Skessuhorn


Skessuhorn - 26.02.2020, Qupperneq 24

Skessuhorn - 26.02.2020, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 202024 Það var bókstaflega allt á fullu í Kallabakaríi á Akranesi á mánu- dagsmorgun þegar blaðamaður Skessuhorns leit við. Staðið var við öll borð og sett á vatnsdeigsboll- ur sulta, rjómi og glassúr. Fram- leiðslunni var svo ekið í fyrirtæki og stofnanir, auk þess sem til sölu var í bakaríinu. Að sögn Alfreðs Karlssonar bakara mættu fyrstu fimm bakararnir á vakt klukkan 1:30 um nóttina og síðan bættust fleiri við undir morgun. Alfreð seg- ir að á bolludaginn hafi verið fram- leiddar 4000 bollur, um tvö þúsund á sunnudeginum og annað eins á laugardeginum. Helgina áður var hins vegar byrjað á bollubakstrin- um því margir vilja taka bolludag- inn snemma, eða öllu heldur bollu- vikuna. Meðfylgjandi myndir tala sínu máli. mm Laugardaginn 29. febrúar kl. 13.00 verður opnuð sýning í Hallsteins- sal í Safnahúsi Borgarfjarðar sem ber yfirskriftina „Landslag væri lítils virði...“ Á sýningunni verða landslagsmyndir úr safneign Lista- safns ASÍ eftir Ásgrím Jónsson, Jón Þorleifsson og Jón Stefánsson auk verks í eigu Nýlistasafnsins eftir hollenska listamanninn og Íslands- vininn Douwe Jan Bakker. Verk Douwe Jan Bakker (1943-1997) ber heitið ,,A Vocabulary Sculpture in the Icelandic Landscape‘‘ - Þrí- víddarorðasafn í íslensku landslagi frá 1976-77 og samanstendur af 72 ljósmyndum af ákveðnum þáttum úr landslagi og jarðfræði Íslands. Douwe Jan Bakker kynntist fyrst íslenskum myndlistarmönn- um (SúM-urum) í Amsterdam um 1970. Hann tók miklu ástfóstri við Íslandi og íslenska menningu og kom margar ferðir hingað til lands bæði til að sýna og til að vinna hér verk. Honum var umhugað um með hvaða hætti íslenskt landslag endurspeglaði eitthvað sem kalla mætti persónueinkenni íslensku þjóðarinnar. Hann var djúpt snort- inn af sterkum rótum menningar- innar í umhverfinu, í sjálfu land- inu. Verkið á sýningunni snýst um tengsl tungumálsins - orða, heita og hugtaka - við landslagið. Landslagsmálverkin á sýning- unni, olíumálverk og ein vatnslita- mynd, eru hluti af stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ. Þau eru eftir Ásgrím Jónsson (1876-1958), Jón Stefánsson (1881-1962) og Jón Þorleifsson (1891-1961) og flest unnin í Borgarfirði á fyrri hluta síð- ustu aldar. Sýningarstjóri er Elísa- bet Gunnarsdóttir safnstjóri Lista- safns ASÍ. Hallsteinssalur er í Safnahúsinu að Bjarnarbraut 4-6 í Borgarnesi. Opið er til kl. 17.00 á opnunardag- inn og eftir það 13.00-18.00 virka daga og 13.00 - 17.00 um helgar. Ókeypis aðgangur er að sýningunni en söfnunarbaukur er á staðnum. mm Árshátíð miðstigs Grunnskóla Snæ- fellsbæjar var haldið í félagsheim- ilinu Klifi síðastliðinn fimmtudag. Þar sýndu börnin leikritið Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magna- son fyrir fullu húsi gesta. Alls tóku 55 börn þátt í leikritinu og að sögn kennara tók undirbúningurinn um einn mánuð og föndruðu börnin ásamt kennurum leikmuni. Leikritið Blái hnötturinn hefur verið þýtt á um 30 tungumál en það fjallar um að lengst úti í geimnum búa ótal börn sem fullorðnast ekki. Þetta eru eiginlega villibörn því eng- inn segir þeim fyrir verkum. Börn- in sofna þar sem þau verða þreytt og borða þegar þau eru svöng, en leika sér þar sem þeim dettur í hug. Eitt kvöldið þegar Brimir og Hulda eru stödd í Svörtufjöru birtist stjarna á himni sem stefnir beint á þau! Stjarnan lendir í fjörunni með mikilli sprengingu en í reyknum mótar fyrir skuggalegri veru sem starir út í myrkrið. Þá hefst hættu- legt ævintýri sem leiðir börnin um myrka skóga, djúpa dali og loftin blá. Reynir þá sem aldrei fyrr á vin- áttu og ráðsnilld barnanna á bláa hnettinum. Meðfylgjandi mynd var tekin á sýningu miðstigs GSNB á fimmtudaginn. af Í gær voru gerðar gasmælingar við Eldvörpin á Reykjanesskaga. Slík- ar mælingar eru nú gerðar vikulega sem hluti af viðbragði vegna land- riss við Þorbjörn. Breytinga hefur orðið vart og vilja Veðurstofan og Almannavarnadeild Lögreglunn- ar vara við hellaskoðun á svæð- inu en mælingar sýndu lífshættu- leg gildi á koltvísýringi og súrefn- isleysi í helli. Margir hellar eru á svæðinu, en hellirinn sem um ræð- ir er við bílstæði þar sem vinsælt er að leggja upp í skoðun á Eld- vörpunum. Enghlish: Yesterday gasses were measured near the volcanic cones and craters at Eldvörp on the Reykjanes pen- insula. Gas levels are now monito- red and weekly measurements are carried out as a part of the cont- ingency plan implemented in res- ponse to unrest and uplift of gro- und around the MT. Thorbjörn. Changes in gas levels have been de- tected. The Icelandic MET Office and the Department of Civil Pro- tection and Emergency Manage- ment and strongly advice aga- inst visiting and exploring caves in the area. Yesterday’s measure- ments shoved deathly levels of car- bon dioxide (CO2) and lack of ox- ygen in a cave. Numerous caves are in the area, the cave in question is close to a parking lot that is a po- pular stop to embark on exploring the volcanic cones and craters. Líf og fjör á bolludeginum í Kallabakaríi Landslag væri lítils virði... Opnuð sýning landslagsmynda úr safneign Listasafns Íslands Miðstig GSNB sýndi Bláa hnöttinn Varað við hellaskoðun á Reykjanesi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.