Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 11
ég fór í fjölmiðla- og stjórn- málafræði og þá má segja að ég hafi fyrst fundið almenni- legt frelsi. Engin pressa frá neinum. Fjölbreytt flóra af fólki með alls konar hugmynd- ir. Stjórnmálafræðinámið var þó ekki endilega fyrir mig þó ég hafi lært mikið af því svo ég dreif mig aftur í verk- fræðinámið en nú til Dan- merkur, í Danmarks Tekniske Universitet, og kláraði grunn- námið í verkfræði þar. Í kjöl- farið fór ég að vinna hjá Öss- uri í Frakklandi í tvö ár, svo hjá IBM í Danmörku og lauk loks mastersnámi við sama skóla í verkfræði.“ Í stanslausri leit Þarna segist Ásta hafa verið orðin fyrirtaks Dani og dugleg að nýta sér auðvelt aðgengi að löndunum í kring til að fara á skíði og skoða sig um. „Þetta var önnur veröld. Ég fann hvað það var hollt að kynnast nýju fólki og upplifa eitthvað nýtt. Um tíma lét ég eins og ekki væri nóg að gera í verk- fræðinni, og sótti um og fékk að vinna verkefni víða um heim, meðal annars í Taílandi og Malasíu fyrir háskólann. Ég fór í heimsreisu í hálft ár og var stanslaust í leit að ein- hverju meira. Frá trans-sí- berískri lestarferð í gegnum Síberíu frá Mongólíu, yfir til Vestur-Afríku, Benín – þar sem ég fékk óvænta heim- sókn frá vúdú-flokki og hélt að lífi mínu myndi mögulega ljúka – yfir í fallhlífarstökk við Lake Tapo á Nýja-Sjálandi og margra daga kajakferðir. Sífellt á spani. Leitandi að nýjum áskorunum.“ Það leið þó ekki á löngu þar til sú áskorun kom með hvelli. „Ég hafði áður sótt um styrk hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrir- tækinu McKinsey & Company fyrir Malasíuverkefnið mitt og til að fá hann þurfti ég að taka þátt í ritgerðarsam- keppni sem ég svo heppilega vann. Þannig fór að yfirmaður minn, aðstoðarforstjóri IBM í Danmörku og góður vinur, ýtti mér í viðtal og sagði að ef ég ætti kost á starfi en myndi ekki þiggja það, myndi hann reka mig. Þetta væri sá skóli sem ég þyrfti.“ Ásta vissi á þeim tíma lítið um fyrirtækið en ákvað að mæta í viðtalið. „Þá lendi ég í þessari sjö tíma þvottavél sem viðtalið var og er ráðin á staðnum. Þetta er þannig fyr- irtæki að það nánast yfirtekur líf þitt og þú vinnur mestallan sólarhringinn. Þeir fljúga þér á sunnudagskvöldi eða mánu- dagsmorgni á þann stað sem þú ert að fara að vinna á og þar eyðir þú vikunni með þínu teymi. Stundum var hrikalega gaman, stundum alls ekki, en þetta var frábær skóli.“ Bollaleggingar Þegar Ásta flutti loks heim til Íslands eftir 14 ára dvöl er- lendis var hún ekki ein. Metn- aðarfulli maðurinn úr MR hafði aftur skotið upp koll- inum. „Við Bolli höfðum verið í sambandi í gegnum árin. Eitt og eitt símtal eða kaffibolli þar sem við vorum aðallega að metast. Hann bjó í Japan á þessum tíma og ég hálf- partinn gerði mér upp ástæðu fyrir ferð til þess að heim- sækja hann,“ segir Ásta sem segist ekki hafa séð mennta- skólavin sinn sem tilvonandi eiginmann framan af heldur einhvern sem lifði í svipuðum heimi og hún sjálf og gat skilið hugarheim hennar. „Við vorum oft búin að tala um að ég myndi heimsækja hann þar sem hann bjó í Japan og ég á fleygiferð um heim- inn með McKinsey. Svo kom að því í lok sumars 2013. Ég þóttist auðvitað vera að heim- sækja aðra vini mína líka, Vinafólk foreldra minna benti mér á að ég gæti bara fundið einhvern efnaðan lækni sem gæti séð um mig. Þá gerðist eitthvað innra með mér. FRÉTTIR 11DV 15. JANÚAR 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.