Skessuhorn - 24.06.2020, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 2020 11
FORSETAKOSNINGAR
AUGLÝSING UM SKIPAN Í
KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ
Við forsetakosningar laugardaginn 27. júní 2020
er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir:
Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (Menntaskólanum)
í Borgarnesi
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár.
Kjörfundur hefst kl. 9,oo og lýkur kl. 22,oo
Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár.
Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 20,oo
Lyngbrekkukjördeild í félagsheimilinu Lyngbrekku
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Hítarár.
Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 20,oo
Þinghamarskjördeild í félagsheimilinu
Þinghamri, Varmalandi
Þar kjósa íbúar í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð.
Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 22,oo
Brúaráskjördeild í félagsheimilinu Brúarási
Þar kjósa íbúar Hvítársíðu og Hálsasveitar.
Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 20,oo
Kleppjárnsreykjakjördeild í grunnskólanum
að Kleppjárnsreykjum
Þar kjósa íbúar Hvanneyrar, Andakíls, Bæjarsveitar, Lundarreykja-
dals, Flókadals og Reykholtsdals.
Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 22,oo
Vinsamlega athugið mismunandi tíma á lokun kjördeildanna.
Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga
að kjósa og hafa persónuskilríki með sér á kjörstað.
Á kosningavef Stjórnarráðs Íslands kosning.is geta kjósendur
kannaðhvar þeir eiga að kjósa og þar eru ýmsar upplýsingar
varðandi kosningarnar
Á kjördag verður kjörstjórn Borgarbyggðar með aðsetur
í Hjálmakletti í Borgarnesi. Sími hennar er 433-7708.
Kjörstjórn Borgarbyggðar
Snæfellsbær
Auglýsing um kjörfundi
vegna forsetakosninga
laugardaginn 27. júní 2020
Ólafsvíkurkjördeild:
Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum í Ólafsvík. Kosning hefst
kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00
Hellissands- og Rifskjördeild:
Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Hellissandi. Kosning hefst
kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00
Staðarsveitar- og Breiðuvíkurkjördeild:
Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Lýsuhóli. Kosning hefst
kl. 11:00 og stendur til kl. 20:00
Munið eftir persónuskilríkjum.
Yfirkjörstjórn Snæfellsbæjar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Á þjóðhátíðardaginn var Dagrún
Matthíasdóttir myndlistarmaður
með opið hús í gestavinnustof-
unni ArtAk350 í Grundarfirði og
sýndi olíumálverk þar sem fjal-
lendi frá heimahögum var í aðal-
hlutverki. Dagrún er Ísfirðingur
en er búsett á Akureyri þar sem
hún starfar í myndlist og kennslu.
Dagrún hefur víða komið við í
myndlistinni, haldið fjölmargar
einkasýningar og tekið þátt í sam-
sýningum listamanna bæði hér-
lendis og erlendis. Dagrún dvaldi
á gestavinnustofunni ArtAk350 í
vikutíma þar sem hún vann að list
sinni og hugmyndaöflun þar sem
hún sótti innblástur í umhverfið.
nokkur verka Dagrúnar eru til
sýnis í Sögumiðstöðinni og verða
fram eftir júlí samkvæmt upplýs-
ingum á facebook síðu Grundar-
fjarðarbæjar.
mm/ Ljósm. sm.
Menningarnefnd Snæfellsbæjar
valdi Skógræktarfélag Ólafsvíkur
sem Snæfellbæing ársins 2020. Val-
ið var tilkynnt á þjóðahátíðardag-
inn, en félagar í skógræktarfélaginu
hafa unnið gott starf undanfarin ár
á svæði félagsins í Réttarskógi. Það
var Hilmar Már Arason gjaldkeri
félagsins sem tók við viðurkenn-
ingu menningarnefndar, en á með-
fylgjandi mynd er hann ásamt Erlu
Gunnlaugdóttur formanni menn-
ingarnefndar og Ragnheiði Víg-
lundsdóttur, en Vagn Ingólfsson
er formaður Skógræktarfélagsins.
Snæfellbæingur ársins er útnefndur
hvert ár á þjóðhátíðardeginum.
af
Á undanförnum vikum og misser-
um hefur í vaxandi mæli orðið vart
við truflanir á farsímasambandi á
höfuðborgarsvæðinu og víðar sem
tengist bilun í örbylgjuloftnetum.
Loftnetin voru notuð til að dreifa
Fjölvarpinu fram til 2017 þegar
þeim útsendingum var hætt. Á það
meðal annars við um Akranes. Ör-
bylgjuloftnetin eru enn víða á hús-
um og ef þau eru enn í sambandi
við rafmagn veldur það truflunum
á farsímasambandi í og við þau hús.
Dæmi um truflanir af þessum or-
sökum eru minni gæði á talsam-
bandi farsíma, SMS komast ekki til
skila í fyrstu tilraun, símtöl ná ekki
í gegn í fyrstu tilraun og þau slitna,
streymi er hægt og höktir auk þess
sem almenn netþjónusta og gagna-
flutningur er hægur.
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS)
hefur m.a. það hlutverk að vakta
truflanir á fjarskiptum, taka við
kvörtunum og grípa til aðgerða
þegar þörf er á. Stofnunin mun
í samstarfi við fjarskiptafélögin
nova, Símann og Vodafone í júní
og júlí standa fyrir átaki til að finna
þessar truflanir, og vinna bug á
þeim. Talið er að allt að 20-30 þús-
und loftnet á höfuðborgarsvæðinu
og í nágrannasveitarfélögum geti
verið að valda truflun og er verk-
efnið því viðamikið. „Til að kom-
ast fyrir þessa truflun sem fyrst og
Truflanir á farsímasambandi vegna örbylgjuloftneta
á sem skemmstum tíma biðlum við
til húseigenda á þessum svæðum að
ganga í lið með okkur við að upp-
ræta truflunina. Það er hægt að
gera með þeim einfalda hætti að
kanna fyrst hvort örbylgjuloftnet
sé að finna á húsum og ef svo reyn-
ist, þarf að finna út úr því hvort þau
séu enn þá tengd rafmagni og taka
spennugjafa þeirra úr sambandi ef
svo er,“ segir í tilkynningu frá PFS.
PFS hefur sett upp sérstaka leið-
beiningasíðu á vef stofnunarinnar
þar sem hægt er að nálgast upp-
lýsingar um búnaðinn og hvernig
hann skal aftengdur: https://www.
pfs.is/fjarskipti/tidnir-og-taekni/
truflanir/truflanir-a-farsimasam-
bandi-af-voldum-orbylgjuloftneta/
mm
Skógræktarfélag Snæfellsbæjar
er Snæfellsbæingur ársins
Dagrún sýndi í Grundarfirði