Skessuhorn - 26.02.2020, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 202022
Síðastliðinn fimmtudag var boð-
ið upp á kaffihús í rýminu framan
við Tjörn á hjúkrunar- og dvalar-
heimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi.
Íbúum Brákarhlíðar ásamt gestum
og gangandi bauðst að koma við og
eiga huggulega stund í góðum fé-
lagsskap og gæða sér á kökum og
brauðtertum. Vignir Helgi Sigur-
þórsson spilaði og söng gamla slag-
ara. Gestir, íbúar og starfsfólk væru
hæstánægðir með framtakið og vel
var mætt. Meðfylgjandi myndir
voru teknar við þetta tilefni. mm
Ársþing Knattspyrnusambands Ís-
lands var haldið í Klifi í Ólafsvík
um síðustu helgi, það 74. í röðinni.
Að loknum þingstörfum fór lokahóf
þingsins fram en þar voru veittar
ýmsar viðurkenningar. Var Lúðvík
S. Georgssyni færður Heiðurskross
KSÍ fyrir störf sín en líf hans hef-
ur verið samofið knattspyrnunni og
knattspyrnuhreyfingunni frá unga
aldri. Einnig voru fjórar landsliðs-
konur heiðraðar fyrir að hafa náð
þeim árangri að leika 100 landsleiki
með A landsliðinu. Það voru þær
Sara Björk Gunnarsdóttir, Hall-
bera G. Gísladóttir, Fanndís Frið-
riksdóttir og Rakel Hönnudóttir.
Þær stöllur eiga þó alveg örugglega
eftir að bæta mun fleiri landsleikj-
um í safnið enda enn í eldlínunni.
Fleiri viðurkenningar voru veittar
og hlaut Völsungur jafnréttisverð-
laun KSÍ, FH dómaraverðlaun KSÍ
og Ungmennafélag Langnesinga
hlaut grasrótarverðlaun KSÍ.
Í tengslum við ársþingið tilkynnti
KSÍ þá ákvörðun sína að gera kröfu
um að hlutfall kvenna verði að
minnsta kosti 30% í stjórnum og
nefndum innan KSÍ innan tveggja
ára. Þingið þótti hafa heppnast
mjög vel og allir sem komu að því
og þinggestir ánægðir með hvernig
til tókst bæði hvað varðar skipulag,
gistingu og annan aðbúnað í Snæ-
fellsbæ. Í tengslum við svona þing
þarf að fara fram mikil og góð und-
irbúningsvinna en í undirbúnings-
nefnd fyrir Víking Ólafsvík voru
þau Ólafur Hlynur Steingrímsson,
Hilmar Hauksson og Sigrún Ólafs-
dóttir og voru þeim færðar þakkir
fyrir sitt framlag. þa
Samtök iðnaðarins vilja koma á
framfæri staðreyndum um sölu á
upprunaábyrgðum raforku úr landi
í kjölfar þess að forstjóri Landsvirkj-
unar beindi spjótum sínum að sam-
tökunum þar sem gætir misskiln-
ings í málflutningi. „Það er mat
SI að með sölu upprunaábyrgða úr
landi sé ímynd Íslands sem lands
endurnýjanlegrar orku teflt í tví-
sýnu en samkvæmt opinberum töl-
um um orkusamsetningu mætti ætla
að hér á landi væri uppruni raforku
55% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarn-
orka og einungis 11% endurnýjan-
leg orka þegar staðreyndin er sú að
99,9% raforkuframleiðslunnar er
endurnýjanleg orka,“ segir í frétt
Samtaka iðnaðarins.
„Afstaða SI til sölu uppruna-
ábyrgða úr landi hefur verið skýr
um árabil og lýtur sú afstaða að
heildarhagsmunum enda eru það
skýrir hagsmunir allra félagsmanna
Samtaka iðnaðarins og raunar út-
flutningsgreina almennt að sam-
keppnisforskot Íslands sem land
endurnýjanlegrar orku sé tryggt.
Samtökin taka undir sjónarmið þá-
verandi iðnaðarráðherra árið 2016
um að brýnt sé að staðinn sé vörður
um þá ímynd og staðreynd að á Ís-
landi sé eingöngu framleidd og seld
endurnýjanleg orka. Lausnin felst í
því að hætta sölu upprunaábyrgða
úr landi. Þannig er ímynd Íslands
ekki teflt í tvísýnu.“
Árið 2016 gaf atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið út skýrslu
um upprunaábyrgðir í íslensku
samhengi. Í skýrslunni var á það
bent að sala upprunaábyrgða úr
landi geti skaðað ímynd Íslands,
þ.e. þá ímynd að orkuframleiðsla
landsins sé hrein og endurnýjanleg
(og þar með orkunotkun). Í frétt
ráðuneytisins sagði: „Ef markmið
stjórnvalda er að tryggja ímynd Ís-
lands og að framsetning á raforku-
sölu á Íslandi sé með þeim hætti að
hér sé eingöngu framleidd og seld
endurnýjanleg raforka, þá virð-
ist sala orkufyrirtækja á uppruna-
ábyrgðum úr landi ekki samræmast
því markmiði.“ Samkvæmt því var
mat þáverandi iðnaðarráðherra að
mikilvægt væri að í eigendastefnu
þeirra orkufyrirtækja sem eru í eigu
hins opinbera verði lögð áhersla á
mikilvægi þess að standa vörð um
þá ímynd að á Íslandi sé eingöngu
framleidd og seld endurnýjanleg
orka, og það sé hluti af markaðs-
setningu Íslands og íslenskra fyrir-
tækja, sem og almennri orkustefnu.
Samtök iðnaðarins hafa árlega frá
2016 varað við hættunni sem felst í
því að selja upprunavottun raforku
úr landi. „Af hverju að selja græna
ímynd frá okkur fyrir brotabrot af
árlegum hagnaði orkufyrirtækja,“
hefur verið spurt. mm
Boðið á kaffihús
í Brákarhlíð
Guðni Bergsson forseti KSÍ í ræðustól.
Vel heppnað Ársþing KSÍ í Ólafsvík
Horft yfir salinn í Klifi.
Vilja að hætt verði sölu
upprunaábyrgða úr landi