Skessuhorn - 26.02.2020, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRúAR 2020 31
Gleðilegt heilsuræktarár 2020
Morguntrimm • spinning • hádegispúl • átakstímar • sundleikfimi • leiðsögn í þreksal
Opið alla virka daga kl. 6.00 – 22.00 • Laugardaga og sunnudaga kl. 9.00 – 18.00
Verið velkomin
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi - www.borgarbyggd.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
02
0
Nýkrýndum bikarmeisturum
Skallagríms var kippt rækilega nið-
ur á jörðina síðastliðið miðviku-
dagskvöld, þegar liðið steinlá gegn
Íslandsmeisturum Vals á útivelli,
107-41. Keira Robinson, Emilie
Hesseldal og Maja Michalska gátu
ekki leikið með Skallagrími í leikn-
um, en þær hafa verið lykilmenn í
liði Borgnesinga í vetur og fasta-
menn í byrjunarliðinu. Hafði það
sitt að segja um úrslit leiksins.
Skallagrímskonur höfðu yfir-
höndina í upphafi leiks, komust
mest fjórum stigum yfir og leiddu
8-9 þegar fyrsti leikhluti var hálfn-
aður. Þá komust Valskonur yfir og
létu forystuna ekki af hendi það
sem eftir lifði leiks. Valur hafði 14
stiga forskot eftir upphafsfjórðung-
inn, 28-14 og liðið var komið 30
stigum yfir í hálfleik, 52-22.
Skallagrímskonur fundu sig eng-
an veginn í leiknum, skoruðu að-
eins átta stig í öðrum leikhluta, níu
í þeim þriðja og tíu í fjórða leik-
hluta. Á meðan skoruðu Valskonur
nánast að vild og forysta þeirra óx
jafnt og þétt allt til leiksloka. Þeg-
ar lokaflautan gall munaði hvorki
meira né minna en 66 stigum á lið-
unum. Valur sigraði með 107 stig-
um gegn 41 stigi Skallagríms.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var
atkvæðamest í liði Skallagríms með
17 stig og níu fráköst. Gunnhildur
Lind Hansdóttir skoraði tólf stig
og tók sex fráköst, Árnína Lena
Rúnarsdóttir var með sex stig, Ingi-
björg Rósa Jónsdóttir skoraði fjög-
ur stig og Mathilde Colding-Poul-
sen skoraði tvö.
Helena Sverrisdóttir skoraði 27
stig fyrir Val og tók fimm fráköst.
Kiana Johnson var með 16 stig,
sex stoðsendingar, fimm fráköst og
fimm stolna bolta. Dagbjört Dögg
Karlsdóttir skoraði 14 stig og þær
Hallveig Jónsdóttir og Dagbjört
Samúelsdóttir skoruðu tólf stig
hvor.
Skallagrímskonur hafa 24 stig í
fjórða sæti deildarinnar, jafn mörg
og Keflvíkingar í sætinu fyrir neð-
an en tveimur stigum á eftir Hauk-
um. Skallagrímur og Haukar áttu
að mætast síðastliðinn laugardag,
en leiknum var frestað til 1. mars
vegna veikinda sem herjuðu á leik-
mannahóp Skallagríms. Borgnes-
ingar leika því næst gegn Grinda-
vík á útivelli í kvöld, miðvikudaginn
26. febrúar.
kgk/ Ljósm. Skallagrímur.
Skagamenn unnu nauman sigur á
liði Hrunamanna þegar liðin mætt-
ust í 2. deild karla í körfuknattleik á
föstudagskvöld. Leikið var á Akra-
nesi. Eins mjótt var á mununum og
hægt er, því þegar lokaflautan gall
höfðu Skagamenn skorað 80 stig
gegn 79 stigum gestanna og fóru
því með eins stigs sigur af hólmi.
Eftir leikinn situr ÍA í tíunda sæti
deildarinnar með tíu stig. Liðið
hefur fjögurra stiga forskot á Leikni
R. en er tveimur stigum á eftir Stál-
úlfi og Njarðvík B í sætunum fyr-
ir ofan. Næst leikur ÍA gegn Val B
á útivelli föstudaginn 28. febrúar
næstkomandi.
kgk/ Ljósm. úr safni/ jho.
Snæfellingar máttu játa sig sigraða
gegn Hamri, 108-79, þegar lið-
in mættust í 1. deild karla í körfu-
knattleik á föstudagskvöld.
Snæfellingar voru öflugri í upp-
hafi leiks, komust í 4-11 en þá tóku
heimamenn við sér. Þeir náðu for-
ystunni í stöðunni 18-17 og leiddu
með fjórum stigum eftir fyrsta leik-
hluta, 29-25. Snæfellingar byrjuðu
betur í öðrum fjórðungi. Þeir kom-
ust yfir í stöðunni 31-32 áður en
Hvergerðingar náðu forystunni að
nýju. Um miðbik leikhlutans náðu
heimamenn yfirhöndinni í leikn-
um og stjórnuðu ferðinni eftir það.
Hamar leiddi með 15 stigum í hálf-
leik, 61-46.
Snæfellingar náðu nokkrum
sinnum að minnka muninn í ná-
lægt tíu stigum í þriðja leikhluta,
en komust ekki nær. Hamar leiddi
með 13 stigum eftir þrjá leikhluta,
79-66 og þeir juku forskot sitt jafnt
og þétt í lokafjórðungnum. Þeg-
ar lokaflautan gall höfðu Ham-
arsmenn skoraði 108 stig gegn 79
stigum Snæfellinga.
Ísak Örn Baldursson var at-
kvæðamestur í liði Snæfells með
20 stig og sjö fráköst. Brandon Ca-
taldo skoraði 17 stig og tók ellefu
fráköst, Aron Ingi Hinriksson var
með 16 stig, Guðni Sumarliðason
skoraði tólf stig, Benjamín Ómar
Kristjánsson var með sjö stig, Vikt-
or Brimnir Ásmundarson fjögur og
Eiríkur Már Sævarsson þrjú.
Ragnar Jósef Ragnarsson var at-
kvæðamestur heimamanna með 24
stig, sex stoðsendingar og fimm
fráköst. Pálmi Geir Jónsson skor-
aði 22 stig og tók átta fráköst,
Björn Ásgeir Ásgeirsson var með
22 stig einnig og fimm stoðsend-
ingar, Michael Philips skoraði 19
stig og tók níu fráköst og Ísak Sig-
urðarson var með ellefu stig og
fimm stoðsendingar.
Snæfellingar verma botnsæti
deildarinnar með fjögur stig,
jafn mörg og Sindri í sætinu fyr-
ir ofan en tveimur stigum á eft-
ir Skallagrími. Næsti leikur Snæ-
fells er gegn Hetti á föstudaginn,
28. febrúar. Hann verður leikinn í
Stykkishólmi.
kgk
Snæfellskonur unnu góðan útisig-
ur á Breiðabliki, 77-91, þegar liðin
mættust í Domino‘s deild kvenna
í körfuknattleik á föstudag. Eftir
jafnan fyrri hálfleik tóku Snæfells-
konur stjórn leiksins í sínar hendur
í þeim síðari og sigruðu að lokum
örugglega.
Snæfell skoraði fyrstu sjö stig
leiksins en Breiðablik jafnaði met-
in snemma leiks. Eftir það fylgd-
ust liðin að og skiptust á að leiða.
Heimakonur voru tveimur stigum
yfir þegar upphafsfjórðungurinn
var úti, 24-22. Snæfellskonur jöfn-
uðu snemma í öðrum leikhluta og
náðu síðan fjögurra stiga forskoti.
Blikar náðu smá rispu um miðj-
an leikhlutann, komust stigi yfir
en Hólmarar áttu lokaorðið í fyrri
hálfleik og leiddu með fimm stigum
í hléinu, 38-43.
Snæfellskonur héldu nokkurra
stiga forskoti lengst af í þriðja leik-
hluta. Undir lok hans bættu þær
aðeins við forskot sitt og höfðu átta
stiga forystu fyrir lokafjórðung-
inn, 56-64. Þar juku þær forystuna
hægt en örugglega. Snæfell lék vel
í fjórða leikhluta og sigri liðsins
var aldrei ógnað. Lokatölur urðu
77-91, Snæfelli í vil.
Amarah Coleman var atkvæða-
mest í liði Snæfells með 30 stig og
fimm fráköst. Emese Vida skoraði
14 stig og tók 13 fráköst, Helga
Hjördís Björgvinsdóttir var með
tólf stig og sex fráköst, Gunnhild-
ur Gunnarsdóttir skoraði tólf stig
einnig og gaf fimm stoðsending-
ar, Veera Pirrtinen skoraði ellefu
stig, Anna Soffía Lárusdóttir var
með átta stig og þær Tinna Guð-
rún Alexandersdóttir og Rebekka
Rán Karlsdóttir skoruðu tvö stig
hvor.
Danni Williams átti stórleik í
liði Breiðabliks. Hún skoraði 38
stig og tók níu fráköst. Fanney
Lind Thomas skoraði ellefu stig
en aðrar höfðu minna.
Snæfell siglir lygnan sjó í sjötta
sæti deildarinnar með 14 stig, átta
stigum meira en Breiðablik en tíu
stigum á eftir Skallagrími. Næsti
leikur Snæfells er gegn Íslands-
meisturum Vals í Stykkishólmi í
kvöld, miðvikudaginn 26. febrú-
ar. kgk
Bikarmeistararnir
fengu skell
Eins stigs sigur ÍA
Amarah Coleman fór fyrir liði Snæfells sem vann góðan útisigur á Breiðabliki.
Ljósm. úr safni/ sá.
Tóku stjórnina í síðari hálfleik
Ísak Örn Baldursson var atkvæðamestur Snæfellinga í tapinu gegn Hamri.
Ljósm. úr safni/ sá.
Snæfell tapaði í Hveragerði