Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 24.06.2020, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 24. JúnÍ 2020 31 Í þessari viku er spilað í 32ja liða úrslitum Mjólkur-bikarkeppni karla í knattspyrnu. Tvö Vestur- landslið eru í pottinum. ÍA mætir Kórdrengjunum á Framvellinum í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 24. júní klukkan 19:15. Víkingur Ólafs- vík tekur svo á móti nöfnum sín- um úr Reykjavík á Ólafsvíkurvelli klukkan 19:15 á morgun, fimmtu- dag. Sextán liða úrslit bikarmótsins hefjast svo þriðjudaginn 30. júní. mm CrossFit Ægir á Akranesi hefur tek- ið þá ákvörðun að hætta að borga fyrir nafnið CrossFit og verða frá og með deginum í dag undir nafn- inu ÆGIR – þeir fiska sem róa. Þetta segir í tilkynningu frá stöð- inni. Taka forsvarsmenn Ægis upp eft- ir öðrum innan CrossFit hreyfing- arinnar á heimsvísu að sýna sam- stöðu gegn kynþáttaníð. Heimsk- lassa íþróttafólk á borð við Katrínu Tönju, hraustustu konu heims 2015 og 2016, og Annie Mist, hraustustu konu heims 2011 og 2012, hafa for- dæmt ummæli Glassman og til að mynda hefur Katrín Tanja tilkynnt að hún muni ekki halda áfram að keppa á meðan rasismi dvelur inn- an hreyfingarinnar. Mikil ólga hefur verið í CrossFit heiminum í kjölfar þess að eigandi CrossFit, Greg Glassman, lét rasísk orð falla á Twitter reikningi sínum í garð George Floyd og „Black Lives Matter“ byltingarinnar. Glassm- an hefur sagt sig frá störfum en er engu að síður ennþá eigandi Cross- Fit. glh Ljósm/ úr safni. Metþátttaka var í Landsbanka- hlaupinu í Snæfellsbæ á 17. júní. Um 90 börn á ýmsum aldri tóku þátt. Breyting var á hlaupaleið- um frá því í fyrra og þrjár mislang- ar hlaupaleiðir sem lágu um götur Ólafsvíkur. Voru bæjarbúar hvattir til að fara út á götu og hvetja hlaup- ara þegar þeir fóru framhjá. Að lok- inni smá upphitun voru þátttakend- ur ræstir í hollum og eins og áður segir var metþátttaka og að hlaupi loknu fengu allir óvæntan glaðning. Var þetta góð byrjun á hátíðarhöld- um í tilefni þjóðhátíðardagsins. þa Íslandsmótinu í holukeppni 2020 í golfi lauk á sunnudaginn á Jað- arsvelli á Akureyri. Ólafía Þór- unn Kristinsdóttir úr GR og Axel Bóasson úr GK fögnuðu sigri eft- ir spennandi keppni í úrslitaleikj- unum. Þetta er í þriðja sinn sem Ólafía Þórunn sigrar á þessu móti og í annað sinn sem Axel vinnur Ís- landsmótið í holukeppni. Hákon Örn Magnússon GR og Axel Bóasson GK léku til úrslita í karlaflokki. Í kvennaflokki mætt- ust Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR og Eva Karen Björnsdóttir GR í úrslitum. Axel sigraði 1/0 gegn Hákoni eftir hörkuleik. Guðmund- ur Ágúst landaði þriðja sætinu með 4/3 sigri gegn Ólafi. Ólafía Þórunn sigraði 4/3 í úrslitaleiknum gegn Evu Karen. Ragnhildur sigraði Guðrúnu Brá 5/4. -fréttatilk Skallagrímskonum hefur borist öfl- ugur liðsstyrkur fyrir næsta keppn- istímabil í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik, því framherjinn Sanja Orozovic hefur gengið til liðs við lið Borgnesinga. Sanja lék með KR á síðasta tíma- bili þar sem hún skoraði 16,6 stig og tók 8,8 fráköst að meðaltali í leik. Þar áður lék hún með Breiða- bliki í Domino‘s deildinni, þar sem hún skilaði að meðaltali 20,6 stig- um í leik. Áður en Sanja kom til Íslands lék hún með félagsliðum í Serbíu, Slóveníu og Ungverja- landi. Sanja er 30 að aldri og hef- ur bæði ungverskt og serbískt ríkis- fang. „Ég mun gera allt mitt til að standa undir því trausti sem mér er sýnt, vinna leiki og ná markmiðum næsta vetrar. Ég hlakka til að koma í Skallagrím,“ segir Sanja. Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, kveðst afar ánægð að fá hana til liðs við Skalla- grím. „Ég hef lagt áherslu á að vinna skipulega að því að undirbúa næsta tímabil og það að fá Sanju til okkar er liður í þeim undirbúningi. Hún á eftir að hjálpa okkur mikið enda mjög öflugur leikmaður sem þekkir deildina vel eftir að hafa spilað hér á landi síðustu tvö ár. Ég er mjög ánægð og hlakka til að fá hana í Borgarnes,“ segir Guðrún. kgk Kári mætti Selfossi í fyrsta leik sum- arsins í 2. deild karla í knattspyrnu 17. júní síðastliðinn. Þjóðhátíðar- stemning var í Akraneshöll, þar sem leikurinn fór fram og áhorfendur nálægt 400 talsins. Leikurinn var líflegur því alls sjö mörk litu dagsins ljós, en því miður fyrir heimamenn skoruðu gestirnir fjögur þeirra og sigruðu að lokum 3-4. Það var rvoje Tokic sem kom Sel- fyssingum yfir á 14. mínútu leiksins en Andri Júlíusson jafnaði úr víta- spyrnu á 26. mínútu. Kenan Turu- dija kom gestunum í 1-2 á 35. mín- útu og þannig var staðan í hálfleik. Eggert Kári Karlsson jafnaði fyrir Kára á 52. mínútu en tíu mínútum síðar skoraði Tokic sitt annað mark og kom Selfyssingum yfir í þriðja sinn í leiknum. Hann var síðan aftur á ferðinni með marki úr vítaspyrnu á 66. mínútu leiksins. Eggert Kári minnkaði muninn þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma en það var of seint í rassinn gripið fyr- ir Káramenn sem máttu sætta sig við tap, 3-4, í fyrsta leik sumarsins. næsti leikur Kára er gegn Þrótti V. laugardaginn 27. júní næstkomandi. Hann verður leikinn í Vogunum. kgk/ Ljósm. Knattspyrnufélag Kára. Skagamenn heimsóttu FH-inga í Kaplakrikann á sunnudagskvöldið í annarri umferð Pepsí Max deild- arinnar í fótbolta. Hart var bar- ist strax á upphafsmínútum leiks og jafnræði með liðunum en hægt og rólega fóru heimamenn að síga framúr og gerðu öftustu línu Skagamanna erfitt fyrir. Engin mörk komu þó í fyrri hálfleik þrátt fyrir fín marktækifæri. Í síðari hálfleik kom mark strax á 51. mínútu. Heimamaðurinn Guð- mann Þórisson átti góða sendingu á liðsfélaga sinn Jónatan Inga Jóns- son sem kom á blússandi siglingu inn af kantinum og renndi bolt- anum framhjá Árna Snæ Ólafs- syni í marki Skagamanna. 1-0 fyrir heimamenn. Það leið ekki á löngu þar til annað mark bættist við. Á 57. mínútu komst Steven Lennon inn fyrir vörn Skagamanna og lagði boltann í markið og kom þann- ig heimamönnum í vænlega 2-0 stöðu. ÍA vaknaði aðeins til lífsins þeg- ar líða tók á leikinn og uppskar vítaspyrnu á 84. mínútu. Tryggvi Hrafn Haraldsson fór á punktinn, skilaði knettinum örugglega í net- ið og minnkaði muninn í 2-1. Ekki reyndist nægur tími fyrir Skaga- menn að jafna metin og FH-sigur því staðreynd. Hafnfirðingar eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og eru í þriðja sæti deildarinnar á meðan ÍA situr í 6. sæti. næsti leikur Skaga- manna er gegn Íslandsmeisturun- um í KR næstkomandi sunnudag. Sá leikur fer fram á Akranesvelli og hefst kl. 19:15. glh CrossFit Ægir tekur CrossFit úr nafninu sínu Fjölmenni í Landsbanka- hlaupinu í Snæfellsbæ Tap í Kaplakrikanum Tap í fjörugum fyrsta leik Íslandsmeistarar í holukeppni Bikarleikir framundan Sanja Orozoviz rífur niður frákast í leik KR og Snæfells síðasta vetur. Ljósm. sá. Sanja Orozovic í Skallagrím

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.