Skessuhorn - 15.01.2020, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 15. JAnúAR 2020 31
Gleðilegt heilsuræktarár 2020
Morguntrimm • spinning • hádegispúl • átakstímar • sundleikfimi • leiðsögn í þreksal
Opið alla virka daga kl. 6.00 – 22.00 • Laugardaga og sunnudaga kl. 9.00 – 18.00
Verið velkomin
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi - www.borgarbyggd.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
02
0
Snæfellingar máttu játa sig sigraða
á heimavelli gegn Hetti þegar lið-
in mættust í 1. deild karla í körfu-
knattleik á sunnudag. Gestirnir frá
Egilsstöðum höfðu undirtökin all-
an leikinn og sigruðu að lokum
örugglega, 68-93.
Höttur byrjaði betur og skoraði
fyrstu níu stig leiksins en Snæfell-
ingar fundu sig ekki í fyrsta leik-
hluta. Mest höfðu gestirnir 15 stiga
forskot í upphafsfjórðungnum.
Heimamenn komu til baka þegar
leið á leikhlutann en Höttur hafði
tíu stiga forskot að honum loknum,
15-25. Gestirnir voru áfram sterk-
ari í öðrum fjórðungi en Snæfell-
ingar fundu sig engan veginn. Þeir
skoruðu aðeins átta stig allan leik-
hlutann og Höttur jók forskotið í
25 stig áður en flautað var til hálf-
leiks, 23-48.
Snæfellingar komu ákveðnir til
síðari hálfleiks og voru betri í þriðja
leikhlutanum. Þar skoruðu þeir 25
stig gegn 22 stigum gestanna og
löguðu stöðuna lítið eitt fyrir loka-
fjórðunginn, 48-70. Munurinn var
hins vegar of mikill og gestirnir
frá Egilsstöðum sigldu sigrinum
örugglega heim í fjórða og síðasta
leikhlutanum. Höttur sigraði með
93 stigum gegn 68 stigum Snæ-
fells.
Brandon Cataldo var atkvæða-
mestur í liði Snæfells með 22 stig
og átta fráköst. Guðni Sumarliða-
son skoraði 14 stig og tók fimm frá-
köst, Anders Gabriel Andersteg var
með ellefu stig og tólf fráköst, Ísak
Örn Baldursson skoraði tíu stig,
Benjamín Ómar Kristjánsson var
með níu stig og Aron Ingi Hinriks-
son lauk leik með tvö stig og fimm
fráköst.
Dino Stipcic fór fyrir liði Hatt-
ar með 19 stig, sex fráköst og fimm
stoðsendingar. Marcus Jermaine
Van skoraði 19 stig og reif niður 20
fráköst, Matej Karlovic skoraði 14
stig og David Guardia Ramos var
með ellefu stig og sjö fráköst.
Snæfellingar hafa fjögur stig í átt-
unda sæti deildarinnar, jafn mörg
stig og Skallagrímur í sætinu fyrir
ofan en tveimur stigum meira en
botnlið Sindra. næsti leikur Snæ-
fells er útileikur gegn Álftanesi
föstudaginn 17. janúar næstkom-
andi.
kgk
Eftir góðan heimasigur á Breiða-
bliki síðastliðinn miðvikudag biðu
Snæfellskonur lægri hlut gegn
Keflavík, 75-84, þegar liðin mætt-
ust í Domino‘s deild kvenna í körfu-
knattleik á sunnudag. Leikið var í
Stykkishólmi og fengu áhorfendur
æsispennandi leik þar sem úrslitin
réðust ekki fyrr en eftir framleng-
ingu.
Gestirnir höfðu heldur yfirhönd-
ina í upphafi og leiddu með sex
stigum um miðjan fyrsta leikhulta.
Þá tóku Snæfellskonur góða rispu
og komust í 15-14 áður en við tók
góður kafli Keflavíkur sem leiddi
15-23 eftir upphafsfjórðunginn.
Annar leikhluti var jafn og spenn-
andi, gestirnir leiddu en Snæfells-
konur fylgdu fast á hæla þeirra.
Þegar flautað var til hálfleiks var
staðan 40-42, gestunum í vil.
Snæfellskonur voru mjög öflugar
í upphafi síðari hálfleiks. Þær jöfn-
uðu metin snemma í þriðja leik-
hluta og liðin fylgdust að næstu
mínúturnar. Þá náðu þær góðum
kafla og sjö stiga forskoti seint í
leikhlutanum, 55-48. En Keflvík-
ingar svöruðu fyrir sig og jöfnuðu
metin fyrir lokafjórðunginn, 57-57
og leikurinn í járnum.
Fjórði leikhluti var æsispennandi.
Snæfell hafði tveggja stiga forystu
framan af leikhlutanum. Þá náði
Keflavík góðri rispu og fimm stiga
forskoti í stöðunni 62-67. Snæfells-
konur komust stigi yfir þegar tæpar
tvær mínútur lifðu leiks en Kefla-
vík sneri taflinu við með tveim-
ur vítaskotum í næstu sókn. næst
var komið að Snæfelli á vítalínunni
en aðeins annað skotið fór niður
og staðan jöfn, 72-72 þegar innan
við hálf mínúta lifði leiks. Spennu-
stigið var hátt og bæði lið áttu eft-
ir að tapa boltanum einu sinni áður
en lokaflautan gall. Staðan var þá
72-72 og því varð að grípa til fram-
lengingar. Þar skoruðu Snæfells-
konur aðeins þrjú stig, gegn tólf
stigum Keflvíkinga og því fór sem
fór. Keflavík sigraði með 84 stigum
gegn 75 stigum Snæfells.
Amarah Coleman var stigahæst í
liði Snæfells með 20 stig og ellefu
fráköst að auki. Vera Prttinen skor-
aði 19 stig, Rebekka Rán Karls-
dóttir var með 13 stig, Emese Vida
skoraði tíu stig, tók 15 fráköst og
gaf sex stoðsendingar, Anna Soffía
Lárusdóttir var með níu stig og níu
fráköst og Helga Hjördís Björg-
vinsdóttir skoraði fjögur stig.
Í liði Keflavíkur var Dani-
ella Morillo atkvæðamest með 24
stig, 13 fráköst, sex stoðsending-
ar og fimm varin skot. Anna Ing-
unn Svansdóttir skoraði 18 stig og
tók fimm fráköst, Þóranna Kika
Hodge-Carr var með 14 stig og sjö
fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdótt-
ir skoraði ellefu stig og Salbjörg
Ragna Sævarsdóttir var með tíu stig
og átta fráköst.
Eftir leikinn á sunnudag sitja
Snæfellskonur í sjötta sæti deildar-
innar með átta stig. Þær hafa fjög-
urra stiga forskot á Breiðablik en
eru tíu stigum á eftir Haukum í
sætinu fyrir ofan. næst leika Snæ-
fellskonur í dag, miðvikudaginn 15.
janúar, þegar þær mæta Íslands-
meisturum Vals á útivelli.
kgk
Skallagrímskonur lyftu sér upp í
fjórða sæti Domino‘s deildar kvenna
í körfuknattleik með góðum sigri á
Haukum í Borgarnesi á miðviku-
dagskvöld. Borgnesingar höfðu yf-
irhöndina allan leikinn og unnu að
lokum öruggan sigur, 73-59.
Skallagrímskonur voru mun
sterkari í upphafsfjórðungnum og
leiddu 19-9 að honum loknum.
Þær héldu uppteknum hætti í öðr-
um leikhluta, voru komnar með 18
stiga forskot um hann miðjan en
leiddu með 16 stigum þegar flautað
var til hálfleiks, 43-27.
Áfram voru Skallagrímskonur
betri eftir hléið og stjórnuðu gangi
mála inni á vellinum. Þegar þriðji
leikhluti var allur var staðan 61-41
og Borgnesingar komnir í ansi væn-
lega stöðu. Gestirnir úr Hafnarfirði
náðu aðeins að bíta frá sér í loka-
fjórðungnum. Haukakonur höfðu
minnkað muninn niður í tíu stig
þegar þrjár mínútur lifðu leiks en
það var of seint í rassinn gripið því
nær komust þær ekki. Sigur Skalla-
grímskvenna var aldrei í neinni
raunverulegri hættu og þær sigruðu
að endingu með 14 stigum, 73-59.
Emilie Hesseldal átti stórleik fyr-
ir Skallagrím á báðum endum vall-
arins, skoraði 27 stig, reif niður 17
fráköst og stal hvorki fleiri né færri
en sjö boltum. Keira Robinson var
með 19 stig, fimm fráköst og fimm
stolna bolta, Sigrún Sjöfn Ámunda-
dóttir skoraði ellefu stig og tók 13
fráköst, Maja Michalska skoraði ell-
efu stig og Mathilde Colding-Poul-
sen skoraði fimm stig og gaf fimm
stoðsendingar.
Randi Brown skoraði 31 stig fyr-
ir Hauka og tók fimm fráköst, Lov-
ísa Henningsdóttir skoraði tólf stig
og tók sex fráköst en aðrar höfðu
minna.
Sem fyrr segir sitja Skallagríms-
konur í fjórða sæti deildarinnar eft-
ir sigurinn gegn Haukum. Þær hafa
18 stig, jafn mörg og Haukar í sæt-
inu fyrir neðan en tveimur stigum
minna en Keflavík í sætinu fyrir
ofan. Skallagrímskonur leika næst
í kvöld, miðvikudaginn 15. janú-
ar, þegar þær fá lið Grindvíkinga í
heimsókn.
kgk
Skagamennirnir Stefán Teitur Þórð-
arson og Tryggvi Hrafn Haraldsson
hafa verið valdir í hóp A landsliðs
karla í knattspyrnu sem leikur tvo
vináttuleiki í Bandaríkjunum nú í
janúar. Fyrri leikurinn verður gegn
Kanada 15. janúar og sá síðari gegn
El Salvador 19. janúar.
Báðir voru þeir lykilmenn í liði
ÍA í Pepsi Max deildinni á liðnu
sumri. Tryggvi á að baki þrjá leiki
með A landsliðinu og eitt mark, en
þetta er í fyrsta sinn sem Stefán Tei-
tur er valinn í hópinn. Hann hefur
hins vegar leikið tólf leiki með U21
árs landsliðinu og skoraði í þeim
eitt mark.
kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh.
Öruggur sigur
Skallagríms
Emilie Hesseldal átti stórleik þegar
Skallagrímskonur sigruðu Hauka.
Ljósm. Skallagrímur.
Tryggvi Hrafn Haraldsson í leik með ÍA
í sumar.
Stefán og Tryggvi
valdir í landsliðið
Stefán Teitur Þórðarson tekur
aukaspyrnu síðasta sumar.
Ísak Örn Baldursson í baráttu við liðs-
menn Hattar. Ljósm. sá.
Háspenna í Hólminum
Gestirnir of stór biti
Amarah Coleman sækir hart að körfu Keflvíkinga. Ljósm. sá.