Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 15.01.2020, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 2020 21 Opnuðu fyrir vegfarendur Á föstudag fóru lögregla og björgunarsveitarmenn í Ber- serkjum til aðstoðar við all- nokkra ökumenn sem lentu í vandræðum á Vatnaleið. Einmitt um sama leyti voru lögregla og Vegagerð að ræða hvort loka ætti leiðinni. Samkvæmt upplýsingum björgunarsveitar, sem hafði farið til aðstoðar ökumönn- um, var skyggni á Vagna- leið nánast ekkert á þessum tíma og snjóskaflar á vegin- um. Haft var samband við rekstraraðila Hótels Rjúk- anda sem opnuðu húsið fyrir fólki sem hafði safnast sam- an og komst ekki leiðar sinn- ar. Síðar var ákveðið að ryðja Vatnaleiðina og fylgja bílum yfir. -kgk Tekið í hurðar­ hún BORGARNES: Haft var samband við neyðarlínu um 16:30 á föstudag. Húsráð- andi greindi frá því að tek- ið hefði verið í hurðarhún á heimili hans í Borgarnesi. Engin lýsing á viðkomandi fylgdi, en greinileg fótspor sáust í snjónum. Ekki er vit- að hver þarna var á ferðinni. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 4.­10. janúar. Tölur (í kíló­ um) frá Fiski­ stofu: Akranes: Engar landanir á tímabilinu. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 4 bátar. Heildarlöndun: 268.738 kg. Mestur afli: Runólfur SH: 79.055 kg í tveimur löndun- um. Ólafsvík: 11 bátar. Heildarlöndun: 82.580 kg. Mestur afli: Bárður SH: 18.077 kg í þremur róðrum. Rif: 11 bátar. Heildarlöndun: 187.776 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 43.922 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 3 bátar. Heildarlöndun: 8.094 kg. Mestur afli: Fjóla GK: 4.222 kg í fjórum róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH ­ GRU: 65.339 kg. 7. janúar. 2. Runólfur SH ­ GRU: 64.688 kg. 5. janúar. 3. Farsæll SH ­ GRU: 63.610 kg. 7. janúar. 4. Sigurborg SH ­ GRU: 60.734 kg. 6. janúar. 5. Tjaldur SH ­ RIF: 43.922 kg. 7. janúar. -kgk „Örfá pláss eru enn laus á fyrsta hjónanámskeið ársins 2020. Það verður haldið í Reykjavík fimmtu- daginn 30. janúar og hefst kl. 19.00. Þar með er hafið tuttugasta og fjórða starfsár þessara námskeiða,“ segir í tilkynningu frá Þórhalli Heimissyni. „námskeiðið byggir á fyrirlestr- um og verkefnum og stendur aðeins eitt kvöld. Enginn þarf að tjá sig frekar en hann vill. Að námskeiðinu loknu fá pörin með sér heim 7 vikna heimaverkefni sem hefur reynst frá- bærlega í gegnum árin. námskeið- ið hentar öllum pörum, giftum, í sambúð, ungum, gömlum - óháð kynhneigð og trú - og bæði þeim sem vilja gera gott betra sem hin- um sem þurfa að taka á sínum mál- um. Fjallað er um: Vonir og vænt- ingar í sambúðinni, vandamál sem upp geta komið, kynlífið, börnin og unglingana, fjármálin, framhjáhald, áfengið, - en fyrst og fremst lausn- ir og hvernig hægt er að auka ham- ingjuna í sambandinu.“ Áhugasamir skrái sig með að senda póst á: thorhallur33@gmail. com. Verð á námskeiðinu er 15.500 kr. fyrir parið og er allt innifalið. mm Þrátt fyrir mjög slæmt veður víða í landshlutanum undanfarna viku segir Lögreglan á Vesturlandi allt of mikið um hraðakstur í umdæm- inu, sérstaklega í ljósi þess að akst- ursskilyrði voru oft slæm. Lög- regla hefur fylgst náið með umferð undanfarna viku og mun það halda áfram um umdæmið allt næstu misserin. Þriðjudaginn 7. janúar var myndavélabifreið lögreglu a Inn- nesvegi við Akraneshöll. Milli 12:30 og 13:30 voru hraðamæld 62 ökutæki og 13 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast var á 57 km/klst. og meðalhraði brota var 50,25 km/ klst. Hámarkshraði á kaflanum er 30 km/klst., en meðalhraði allra var 32 km/klst. Síðastliðinn miðvikudagsmorg- un, milli 7:35 og 8:35, vaktaði lög- regla umferð við Ketilsflöt á Akra- nesi, til móts við leikskólann Akra- sel, þar sem hámarkshraði er einn- ig 30 km/klst. Átta voru kærðir fyr- ir of hraðan akstur og meðalhraði brota var 42 km/klst. Á fimmtudag milli 8:00 og 9:00 var Skarðsbraut á Akranesi vöktuð við leikskólann Vallarsel. Hraði 40 bifreiða var mældur og einn kærður fyrir að aka á 39 km/klst. Á laugardagsmorgun var umferð vöktuð á Akrafjallsvegi við Más- staði. 45 bílar voru hraðamæld- ir og sá sem hraðast ók var á 103 km/klst., þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Um hádegisbilið sama dag var umferð um Garðabraut á Akranesi vöktuð. Á hálfri klukku- stund voru 67 ökutæki hraðamæld og virtist allt vera meira og minna í lagi þar, að sögn lögreglu. Meðal- hraði ökutækjanna var 51 km/klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km/klst. Myndavélabíll lögreglu hefur verið á Akranesi og nágrenni und- anfarna viku, en lögregla áréttar að hann fari um allt umdæmið. Hon- um kemur lögregla fyrir á stöðum sem metnir eru viðkvæmir, þar sem fólk ætti að sýna sérstaka aðgæslu, svo sem við skóla og leikskóla, gangbrautir og gatnamót. kgk Ekkert lát er á vinsældum skötu- veisla á Þorláksmessu. Fyrirtæki, veitingastaðir, húsfélög og einstak- lingar slá upp veislu að þjóðlegum sið og ýmist bjóða eða selja aðgang. Meðfylgjandi myndir voru teknar skömmu fyrir jól. mm Íbúar í tíu sveitarfélögum á Vest- urlandi voru 16.663 um nýliðin áramót, þremur færri en mánuði áður, en 116 fleiri en þeir voru 1. desember 2018. Í desember fjölg- aði íbúum mest á landsvísu í Dala- byggð, en þar búa nú 639 íbúar en voru 634 þann 1. desember. nemur það 0,8% fjölgun. Íbúum fækkaði í mánuðinum í Stykkishólmi, Snæ- fellsbæ og Borgarbyggð, en frávik eru í öllum tilfellum minnihátt- ar eða sem nemur einni lítilli fjöl- skyldu. Á Akranesi eru nú búsettir 7.534 íbúar og hefur á þrettán mán- aða tímabili fjölgað um 113, en sú breyting jafngildir nær allri fjölg- un í landshlutanum frá 1. desemb- er 2018. mm/ Ljósm. úr safni/sm. Vestlendingar eru nú 16.663 Allt of margir ökumenn óku of hratt í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku, þrátt fyrir slæmar akstursaðstæður, að sögn lögreglu. Ljósm. út safni. Hraðakstur í vondu veðri Hjónanámskeið Þórhalls framundan Skötuveislur Mild og sterk, söltuð skata og saltfiskur ýmist með hömsum, hnoðmör eða smjöri. Í það minnsta var ilmurinn indæll og bragðið eftir því hjá Galito. Sigurjón veitingamaður á Galito er hér við hlaðborðið, en skötuveislan var að þessu sinni haldin í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll. Á Þorláksmessu er hefð fyrir því að hafa opið í verslun KM þjónustunnar í Búðar- dal fram á kvöld en verslun og verkstæði fyrirtækisins eru samliggjandi. Því hefur þetta þróast út í að vera óformleg skötuveisla fyrir samfélagið þar sem allir eru velkomnir. Fjölmargir nýttu sér það. Ljósm. sm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.