Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Síða 2

Skessuhorn - 26.02.2020, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 20202 Frá Landlæknisembættinu: Hand- hreinsun og hreinlæti kringum augu, nef og munn ásamt öruggri meðhöndlun fæðu eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleið- um í þeim tilgangi að draga úr lík- um á alvarlegum veikindum. Kórón- aveiran Novel (COVID-19) hagar sér í sumu eins og inflúensa, einkenni eru svipuð og smitleiðir áþekkar. Ef einstaklingar finna fyrir veikind- um er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmar +354 544-4113) varðandi nánari upplýs- ingar og hvernig þeir eigi að nálg- ast heilbrigðiskerfið. Á morgun er útlit fyrir austanátt 13-18 m/s og snjókomu með köfl- um á Suður- og Suðvesturlandi en annars hægari vindur og stöku él. Hvessir við suðurströndina síðdegis. Frost 2-12 stig og kaldast í innsveit- um norðaustanlands. Á föstudag er spáð ákveðinni austlægri átt og snjókomu með köflum, einkum á Suðaustur- og Austurlandi. Frost 1-8 stig, en hiti um frostmark við suður- ströndina. Á laugardag er útlit fyrir austanátt og snjókomu eða slyddu en síðar rigningu á Suður- og Suð- austurlandi, annars úrkomuminna og hlýnandi veður. Á sunnudag er spáð austlægri átt og snjókomu eða rigningu austanlands. Hiti 0-5 stig. Á mánudag er útlit fyrir suðlæga átt með éljum og kólnandi veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns hvort Landsvirkjun ætti að lækka raforkuverð til stóriðju. Ná- kvæmlega helmingur þeirra sem svöruðu sögðu: „Nei, alls ekki“, 34% svöruðu „Já, tvímælalaust“ og 15% sögðust ekki vita það. Í næstu viku er spurt: Hversu oft á dag heldur þú að þú takir upp símann þinn? Meðan fólk er ungt getur verið brjáðsnjallt að ferðast um heim- inn og kynnast framandi slóðum. Guðný Vilhjálmsdóttir frá Helga- vatni í Borgarfirði hefur ferðast til 56 landa, 28 ára gömul. Hún segir brotabrot af ferðasögu sinni í við- tali í Skessuhorni í dag. Hún er Vest- lendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Stunginn með eggvopni GRUNDARFJ: Fangi á Kvía- bryggju stakk annan fanga með eggvopni í lærið eftir deilur þeirra í millum skömmu fyrir kl. 19 á fimmtudagskvöld. Að sögn lögreglu var um stórfellda líkamsárás að ræða. Árásarmað- urinn var strax tryggður og egg- vopnið tekið af honum. Lög- reglumenn frá Grundarfirði og Stykkishólmi fóru á staðinn og sjúkrabifreið úr Grundarfirði. Þolandinn var færður til að- hlynningar hjá lækni og síðan aftur á Kvíabryggju. Árásarmað- urinn var fluttur á lögreglustöð- ina á Akranesi til yfirheyrslu og í framhaldi þess á Hólmsheiði. Rannsókn málsins stendur enn yfir en er langt komin, að sögn lögreglu. -kgk Fjórgangur í Faxaborg VESTURLAND: Fyrsta mót Vesturlandsdeildarinnar í hesta- íþróttum á þessu ári fer fram í Faxaborg í Borgarnesi föstudag- inn 28. febrúar og verður keppt í fjórgangi. Húsið verður opnað kl. 18:30 og byrjar liðakynning á slaginu 19:00 en mótið hefst að henni lokinni. -mm Styrkja bikar­ meistarana BORGARBYGGÐ: Bikar- meistaratitill Skallagríms var til umræðu á síðasta fundi byggð- arráðs Borgarbyggðar. Ráðið óskaði liðinu til hamingju með árangurinn og samþykkti gefa meistaraflokki kvenna 350 þús- und krónur í tilefni af bikar- meistaratitlinum. -kgk Kaupa tvo pannavelli STYKKISH: Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á fundi sínum 12. febrúar að keyptir verði tveir pannavellir og settir upp í bænum. Panna- vellir eru litlir átthyrndir fót- boltavellir, þar sem spilað er einn á móti einum. Bæjarráð hafði áður samþykkt kaup á tveimur slíkum völlum og stað- festi bæjarstjórn þá ákvörðun ráðsins. -kgk Undirbúa fram­ kvæmdir DALABYGGÐ: Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur skipað þriggja manna undirbúnings- hóp vegna íþróttamannvirkja í Dalabyggð. Gert var ráð fyrir því í fjárhagsáætlun að á árinu 2020 verði peningum veitt til undirbúnings framkvæmdanna. Sveitarstjórn lagði til og sam- þykkti að Einar Jón Geirsson, Ragnheiður Pálsdóttir og Skúli Hreinn Guðbjörnsson skipi starfshópinn. Umsjónarmaður framkvæmda, skipulagsfulltrúi og skólastjóri Auðarskóla munu starfa með hópnum. -kgk Veðurhorfur Á þorrablóti Skallagríms, sem haldið var 15. febrúar síðastlið- inn í Hjálmakletti, var venju sam- kvæmt tilkynnt um val á Borgnes- ingi ársins. Það kom í hlut Þórdís- ar Sifjar Sigurðardóttur, verðandi sveitarstjóra í Borgarbyggð, að til- kynna um valið. Borgnesingur árs- ins er Ingimundur Ingimundarson íþróttakennari og frumkvöðull á sviði íþrótta fyrir almenning. „Borgnesingur ársins 2019 er kraftmikill einstaklingur sem hef- ur til fjölda ára stuðlað að og stutt íþróttalíf í Borgarbyggð,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra hefur ákveðið að skipa Jó- hönnu Fjólu Jóhannesdóttur for- stjóra Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands til næstu fimm ára. Ákvörðun ráðherra um skipun hennar í emb- ættið er tekin að undangengnu mati lögskipaðrar hæfnisnefndar sem metur hæfni umsækjenda um stöð- ur forstjóra heilbrigðisstofnana. Jóhanna Fjóla hefur gegnt emb- ætti forstjóra stofnunarinnar um skeið, allt frá því að Guðjón Brjáns- son fv. forstjóri settist á Alþingi 2017. Jóhanna Fjóla hefur starfað hjá stofnuninni frá því að hún var sett á fót. Hún hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar og rekstrar og starfað sem verkefna- stjóri þróunar- og gæðamála. Á ár- unum 2000 – 2009 var Jóhanna Fjóla verkefnastjóri hjúkrunar en fyrir þann tíma starfaði hún við Sjúkrahúsið á Akranesi þar sem hún var m.a. hjúkrunarforstjóri um eins árs skeið. Heilbrigðisstofnun Vesturlands starfar samkvæmt lögum um heil- brigðisþjónustu, nr. 40/2007. Stofn- unin veitir almenna heilbrigðis- þjónustu í heilbrigðisumdæmi Vest- urlands sem nær yfir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Snæ- fellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Helga- fellssveit, Stykkishólmsbæ, Dala- byggð, Reykhólahrepp, Strand- abyggð, Kaldrananeshrepp, Árnes- hrepp og Húnaþing vestra. Þá ann- ast stofnunin starfsnám í heilbrigð- isgreinum og starfar í tengslum við háskóla á sviði fræðslumála heil- brigðisstétta og rannsókna í heil- brigðisvísindum. mm Hér er Ingimundur í hópi vaskra félaga í pútti í Brákarey. Myndin var tekin á æfingu síðastliðinn fimmtudag þar sem um þrjátíðu spilarar mætti til að pútta undir stjórn Ingimundar. Ljósm. mm. Ingimundur er Borgnesingur ársins 2019 Þórdís Sif í ávarpi sínu. „Hann hefur einnig verið þátttakandi í því á landsvísu að stuðla að öflugu íþróttastarfi og komið að stórum sem smáum viðburðum hjá íþrótta- hreyfingunni. Hann hefur tekið þátt í því sem þjálfari að byggja upp gott starf í kringum frjálsar íþrótt- ir, sund, boccia og pútt. Ef stór- mót hafa verið haldin í héraðinu er Borgnesingur ársins mættur, hann var formaður framkvæmdanefndar fyrir Landsmót UMFÍ í Borgarnesi árið 1997, þegar mikil uppbygg- ing átti sér stað í kringum íþrótta- mannvirki í Borgarnesi. Til hans er ávallt leitað þegar mikið liggur við í mótahaldi og íþróttalífi í hér- aðinu og hægt að sækja í hafsjó af þekkingu og reynslu. Seinustu árin hefur Borgnesingur ársins stuðlað að því að byggja upp fjölmennan hóp hressra púttara. Verkefnið hef- ur Borgnesingur ársins tekið alvar- lega, hann fylgist með og skráir ár- angur allra þeirra sem taka þátt og hvetur þá áfram til árangurs. Nú er hann nánast búinn að sprengja utan af hópnum húsnæðið í Brákarey því þvílík er þátttakan. Það má ætla að hann hafi nú þegar sett hópnum metnaðarfull markmið fyrir Lands- mót 50+ sem haldið verður í Borg- arnesi í sumar og þar verður hann án efa að miðla af þekkingu sinni og reynslu, ásamt því að hvetja og styðja sitt fólk sem kemur til með að taka þátt í mótinu,“ sagði Þórdís Sif, sem afhenti að endingu Ingi- mundi blóm og verðlaunagrip fyr- ir nafnbótina Borgnesingur ársins 2019. mm Ingimundur Ingimundarson Borgnes- ingur ársins. Ljósm. hi. Jóhanna Fjóla skipuð forstjóri HVE Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir. Ljósm. Skessuhorn/kgk. Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir nýsköpunarráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær áform sín um að leggja niður Nýsköpunar- miðstöð Íslands (NMÍ) um næstu áramót. Rúmlega 80 manns starfa hjá stofnuninni í 71 stöðugildi. Þeim verkefn- um sem þar hefur verið sinnt verður fundinn annar stað- ur. Með breytingunum segist ráðherra vilja stuðla að öflug- um opinberum stuðningi þar sem hans er þörf í núverandi umhverfi. „Í haust kynntum við til sögunnar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og aðgerðir í kjölfarið. Þetta er næsta skref. Framhaldið krefst samtals við fjölda hagsmunaaðila og við gefum okkur góðan tíma til að gæta þeirra mikilvægu verkefna sem við viljum forgangsraða og standa vörð um,“ segir Þórdís Kol- brún í tilkynningu. Niðurstaða greiningarvinnu er sú að hluta verkefna NMÍ megi fram- kvæma undir öðru rekstrarformi. „Hluti verkefnanna geta verið framkvæmdir af aðilum á markaði og hluti verkefnanna er ekki for- gangsverkefni hins opinbera í ný- sköpun vegna þroskaðra umhverf- is nú og því hætt. Nýsköpunarráð- herra hefur mótað áætlun um fjög- ur meginsvið stofnunarinnar, greint helstu verkefni og næstu skref eru að finna þeim farveg eftir þörfum í nýju rekstrarformi. Þetta eru verkefni sem falla undir byggingarannsóknir, nýsköpunargarðar fyrir frum- kvöðla og sprotafyrirtæki, efnagreiningar og mengun- armælingar fyrir stóriðju.“ Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands var sett á fót árið 2007 með sameiningu Iðntækni- stofnunar og Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðar- ins. Bein framlög úr ríkissjóði til NMÍ eru nú rúmlega 700 milljónir króna á ári, að undanskildum kostn- aði við húsnæði NMÍ í Keldnaholti, sem fært verður til ríkiseigna. Ráð- gert er að tæplega helmingur þess fjármagns verði notaður til að fylgja eftir þeim verkefnum stofnunarinn- ar sem framhald verður á. mm Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður lögð niður

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.