Skessuhorn - 26.02.2020, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 202030
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Ætlar þú að fá þér saltkjöt
og baunir í dag?
Spurni g
vikunnar
(Spurt á sprengidaginn á Akranesi)
Emelía Elín Magyar
„Ég ætla að fá mér saltkjötið en
má ekki borða baunirnar“
Guðmundur Hannesson
„Já, er á leiðinni í það“
Sigvaldi Loftsson
„Já“
Breki Harðarson og Friðrika
Ína Hjartardóttir
Breki: „Nei, held ekki“
Friðrika Ína: „Örugglega ekki“
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Hlutverk og ábyrgðarsvið:
• Ber ábyrgð á íþrótta-, æskulýðs- og tómstunda-
málum í Snæfellsbæ
• Hefur umsjón með íþróttamannvirkjum í Snæfellsbæ
og sér um starfsmannahald í íþróttahúsi, sundlaug
og félagsmiðstöð
• Fjárhagsáætlanagerð og fjárhagslega umsýsla
• Skipulag hátíða á vegum Snæfellsbæjar í samvinnu
við markaðs- og kynningarfulltrúa
• Situr fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar og
ungmennaráðs
• Stendur einstaka vaktir í íþróttahúsi og sundlaug
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Æskilegt að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hafi
háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af sambærilegum verkefnum
• Reynsla af stjórnun verkefna og starfsmannahalds
• Frumkvæði og metnaður er kostur
• Reynsla og þekking á stjórnsýslu og málefnum
sveitarfélaga er kostur
• Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
• Góð almenn tölvukunnátta
Snæfellsbær óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í 100% starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Viðkomandi þarf að hafa þekkingu, reynslu og áhuga á íþrótta- og æskulýðsmálum, forvörnum og ungmennastarfi.
Við hvetjum alla, óháð kyni, til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar nk.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, eigi síðar en 1. apríl.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu.
Umsækjendur eru beðnir að senda umsókn á neðangreind
netföng. Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur
fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsækjendur eru beðnir að
tilgreina a.m.k. tvo umsagnaraðila í umsókn sinni.
Öllum umsóknum verður svarað. Snæfellsbær áskilur sér rétt
til að taka eða hafna öllum umsóknum.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, kristinn@snb.is
Lilja Ólafardóttir, bæjarritari, lilja@snb.is
Snæfellsbær | Klettsbúð 4 | 433 6900 | snb.is
Opin fundur undir yfirskriftinni
„Gerum Ísland heilt á ný - kvót-
ann heim,“ var haldinn á Sker res-
taurant í Ólafsvík síðastliðinn laug-
ardag. Þokkalega var mætt á fund-
inn en að honum stóðu Gunn-
ar Smári Egilsson blaðamaður og
Ögmundur Jónasson fv. ráðherra.
Gunnar Smári fjallaði um kvóta-
kerfið en hann talar fyrir róttækri
uppstokkun á því og að kvóta verði
skilað heim í byggðir landsins. Var
Kristinn Jón Friðþjófsson fenginn
til að segja frá því hvernig veiðum
var háttað áður en kvótakerfið var
sett á. Miklar umræður sköpuðust
á fundinum og ekki allir sammála
um málefnið eins og við var að bú-
ast.
þa
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu-
kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni
á Akranesi, komst ekki í gegnum
niðurskurðinn á fyrsta móti ársins
á Evrópumótaröðinni sem hófst í
Ástralíu á fimmtudag.
Gengi Valdísar var upp og ofan
báða hringina sem hún spilaði í
mótinu. Fyrri hringnum lauk hún
á fimm höggum yfir pari og þeim
síðari á fjórum yfir pari. Samtals lék
hún því á níu yfir pari og komst ekki
í gegnum niðurskurðinn í mótinu.
kgk
Eftir fjögurra stiga tap gegn sterku
liði Vestra í Borgarnesi síðastið-
inn fimmtudag léku Skallagríms-
menn aftur í 1. deild karla í körfu-
knattleik á mánudaginn þegar þeir
tóku á móti liði Selfyssinga. Borg-
nesingar voru betri framan af fyrri
hálfleik, en þá var komið að Sel-
fyssingum að leiða leikinn. Spenna
var á lokamínútunum en að end-
ingu fór svo að gestirnir höfðu sjö
stiga sigur, 78-85.
Skallagrímsmenn voru miklu
betri í upphafi leiks. Þeir skoruðu
fyrstu ellefu stig leiksins og héldu
Selfyssingum stigalausum fyrstu
fimm mínútur. Gestirnir skoruðu
aðeins ellefu stig í upphafsfjórð-
ungnum gegn 26 stigum Borg-
nesinga. Taflið snerist við í öðrum
fjórðungi. Borgnesingar áttu erf-
itt uppdráttar og skoruðu bara 13
stig í leikhlutanum. Selfyssingar
minnkuðu muninn jafnt og þétt og
komust síðan yfir á lokamínútum
fyrri hálfleiks og leiddu í hléinu,
40-39.
Gestirnir höfðu yfirhöndina eftir
hléið, leiddu allan þriðja leikhlut-
ann en Borgnesingar gættu þess að
missa þá ekki of langt fram úr sér.
Selfoss hafði átta stiga forskot fyr-
ir lokafjórðunginn, 65-57. Borg-
nesingar voru ákveðnir í lokafjórð-
ungnum. Þeir minnkuðu muninn í
eitt stig en Selfyssingar sigu fram
úr að nýju. Aftur gerðu Borgnes-
ingar smá atlögu að forystu gest-
anna undir lokin, en komust ekki
nær en sem nam fimm stigum. Sel-
foss sigraði að lokum með sjö stiga
mun, 78-85.
Marinó Þór Pálmason var stiga-
hæstur Skallagrímsmanna í leikn-
um með 20 stig og sex fráköst.
Kenneth Simms skoraði 16 stig,
reif niður 20 fráköst og gaf sjö
stoðsendingar. Kristján Örn Óm-
arsson var með 16 stig og sex frá-
köst, Davíð Guðmundsson skoraði
tíu stig, Kristófer Gíslason skoraði
sjö stig, Isaiah Coddon var með
fjögur stig, Bergþór Ægir Rík-
harðsson skoraði þrjú og Hjalti Ás-
berg Þorleifsson skoraði tvö stig.
Christian Cunningham var at-
kvæðamestur Selfyssinga með 21
stig og 17 fráköst. Kristijan Vlado-
vic skoraði 20 stig og stal átta bolt-
um, Arnór Bjarki Eyþórsson var
með 16 stig, Maciek Klimaszewski
skoraði ellefu og Alexander Gager
var með tíu stig og sjö fráköst.
Skallagrímur situr í sjöunda sæti
deildarinnar með sex stig, tveimur
stigum meira en Sindri og Snæfell í
sætunum fyrir neðan en átta stigum
á eftir Selfyssingum. Skallagrímur
og Selfoss mætast aftur í deildinni
næstkomandi fimmtudagskvöld,
27. febrúar. Sá leikur verður spil-
aður á Selfossi.
kgk/ Ljósm. úr
safni/ Skallagrímur.
Frummælendurnir Ögmundur og Gunnar Smári.
Héldu fund um
kvótamál í Ólafsvík
Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur. Ljósm. úr safni.
Komst ekki áfram í Ástralíu
Tvö töp í vikunni