Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2020, Qupperneq 22

Skessuhorn - 15.01.2020, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 202022 Ég eignaðist barnið mitt árið 2017, þá 29 ára gamall. Ég hafði beð- ið lengi eftir því að verða ,,tilbú- inn“ að eignast barn. Ég horfði á vini mína eignast börn og rúlla því hlutverki upp en samt fannst mér ég ekki vera nægilega tilbúinn til að leysa þetta ábyrgðarmikla hlut- verk. Ég hélt alltaf að ég yrði meira og betur undirbúinn eftir því sem ég yrði eldri. Meðgangan gekk ótrúlega vel upp í alla staði. Konan mín var búin að bíða lengi eftir að við eignuðumst barn og hún stóð sig eins og hetja alla meðgönguna. Hún ætlaði allt- af að hafa gaman af meðgöngunni og stóð svo sannarlega við það. Ég er stoltur af því hvernig hún tækl- aði öll þau verkefni sem komu upp á meðgöngunni. Það var sama hvað við gerðum, hvort sem við vorum að mæta í eftirlit upp á Landspít- ala eða ræða um meðgönguna við vini og ættingja, hún var alltaf glöð og spennt yfir því sem koma skyldi. Skipti þá engu máli hvort hún hafði sofið illa og fyndi fyrir verkjum og auknu álagi á líkamann, hún brosti hringinn. Konan mín er ljósmóðir og veit því mun meira um barneignir, meðgöngu og fæðingar heldur en ég. Ég hafði alltaf séð fyrir mér að það væri mikið af blóði sem fylgdi fæðingum. Ég er ekki sérlega hrif- inn af blóði og horfi nánast undan- tekningalaust undan ef sýnt er frá aðgerðum í sjónvarpsfréttunum. Þá starir hins vegar konan mín spennt á sjónvarpið. Konan mín var búin að reyna oft og mörgum sinnum að ræða við mig um fæðingar. Hún hafði lýst þeim fyrir mér og reyndi að selja mér þá hugmynd að það væri ekki algengt að þeim fylgdi mikið blóð. Ég hafði aldrei séð konu fæða barn áður. Aftur á móti hef ég tekið þátt í sauðburði en það er allt öðruvísi finnst mér. Til þess að undirbúa mig und- ir fæðinguna okkar sendi hún mér tengla á fæðingarmyndbönd á You- tube. Það voru ekki konur að fæða í þeim myndböndum heldur dýr þar sem hún vissi að mér þætti óþægi- legt að horfa á konur fæða. Fyrsta fæðingin sem ég horfði á á ævinni fyrir utan sauðburðinn var því gír- affi að eignast afkvæmi. Önnur fæðingin sem ég upplifði á ævinni var þegar fíll eignaðist sitt afkvæmi. Þriðja fæðingin var svo fæðingin okkar. Aðdragandinn að fæðingunni var frekar langur. Ég tók mér frí í vinnunni daginn áður en barn- ið fæddist þar sem verkir voru að aukast og við vissum ekki hvern- ig þetta myndi þróast. Við vorum heima hjá okkur í Kópavogi rétt eftir kvöldmat þegar konan mín fór að finna fyrir meiri og tíðari verkj- um. Við hringdum því í ljósmóð- urina okkar sem kom heim og tók stöðuna. Upprunalega planið var að fæða í glænýrri fæðingarstofu í Björkinni. Ljósmóðirin bauð okk- ur að fara niður á Landspítala svo konan mín gæti fengið örlitla hvíld þar sem lítið hafði gerst þrátt fyr- ir mikla verki. Við keyrðum af stað um miðnætti og því var engin um- ferð og við fljótlega mætt á fæðing- ardeildina á Landspítala, þar með breyttist planið með Björkina. Ég man eftir því að þegar við höfðum lagt bílnum og vorum að ganga sem leið lá að spítalanum, heyrðust mikil og hávær hljóð úr einu herberginu sem sneri að bíla- stæðunum. Ég gat ekki ímyndað mér hvað væri að gerast á þessari stofu en vonaði það besta fyrir við- komandi. Þá stoppaði ástin mín og horfði upp í átt að glugganum og sagði með mikilli ró „þarna er barn að fæðast“ og svo brosti hún. Ég reyndi að halda andlitinu en mér var ekkert sérlega skemmt að hugsa til þess að þessi óhljóð væru fram- undan hjá okkur. Þegar inn var komið fékk betri helmingurinn lyf til að sofa og slaka á. Sjálfur svaf ég alla nóttina og vaknaði síðan um morguninn og þá höfðu verkirnir minnkað um nóttina í eina klukkustund og kom- ið svo jafnsterkir aftur. Konan mín fékk glaðloft og svaf á milli verkj- anna. Ég var með samviskubit yfir því að hafa sofið svona mikið. Dag- urinn leið þannig að við reyndum að slaka á en verkirnir voru alltaf sterkir og glaðloftið var sannarlega að vinna sína vinnu. Ég held að þær hafi þurft að fylla sérstaklega á glaðloftskútinn eftir að við fórum heim. Seinni partinn fengum við svo stofu með baði. Þá fóru verkirnir enn að aukast. Þeir jukust jafnt og þétt eftir því sem leið á kvöldið. Ég reyndi að aðstoða eins og ég gat sem fólst aðallega í að rétta henni vatnsflöskuna sem oftast og halda utan um hana og hvetja með hæfi- legu millibili. Konan mín stóð sig auðvitað eins og hetja og ég fylgdist fullur aðdáunar með henni og því sem fram fór. Þegar fæðingin var farin af stað gerðust hlutirnir nokk- uð hratt. Ég var sem fyrr á hliðar- línunni með vatnið klárt og reyndi að halda í höndina á henni og hvetja hana áfram. Þegar um fimm mínútur voru í að kollurinn sæist gerðist nokk- uð skemmtilegt atriði. Ljósmóð- irin sagði við okkur að núna stytt- ist mjög í kollinn. Þá hættir konan mín allt í einu að rembast og lítur snöggt á mig og spyr: ,,Er allt í lagi með þig?“ Ég játti því strax og sagði henni að hún stæði sig frábærlega. Þegar ég hafði sleppt þeim orðum leit ég á ljósmóðurina og ég man ennþá eftir svipnum á henni. Hún var augljóslega hissa á þessari spurn- ingu en fannst þetta líka skemmti- legt. Konan mín ræddi þetta atvik síðar við mig og sagði mér þá að hún vissi að það væri stutt í barnið þarna og að hún ætlaði sko ekki að láta líða yfir mig þarna rétt áður en að því kæmi. Ég kom sjálfum mér og fleirum á óvart þegar kom að því að klippa naflastrenginn. Ljósmóðirin rétti mér þá skæri og bauð mér að klippa. Ég tók bara við skærunum og sarg- aði í gegnum strenginn með skærun- um eins og ég hefði ekki gert neitt annað. Það var ótrúlega skrítin til- finning en á sama tíma ógeðslega mögnuð og ánægjuleg. Við vorum alltaf sammála um að fá ekki að vita kyn barnsins alla með- gönguna. Við pössuðum að segja snemma í sónarskoðunum að við vildum ekki fá að vita kynið svo að það yrði ekki sagt óvart við okkur. Þegar barnið fæddist var það búið að vera í fangi konunnar minn- ar dágóða stund þegar ljósmóðir- in spyr okkur hvort að við viljum ekki kíkja á kynið. Mér var alveg sama hvort kynið það væri ég var svo yfir mig glaður og hugfanginn af þessu barni. Meistaraverkið var stúlka. Þegar stúlkan okkar kom í heiminn helltust yfir mig alls kon- ar tilfinningar sem erfitt er að lýsa með orðum. Ég hafði oft fengið að heyra það frá vinum mínum hvað það væri yndislegt að eignast barn. Ég gat auðvitað alveg skilið það upp að ákveðnu marki en ég átt- aði mig ekki á því hvaða tilfinn- ingar þetta voru nákvæmlega sem þeir voru að lýsa. Ég var hins veg- ar fljótur að átta mig þegar dóttir okkar kom í heiminn að þarna var þessi tilfinning sem margir höfðu reynt að lýsa fyrir mér en fáir get- að. Það var eins og ég hefði fengið heilt nýtt sett af tilfinningum sem ég gat núna farið að upplifa. Því verður ekki lýst svo glatt hvernig það er að eignast barn og fá þessa miklu ábyrgð sem því fylgir. Það er algjörlega sturluð upplifun. Ísak Hilmarsson Hólmarinn Ísak Hilmarsson og Gréta María Birgisdóttir kona hans safna fæðingarsögum feðra fyrir bók sem þau ætla að gefa út. Hugmyndin kviknaði síðasta sum- ar en þar sem Gréta er ljósmóðir eru fæðingar oft ræddar í vinahópi þeirra hjóna. „Ég sagði við hana síðasta sumar að kannski væri snið- ugt að safna saman fæðingarsögum feðra og gefa út. Ég verð samt að viðurkenna að ég sagði þetta meira í gríni en Grétu fannst þetta svo frábær hugmynd að við fórum að skoða þetta af alvöru og sáum að þetta var ekki svo galin hugmynd,“ segir Ísak í samtali við Skessuhorn. Þau byrjuðu á að afla sér upplýs- inga og skoða hvort það væru til sögur eða bækur með upplýsingum um fæðingarsögur feðra. „Ég held að ég hafi fundið tvær frásagnir frá feðrum á netinu. En það voru mun fleiri sögur frá mæðrum, eðlilega þar sem þær eru í miklu aðalhlut- verki í fæðingum,“ segir Ísak. Vilja að sögurnar lifi áfram Ísak og Gréta opnuðu síðuna Fæð- ingarsögur feðra á Facebook 10. nóvember á síðasta ári, á feðradag- inn, og fóru þá formlega að safna sögum. Þau fengu strax mikla at- hygli og góð viðbrögð. „Það komu inn sögur strax á fyrstu sólarhring- unum en hugmyndin er að safna þeim saman í bók til að gera sög- urnar aðgengilegar fyrir fleiri og láta þær lifa áfram. Við viljum ekki safna sögunum saman og hafa þær svo bara á einhverri heimasíðu eða Facebook síðu því ég held að til lengri tíma verði þær ekki jafn að- gengilegar svoleiðis,“ útskýrir Ísak og bætir því við að þau stefni á að bókin komin út í lok þessa árs. Vilja fjölbreyttar sögur Aðspurður segir hann sögurn- ar sem þau hafa þegar fengið vera jafn ólíkar og þær eru margar en allar eiga þær það sameiginlegt að vera flottar og áhugaverðar. „Flest- ar sögurnar eru frá yngri feðrum, þeir virðast vera móttækilegri fyr- ir að segja sínar sögur. En við höf- um fengið eldri sögur líka og vilj- um endilega fá fleiri svoleiðis. Það væri gaman að hafa mismunandi sögur frá mismunandi tímabilum,“ segir Ísak og bætir því við að sög- urnar verði allar birtar nafnlaust. Það eina sem þau Gréta vilja að komi fram er fæðingarár föður og barna og fæðingarstað. „Það þarf ekki að vera nákvæm staðsetning. Það getur verið Akranes, Landspít- alinn eða jafnvel bara Ísland. En við myndum einmitt endilega líka vilja fá sögur frá feðrum sem hafa reynslu af að eignast barn erlend- is svo við séum með sögur úr sem fjölbreyttustu áttum. Svo væri líka gaman að fá sögur frá feðrum sem einhverra hluta vegna hafa kannski misst af fæðingunni en verið virkir þátttakendur í meðgöngunni.“ Allar fæðingarsögur feðra eiga erindi Ísak og Gréta taka vel á móti öllum spurningum, pælingum og ábend- ingum varðandi verkefnið og hægt er að hafa samband við þau í gegn- um Facebook síðuna Fæðingar- sögur feðra eða á netfangið faed- ingarsogurfedra@gmail.com. „Allar fæðingarsögur feðra eiga erindi í þetta verkefni. Það halda margir feður að þeirra saga sé bara venjuleg og ekkert merkileg en það er ekkert sem heitir venjuleg fæð- ingarsaga. Allar fæðingarsögur eru áhugaverðar og einstakar á sinn hátt. Það er ekkert hámark eða lág- mark á lengd sögunnar, við viljum endilega fá þær allar,“ segir Ísak. „Við munum svo greina sögurnar betur þegar þær eru allar komnar en eitt sem við höfum tekið eftir í þeim sögum sem við erum komin með er að feður upplifa sig svolítið á hliðarlínunni í fæðingu og finnst þeir ekki geta gert neitt. En vissu- lega hafa þeir hlutverk, þeir veita stuðning og eru til staðar fyrir mæðurnar. Þeir hafa líka sína upp- lifun sem við viljum endilega að þeir tali um. Og ef þetta verkefni hvetur feður til að ræða um sína reynslu erum við ótrúlega ánægð, þó sagan þeirra skili sér kannski ekki til okkar,“ segir Ísak. arg/ Ljósm aðsendar Hjónin Gréta María og Ísak ætla að gefa út bók með fæðingarsögum feðra. Safna fæðingarsögum feðra í bók Fæðingarsaga: Faðir í fyrsta sinn

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.