönu eru nú fjöl- margir víða um land en hún skilaði bola á nautastöð BÍ sem fór í dreif- ingu sem reynt naut. Þar var Öllara 11066 undan Ófeigi 02016. „Eðli- lega hefur tímans tönn sett mark sitt á Jönu enda fáar kýr sem bæði ná þessum aldri og afurðum. Það að kýr nái 15 vetra aldri í dag er að verða afar fátítt og hvað þá að þær skili slíkum afurðum. Það verð- ur þó seint sagt annað en að Stíg- ur 97010 hefur skilað fjölmörgum endingargóðum kúm. Það er full ástæða til að óska ábúendum á Öl- keldu 2 til hamingju með þessa far- sælu og endingargóðu kú sem Jana hefur reynst vera,“ segir að endingu í frétt RML. Hefur ekki fyrirgefið honum ennþá „Hún Jana mín ber aldurinn vel, hefur fótavist alla daga og not- ar reynslu sína af nær 15 ára veru sinni i fjósinu af mikilli snilld og fagmennsku,“ segir Kristján Þórð- arson, bóndi á Ölkeldu 2 og er hon- um hlýtt til Jönu. „Hraustari skepnu hef ég ekki kynnst á minni starfsæfi, aldrei fengið súrdoða né doða, allt- af klárað sinn dagskammt af fóðri og aðeins einu sinni verið stungin með nál. Það var fyrir síðasta burð þegar ég setti í hana eitt kalkglas, svona til öryggis! Hún hefur ekki fyrirgefið mér það ennþá. En nú er illt í efni, ekki hefur tekist að koma í hana kálfi þrátt fyrir að hún sýni annað slagið skýr merki um það að hún sé til í að minnsta einn burð enn, en kannski reyni ég einu sinni enn,“ segir Kristján og bætir við að undan Jöna hafa fæðst þrjár kvígur en hafa þær því miður ekki komist með klaufendann þar sem móðirin hefur hælana í almennum gæðum. „Síðasta afkvæmi Jönu, hann Ja- nus, stendur nú bakvaktina í kvígu- hópnum í Ölkeldufjósinu og hafa nú þegar fæðst kálfar undan hon- um. Ég tel sjálfum mér trú um að ef einhvern tímann sé afsakanlegt að nota heimanaut, sé það í þessu til- felli,“ segir Kristján bóndi. mm Jóhanna María Sigmundsdótt- ir hefur tekið til starfa hjá sveitar- félaginu Dalabyggð en hún hef- ur verið ráðin í starf verkefnastjóra atvinnu-, markaðs- og ferðamála. Um er að ræða starf sem er hluti af nýrri stefnu Dalabyggðar um að efla markaðsmál, styrkja ímynd sveitar- félagsins og gera það sýnilegri. Jó- hanna María kemur til Dalabyggð- ar frá því að vera framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda auk þess að starfa sem bóndi. Hún ákvað að snúa sér alfarið að öðru og koma sér fyrir á nýjum vettvangi en Jóhanna María er um þessar mundir að flytj- ast búferlum í Dalina. „Fyrstu verk- efnin mín í þessu starfi eru með- al annars í tengslum við undirbún- ing opnunar Vínlandssetursins sem er verið að koma á fót hér í Búðar- dal. Það er mjög metnaðarfullt og flott verkefni sem við stefnum á að opna á sumardaginn fyrsta,“ segir Jóhanna María í samtali við Skessu- horn. „Ég byrja í raun bara á fullu en fer núna í vikunni á Mannamót markaðsstofa landshlutanna sem fulltrúi Dalabyggðar. Þar ætla ég að kynna Vínlandssetrið og Dalina.“ Jóhanna María er Vestfirðingur. Hún er búfræðingur að mennt auk þess sem hún hefur lokið BA gráðu í miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur komið víða við og sat meðal annars á Alþingi fyrir Framsóknarflokk- inn á árunum 2013-2016. Það má því segja að hún hafi farið um víðan völl, bæði í eigin rekstri og ýmsum öðrum verkefnum svo sem kennslu í framkomu og ræðumennsku. „Ég ákvað að sækja um þetta starf því mér þótti það áhugavert og henta mér vel. Mér þykir mjög jákvætt þegar byggðir úti á landi fara í markvissa uppbyggingu og Dala- byggð á margt inni í þeim efnum og ég hlakka til að vinna í því,“ seg- ir Jóhanna María. arg Fyrirhugaðri matarveislu og skemmtilkvöldi Karlakórsins Söng- bræðra, sem vera átti í félagsheim- ilinu Þinghamri síðastliði laugar- dagskvöld, var frestað vegna veð- urs og færðar. Að sögn Sigurgeirs Þórðarsonar, stjórnarmanns í kórn- um, er ný dagsetning ákveðin laug- ardaginn 29. febrúar, á sama stað og tíma, þ.e. í Þinghamri klukkan 20. Sem fyrr verður í boði hrossa- kjöt og svið frá Fjallalambi, söngur og gamanmál. Áhugasamir mat- og söngdýrkendur taki því frá hlaup- ársdagskvöld. mm Jóhanna María er nýr verkefnastjóri hjá Dalabyggð Jóhanna María er verkefnastjóri atvinnu-, markaðs- og ferðamála hjá Dalabyggð. Ljósm. aðsend. Söngbræður frestuðu ár­ legri matar­ og sönghátíð Nýtt lógó Ölkeldubúsins er hannað af Margrétu Elfu Ólafsdóttur, sem bjó um tíma í Öxl, en nú á Arnarstapa. Engin önnur en Jana prýðir merkið. Jana á Ölkeldu hefur skilað yfir hundrað þúsund lítrum Prýðir nú nýtt lógó Ölkeldubúsins Jana 432. Ljósm. KÞ.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.