Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Qupperneq 16

Skessuhorn - 26.02.2020, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 202016 „Þetta hefur nú bara verið vinnan mín. Ég hef mætt í hana og verið svo stálheppinn að koma alltaf lif- andi til baka. Auðvitað á maður að vera þakklátur fyrir það,“ seg- ir Sæmundur Ásgeirsson rafveitu- virki sem nú í lok vikunnar gengur sína síðustu vakt hjá Rarik í Borg- arnesi eftir samfelld 54 ára störf hjá fyrirtækinu. „Ég byrjaði að vinna hjá Rarik 23. maí árið 1966, klukk- an 8:00. Reglurnar eru þannig að maður á að hætta á sjötugasta ári og ég er sáttur við það. Ég tel mig hafa verið heppinn með vinnuveitanda sem gert hefur vel við starfsmenn og það hefur skilað sér í að öflug- ur hópur hefur verið hér að störf- um og starfsmannavelta verið afar lítil.“ Sest var niður með Sæmundi þegar hann var að ljúka sinni síð- ustu bakvakt undir lok síðustu viku, en næsti föstudagur verður hans síðasti vinnudagur. „Ætli maður endi ekki á innivinnunni, að taka til á skrifborðinu. Það er leiðinleg- asti hlutinn. útiveran og að vinna úti hefur alla tíð heillað mig mest,“ segir Sæmundur. Það er tákn- rænt að meðal síðustu verka hans er að taka niður raflínustaura sem hann sjálfur vann við að setja upp í sveitum Vesturlands fyrir fimmtíu árum þegar dreifbýlið gat rafvæðst og bændur tekið nýja tækni í þjón- ustu sína. Nú eru rafstrengir lagðir í jörðu, aðrir en sjálf byggðalínan, en við það lækkar bilanatíðni og eykur öryggi rafmagnsafhendingar til muna, ekki síst þegar veður eru eins og við þekkjum í vetur. Í sveit hjá hagyrðingnum Erlingi Sæmundur Ásgeirsson er fæddur í Reykjavík 1950. „Ég var svo hepp- inn að ég var barnungur sendur í sveit að Hallkelsstöðum í Hvít- ársíðu. Fór þangað fyrst sumarið sem ég var fimm ára. Amma mín og mamma systkinanna sem bjuggu á Hallkelsstöðum voru systur og frændskapur góður innan fjölskyld- unnar. Hjá þeim var ég svo öll sum- ur, fór áður en skóla lauk á vorin og heim þegar skólinn var byrjaður eftir að hauststörfunum var lokið. Ég myndaði því góð tengsl í upp- sveitunum og lærði að meta land- ið og það sem það gefur. Fór til að mynda með Erlingi bónda á Arnar- vatnsheiðina á hverju sumri. Fyrst á hrossum 1960 en síðustu ferðina með honum 2006 þegar hann var orðinn 91 árs. Erlingur var góð- ur hagyrðingur og einhverjar vís- ur eftir hann náði ég að læra. Hann sagðist sjálfur helst þurfa að setja saman þrjár vísur á hverjum degi til að halda sér í þjálfun.“ Tók rúm 30 ár í sveinsprófið Ekki er að undra að störf við raf- virkjun ættu eftir að liggja fyrir Sæmundi, það lá í ættinni. Hann reyndi fyrir sér í járnsmíðanámi en líkaði inniveran illa og gafst upp eft- ir tvær viku. Þá prófaði hann einn- ig að vinna í fiski. „Faðir minn var rafmagnstæknifræðingur og þrír af fimm sonum mínum hafa lært raf- iðngreinar á borð við rafiðnfræði og rafmagnstæknifræði. Kannski má því segja að þetta liggi í gen- unum. Ef menn velta því fyrir sér af hverju afi minn hafi ekki einnig verið rafvirki, þá er svarið að ekki var búið að finna upp rafmagnið þegar hann var uppi! Sjálfur byrjaði ég 16 ára að læra það sem heitir raf- veituvirkjun, en gaf mér hins vegar ekki tíma til að ljúka við sveinspróf- ið fyrr en ég var orðinn 47 ára. Ég gaf mér ekki tíma í bóklega þátt- inn, var alltaf úti í móa eða uppi í staurum að vinna. Það er svo gott og nærandi að vera úti. Ég hafði al- ist upp við sveitastörfin á Hallkels- stöðum og þoldi einfaldlega ekki innistörf eða bóknám.“ Ungur verktaki Á fyrstu starfsárum Sæmundar tók hann þátt í að rafvæða sveitir lands- ins en þá var fyrirkomulagið þann- ig að sumarstarfsmenn höfðu ekki fasta vinnu yfir veturinn. „Því hag- aði þannig til að þegar ég var ein- ungis 17 ára réði ég mig sem verk- taka við að koma línunum upp í staurana í Lundarreykjadal, en staurana hafði ég þá sem starfsmað- ur Rarik, unnið við að reisa þá um sumarið. Þar sem ég var ekki eldri þurfti ég að fá sérstakan starfsmann í fjármál verktakans, þar sem ég var sjálfur ekki orðinn fjárráða. Ég hélt þá til hjá Ragnari og Hönnu á Oddsstöðum. Þá var komið saman á kvöldin og spjallað yfir kaffisopa og mikið sem var hlegið þegar syst- urnar Ásta og Hanna komu sam- an,“ rifjar Sæmundur upp. Jarðstrengir leysa staurana af hólmi „Á fyrstu starfsárunum vann ég við að byggja upp dreifikerfi raf- magns vítt og breytt á Snæfellsnesi, í Borgarfirði og víðar um landið. Það er því dálítið táknrænt að nú á mínum síðustu árum í starfi er ég að vinna við að taka niður þessa sömu staura, staurana sem færðu rafmagnið heim á bæina. Í þessari viku var ég til dæmis að taka niður staura frá Kljáfossi og að Deildar- tungu í Borgarfirði sem reistir voru 1980. Á þeirri línu varð einmitt slæm bilun í óveðrinu 14. febrú- ar síðastliðinn, en þá varð bilun- in í fyrsta staurnum sem við vor- um ekki búnir að taka niður og af- tengja. Nú er sem betur fer búið að plægja víða niður rafstrengi í jörðu en við þá aðgerð eykst afhendingar- öryggið á rafmagni til mikilla muna þegar veður geisa sem verst eins og við þekkjum í vetur.“ Hann segir að enn sé eftir að end- urnýja mikið af þessum einsvírslín- um sem enn færa strauminn á bæi í sveitum á Vesturlandi. „Við höfum byrjað á að plægja nýjar lagnir þar sem línurnar voru elstar. Af þeim sökum er mikil endurnýjun eftir til dæmis á Mýrunum, þar sem vega- lengdir eru langar milli bæja.“ Út í verstu veðrunum En líf línukarlanna hjá Rarik er alls ekki alltaf dans á rósum og í hug- um margra eru þeir hetjur sem koma ávalt til bjargar þegar bæir hafa orðið án rafmagns. Slíkt ger- ist eðli málsins samkvæmt í verstu veðrunum, ofankomu og byl og jafnvel þegar saman fer mikil ísing og áhlaðandi. Aðspurður segir Sæ- mundur að það hafi vissulega komið fyrir að veður hafi verið svo slæmt að hætt hafi verið við að senda við- gerðaflokk af stað út í sortann til að leita bilana. „Við förum alltaf út en það er engin skömm að segja frá því að við höfum orðið að snúa til baka meðan versta veðrið gengur yfir. En vissulega má segja að sum- ar ferðir hafi verið svaðilfarir. Þess vegna má maður þakka fyrir það nú við starfslok að hafa alltaf komið heill heim,“ segir Sæmundur. Byrjuðu á röngum enda Eina ferð í afar slæmu vetrarveðri rifjar hann upp útkall: „Einhverju sinni að vetri til á níunda áratugn- um sló út byggðalínunni frá Vatns- hömrum í Andakíl og að Brenni- mel í Hvalfirði. Þá fórum við tveir saman, ég og Óskar Þór Óskarsson, til að freista þess að finna bilunina. „Við fórum á einum tveggja belta vélsleða af Bombardier gerð og byrjuðum við Vatnshamra og ókum sem leið lá meðfram línunni upp á Skarðsheiðina til að finna bilunina. Þegar við vorum komnir upp á stað sem kallast Miðsifjarhóll var orðið svo foráttuvitlaust veður að sleð- inn með okkur tveimur fauk á hlið- ina. Við skoppuðum tveir þarna eftir hjarninu og stoppuðum neð- an við næsta barð. Það var dáldið strembið að skríða til baka að sleð- anum, en tókst á endanum. Við héldum því áfram leit um nokkra hríð og fundum að endingu bilaða staurinn. Það var fyrsti staurinn við Brennimel! Við vorum því dálítið óheppnir að hafa byrjað að leita á vitlausum enda,“ rifjar Sæmundur upp og hlær. Hann segir að engin talstöð hafi verið með í för, hvað þá sími. „Þegar við komum að Neðra- Skarði var símalínan á hliðinni. Það tók því dálítinn tíma að láta vita af okkur, enda var farið að óttast um okkur. Guðmundur Bachmann, verkstjóri í Borgarnesi, var meira að segja búinn að hringja í björg- unarsveitina og óska eftir því að leit að okkur hæfist. Þar fékk hann þau svör, að ef „þessir menn“ gætu ekki bjargað sér, væri ekkert fyrir venju- lega björgunarsveitarmenn að gera út í þetta veður.“ Oft úti í slæmum veðrum en þakklátur fyrir að hafa komið heill heim Rætt við Sæmund Ásgeirsson sem nú lýkur störfum hjá Rarik eftir 54 ár Sæmundur Ásgeirsson heldur hér á ljósmynd af sér sem vinnufélagarnir færðu honum. Kominn á vettvang bilanaleitar í hríðarkófi. Sæmundur við vinnu sína.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.