Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Síða 24

Skessuhorn - 24.06.2020, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 202024 Sumarið 2019 var Skagakon- an Vera Knútsdóttir að byrja að sauma barnaföt þegar hún fann að það vantaði úrval af lífrænt vottuð- um efnum hér á landi. Hún ákvað því að taka málin í eigin hendur og byrja að flytja inn efni. Hún opn- aði svo vefverslun undir nafninu Litla músin og selur þar bæði efni og heimasaumuð barnaföt. „Það er eitthvað til af lífrænt vottuðum efn- um á Íslandi en úrvalið fannst mér frekar lítið. Ég ákvað því að bæta úr því og flyt inn efni í hæsta gæða- flokki en ég hef verið að flytja inn efni frá Finnlandi og er núna að bíða eftir sendingu af efnum með Múmín myndum frá norsku fyrir- tæki,“ segir Vera. Sjálfbær framleiðsla Hugsjón Veru með vefversluninni er að vera fyrst og fremst með líf- ræn efni eins og bómul og bamb- us en einnig önnur efni sem þá eru unnin úr endurunnum efnum. „Ég vil bara vera með efni sem eru sjálf- bær og ég vil að hægt sé að ganga að því vísu að gæðin séu mikil og efn- in öll umhverfisvæn. Ég gæti þess líka að öll keðjan í framleiðslunni sé jákvæð og að sá sem til dæmis tínir bómulinn fái sanngjörn laun. Mér þykir mikilvægt að um sé að ræða sanngjarna framleiðslu, mikil gæði og umhverfisvæn efni,“ seg- ir Vera. Vefverslunin var upphaf- lega bara gæluverkefni sem hef- ur undið uppá sig en í samkomub- anninu jókst salan töluvert. „Ég hef alltaf ætlað með að hafa þetta bara sem vefverslun og ég var því komin á netið áður en samkomub- annið kom á meðan aðrar verslanir voru það kannski ekki. Það hefur því verið töluvert að gera hjá mér,“ segir hún ánægð. Saumar eftir pöntunum Auk þess að selja efnin saumar Vera barnaföt og selur. Hægt er að sjá hvernig barnaföt hún er með í vef- versluninni og panta. „Ég get líka tekið að mér sérpantanir ef fólk er með eitthvað ákveðið í huga sem það vill. Það hefur til dæmis verið vinsælt að fá mig til að sauma eitt- hvað ákveðið fyrir sængurgjafir, þá er engin annar sem á alveg eins, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Vera. Aðspurð segist hún vera með ágætt úrval af allskonar efnum. „Þetta er kannski mest fyrir barnaföt en ég er að vinna í að taka inn efni sem henta öðrum aldurshópum,“ segir hún. Ef fólk vill fá að finna hvern- ig efnin eru áður en þau eru pönt- uð er hægt að fara í Gallerý Snotru við Kirkjubraut á Akranesi og fá að skoða prufur. Vefverslunin er www. litlamusin.is en einnig er hægt að finna hana á Facebook. arg/ Ljósm. aðsendar Sýnishorn af þeim efnum sem hægt er að kaupa hjá Litlu músinni. Flytur inn og selur lífrænt vottuð efni og heimasaumuð barnaföt Vera Knútsdóttir. Sía Jowan, yngri dóttir Veru, situr fyrir í fötum sem Vera hefur saumað. Aliya Guðrún, eldri dóttir Veru, er einnig góð fyrirsæta fyrir mömmu sína.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.