Skessuhorn - 15.01.2020, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 2020 25
Sunnudaginn 12. janúar síðastlið-
inn voru rétt 40 ár frá því stofnað
var til félagsmiðstöðvarinnar Arn-
ardals á Akranesi, en starfsemin
heyrir í dag undir Frístundamið-
stöðina Þorpið. Afmælisins verður
minnst með ýmsum viðburðum allt
þetta ár.
Á heimasíðu Þorpsins er farið
létt yfir söguna. Þar segir m.a. að
í 28 ár og tuttugu daga hafi Arnar-
dalur rekið félagsmiðstöð unglinga
við Kirkjubraut 48. Húsið var upp-
haflega byggt af Ingimar Magnús-
syni trésmið og bjó hann á efri hæð
hússins með fjölskyldu sinni á ár-
unum 1925-1936 en á neðri hæð-
inni var rekið trésmíðaverkstæði.
Árið 1936 keypti svo Ytri-Akra-
neshreppur, nú Akraneskaupstað-
ur, húsið undir rekstur elliheimil-
is. Þetta átti að verða bráðabirgða-
lausn en svo fór að í húsinu var rek-
ið elliheimili næstu 40 árin. Félags-
miðstöðin Arnardalur hóf svo starf-
semi í húsinu 12. janúar 1980 þegar
Dvalarheimilið Höfði hafði leyst
elliheimilið í Arnardal af hólmi.
„Ef maður er dramatískur þá
getur maður sagt að það hafi kostað
blóð svita og tár að koma því í gegn
að fá Arnardal á sínum tíma undir
starfsemi fyrir unglinga. nokkrum
sinnum var tillagan felld í bæjar-
stjórn en menn voru ekki á því að
gefast upp. Þessi barátta fyrir rúm-
um 40 árum skipaði Akranesi í hóp
með þeim fyrstu utan Reykjavíkur
að opna félagsmiðstöð af þessu tagi.
Unglingarnir fengu að vera með
frá upphafi, m.a. með vinnufram-
lagi. Veggir voru rifnir niður og öll
sú vinna fór fram í sjálfboðavinnu
af unglingum og nefndarmönnum
í æskulýðsnefnd. Á meðan upp-
byggingu stóð tókst alla tíð að
halda verkinu innan fjárhagsáætl-
unar meðal annars vegna þess hve
margir voru virkir í að vinna verk
í sjálfboðavinnu. Húsnefnd, skipuð
unglingum var kosin strax í upphafi
starfseminnar og allar götur síðan
hefur einhvers konar unglingaráð
verið virkt í starfseminni,“ segir um
sögu Arnardals á síðu Þorpsins.
Arnardalur óx og dafnaði og
eins og áður hefur verið nefnt
flutti starfsemin í Þorpið, Þjóð-
braut 13 í janúar 2008, fyrir rétt-
um tólf árum. Í frétt í Skessuhorni
það sama ár kemur fram að Arn-
ardalur hafi verið opinn í síðasta
sinn á gamla staðnum föstudaginn
25. janúar og voru nokkrar með-
fylgjandi mynda teknar við það til-
efni.
Þá segir á síðu Þorpsins: „Í starfi
Arnardals er unnið út frá hug-
myndafræði sem byggir á barna-
og ungmennalýðræði og tryggir
áhrif barna og ungmenna í starfi.
Áhersla er lögð á samvinnu, virð-
ingu, reynslunám, félagsfærni,
sjálfstyrkingu, samfélagslega
virkni og þátttöku. Síðast en ekki
síst er verið að vinna að forvörnum
og skýr afstaða tekin gegn neyslu
vímuefna og annarri neikvæðri
hegðun. Félagsmiðstöðvar eru
vettvangur þar sem ungt fólk fær
tækifæri til að koma hugmyndum
sínum á framfæri og í framkvæmd,
vinna að áhugamálum sínum og
fást við skemmtileg verkefni.“
nú er dagsstarf Arnardals í
gangi alla virka daga milli klukk-
an 13.00 og 16.00. Auk þess er
opið þriðjudags, og miðvikudags-
og föstudagskvöldum kl. 19.30
- 22.00. Í Arnardal er sömuleið-
is klúbbastarf og geta klúbbarnir
starfað bæði innan sem utan hefð-
bundins opnunartíma.
mm
Háskólaráð samþykkti á fundi sín-
um á fimmtudaginn að tilnefna
Jón Atla Benediktsson, prófess-
or í rafmagns- og tölvuverkfræði,
í embætti rektors Háskóla Íslands
til næstu fimm ára. Jón Atli hefur
gegnt embættinu frá árinu 2015.
Embætti rektors Háskóla Íslands
var auglýst laust til umsóknar í des-
ember og rann umsóknarfrestur út
3. janúar sl. Ein umsókn barst um
embættið, frá Jóni Atla Benedikts-
syni.
Sérstök undirnefnd háskólaráðs
metur hvort umsækjendur um starf
rektors uppfylli sett skilyrði um
embættisgengi. Háskólaráð ákvað á
fundi sínum í dag að rita mennta-
og menningarmálaráðherra bréf og
tilnefna Jón Atla Benediktsson sem
rektor Háskóla Íslands fyrir tíma-
bilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
mm
Mannamót Markaðsstofa landshlut-
anna í ferðaþjónustu verður haldið
í Kórnum í Kópavogi á morgun,
fimmtudaginn 16. janúar frá klukk-
an 12-17. Öll pláss fyrir sýnendur
á Mannamóti hafa verið seld, en
270 pláss voru í boði. Ásóknin sýnir
hversu mikilvægur viðburður þetta
er fyrir íslenska ferðaþjónustu.
mm
Mannamót á morgun
Jón Atli áfram rektor HÍ
Meðfylgjandi myndir voru teknar föstudaginn 25. janúar 2008, þegar Arnardalur var opinn í síðasta skipti við Kirkjubraut 28. Ljósm. úr safni Skessuhorns/sók.
Félagsmiðstöðin Arnardalur á Akranesi fjörutíu ára
Félagsmiðstöðin Arnardalur var til húsa við Kirkjubraut 48 í 28 ár, en 2008 var starfsemin flutt að Þjóðbraut 13. Húsið á nú
listakonan Kolbrún Kjarval.