Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 26.02.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 202018 Guðný Vilhjálmsdóttir frá Helga- vatni í Þverárhlíð er mikil ævin- týrakona og þrátt fyrri ungan ald- ur hefur hún eflaust séð og upplifað meira af heiminum en flestir. Hún hefur síðastu ár ferðast og skoðað heiminn og komið til að minnsta kosti 56 landa. Auk ferðalaga hef- ur jóga verið mikilvægur hluti af lífi hennar síðustu ár en hún kynntist jóga þegar hún flutti til Reykjavík- ur árið 2012. Í október á síðasta ári fór hún ásamt vinkonu sinni, Þor- gerði Ólafsdóttur frá Sámsstöðum í Hvítársíðu, til Nepal í einn mánuð að læra að verða jógakennari. Þeg- ar heim var komið ákváðu Guðný og vinkona hennar, Katrín Einars- dóttir, sem einnig er jógakennari, að bjóða upp á jógahelgar, sem þær kalla „Me time Iceland“ í Veiði- húsinu við Þverá. Þær fengu Þor- gerði með sér en þær kynntust allar í veiðihúsinu fyrir nokkrum árum. Ró og næði Fyrsta jógahelgin í veiðihúsinu var í nóvember og segir Guðný þá helgi hafa heppnast betur en þær þorðu að vona. Þær voru einnig með jóga- helgi í febrúar og verður sú þriðja helgina 27.-29. mars en það er síð- asta jógahelgin í vetur. Jógahelg- arnar snúast fyrst og fremst um að komast út í sveit í ró og næði að njóta samveru, stunda jóga, hug- leiða og njóta náttúrunnar. „Við vissum ekkert hverju við ættum von á þegar við ákváðum að fara af stað með þetta en svo hefur þetta tekist ótrúlega vel,“ segir Guðný og bæt- ir við að jógahelgarnar snúist um bæði líkamlega og andlega heilsu en innifalið eru hollar vegan mál- tíðir, aðgengi að gufubaði, heitum potti og svo býður náttúran upp á einstaka upplifun. „Það er ekkert áfengi, tóbak eða kaffi. Við erum með te og vatn og hollan mat en Þorgerður er að læra kokkinn og gerir alveg ótrúlega góðan mat,“ segir Guðný. Þá eru gestir hvattir til að geyma símana inni í herbergj- um og nota þá ekki í sameiginlegu rými. „Þetta snýst líka um að af- tengjast en við erum öll svo mikið í símanum og því fylgir mikið áreiti. Þess vegna hvetjum við alla til að leggja símana frá sér þessa helgi og ef það er eitthvað mikilvægt getur fólk farið inn í herbergi til að kíkja í símann.“ Allir geta stundað jóga Aðspurð segir Guðný að jógahelg- arnar séu fyrir alla. „Við ætluðum fyrst að hafa þetta bara fyrir kon- ur en erum að hugsa um að hafa þetta opið fyrir karla líka svo já, það geta allir skráð sig,“ svarar Guðný og bætir við að jóga sé fyrir alla óháð líkamlegu ástandi. „Það halda margir að þeir þurfi að vera liðug- ir og ná öllum stöðum til að geta byrjað en það er alls ekki svoleiðis. Þú þarft ekki að ná í tærnar á þér til að geta byrjað í jóga. Það hafa allir verið byrjendur. Það er líka mikil- vægt að fólk viti að við erum ekki að neyða neinn til að gera neitt. Það er ákveðin dagskrá þessar helgar en fólk ræður alveg hvað það tekur mikinn þátt. Það þarf ekki að koma í jóga, það má alveg slaka á frekar, fara í pottinn, í göngutúr eða eitt- hvað annað og engin spyr neitt út í það. Þetta snýst um að fólki líði vel,“ segir Guðný. Hætti að borða kjöt í Kína Guðný hætti að borða kjöt fyrir þremur árum þegar hún bjó í Kína í eitt ár. Hún segir löngunina í kjöt hafa farið þegar hún sá kjöt hanga innan um flugur í gluggum kjöt- verslana. Þegar hún kom svo aft- ur til Íslands langaði hana ekki að byrja aftur að borða kjöt en þó seg- ist hún borða aðrar dýraafurðir. En hvernig er að vera alin upp á kúabúi og borða ekki kjöt? „Það þykir þetta mörgum skrýtið en foreldr- ar mínir eru rosalega opnir með allt svona og þau bera virðingu fyr- ir þessu. Þetta kom held ég ekki á óvart því ég var aldrei hrifin af kjöti sem barn,“ segir Guðný. Spurð hvernig það hafi komið til að hún fór til Kína í eitt ár segist Guðný hafa hitt fólk með fyrirtæki í Kína, þegar hún vann í veiðihúsinu. Þau buðu henni út að vinna hjá sér og þremur vikum síðar var hún komin til Kína. Hún prófaði bæði að búa í Hong Kong og Shanghai og segir það hafa verið einstaka lífsreynslu. „Hong Kong er ótrúlega vestræn borg og það var rosalega gott að búa þar og ég er alveg til í að fara þangað aftur. En það var erfiðara að búa í Shanghai því ég bjó í hverfi þar sem engin enska var töluð og allt miklu ólíkara því sem ég er vön á Íslandi. Það var því meiri áskorun en Hong Kong. Þegar maður fór út að borða vonaði maður bara að það væru myndir á matseðlunum svo maður hefði aðeins hugmynd um hvað maður væri að panta,“ segir Guðný og hlær. Kínverjar vinalegir Í Kína lærði hún kínversku í há- skóla í Shanghai þar sem hún lærði að bjarga sér á tungumálinu en í dag segist hún lítið geta annað en kannski að panta sér bjór á kín- versku. Aðspurð líkaði henni vel við Kínverja og segir þá upp til hópa vinalega. „Það var samt erfitt að kynnast þeim. Samskiptin voru alltaf frekar yfirborðskennd en það gæti verið því ég var öðruvísi en þau,“ segir hún og bætir við að í Kína hafi hún alltaf upplifað mikið öryggi. „Ég upplifði mig öruggari þar en í mörgum borgum í Evrópu og mér þótti ekkert mál að fara ein út á kvöldin,“ segir hún. Ferðast fyrir tíma snjallsíma Guðný hefur síðustu ár unnið á sumrin í veiðihúsinu við Þverá eða hjá Sigurgörðum við hellulögn og á veturnar hefur hún ferðast um heiminn. Guðný fór í fyrsta bak- pokaferðalagið árið 2010 með systur sinni til Evrópu en árið 2012 fór hún svo með vinkonu sinni í fimm mánuði til Suður -Ameríku. „Það var áður en snjall- símarnir komu og þá vorum við bara tvær á ferðinni og í litlu sam- bandi við fjölskyldur okkar. Ég var með síma en hann skemmdist og maður pældi ekkert í því. Þá var ekkert Google maps eða neitt svo- leiðis heldur þurfti maður bara að reyna að lesa í gamaldags kort,“ segir Guðný og hlær. Til að hafa samband við fjölskylduna þurfti hún að finna netkaffihús og borga þar aðgang að tölvu til að kom- ast á skype. „Það er gaman að hafa upplifað að ferðast svona en mikið er ég fegin að þetta hafi breyst og nú er maður bara með allt í sím- anum.“ Næsta bakpokaferðalag fór hún í ein þegar hún ferðaðist um Asíu árið 2016. Aðspurð seg- ist hún ekkert óttast það að ferðast ein. „Maður fer kannski einn af stað en svo kynnist maður fullt af fólki sem maður getur ferðast með,“ segir hún. Saga úr hengirúmi í Afríku Það er óhætt að segja að Guðný láti ekki gott ævintýri framhjá sér fara en í lok sumarsins 2017 var hún að vinna hjá Sigurgörðum í Borgar- firði og hitti þá Katrínu vinkonu sína. Katrín var þá á leið til Afríku og spyr Guðnýju hvort hún vilji ekki koma með sér? Þremur vikum síðar hittust þær vinkonurnar í Tansaníu og ferðuðust saman til Malaví og svo til Sambíu þar sem vinkonurnar lentu í mjög sérstökum aðstæðum eina nóttina. „Við vorum þarna í bakpokaferð og því að ferðast frek- ar ódýrt. Við vorum með hengirúm sem við fengum að hengja upp á gististöðum í staðinn fyrir að borga fyrir tjald eða herbergi. Þegar við vorum nýkomnar til Sambíu fórum við á hótel lengst inni í þjóðgarði í skóginum við ánna. Þar fengum við leyfi til að setja upp hengirúm- in okkar, sem við gerðum og fórum að sofa. Ég vakna svo um nóttina og ætla að fara að pissa en ég heyri að einhver er fyrir utan. Ég gerði ráð fyrir að þetta væri öryggisvörður en þeir eru alltaf á ferðinni. Ég ákvað að bíða þar til hann væri farinn en svo virtist hann ekkert ætla að fara. Ég lít þá í áttina að honum og sé að þarna bara við hliðina á mér er ekki Býður upp á jógahelgar í Borgarfirði og safaríferðir í Sambíu Rætt við Borgfirðinginn Guðnýju Vilhjálmsdóttur um jóga og ferðalög um heiminn Guðný og Alvin í þjóðgarðinum við Viktoríufossa, sem eru stærstu fossar í Afríku og eru við landamæri Sambíu og Simbabve. Það má sjá nashyrninga í bakgrunni. Guðný og Katrín í Devils pool við Viktoríufossa. Veiðihúsið við Þverá. Útsýnið úr sánabaðinu í veiðihúsinu. Notaleg stemning í veiðihúsinu við Þverá. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.