Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 40
15. janúar 2021 | 2. tbl. | 112. árg.
dv.is/frettaskot askrift@dv.is 512 7000
SAND KORN
MYND/ERNIR
LOKI
Viltu
vinna
með mér?
Bjúrókratar hugsa
sér til hreyfings
Sextíu manns sóttu um
starf forsetaritara og eru
greinendur sammála um að
sjaldan hafi annar eins fjöldi
af vel hæfu fólki sótt um. Á
listanum mátti til dæmis sjá
Bergdísi Ellertsdóttur, sendi-
herra Íslands í Washington,
og Hrein Pálsson, næst-
ráðanda í sama sendiráði.
Þá sóttu einnig um Urður
Gunnarsdóttir, fyrrverandi
upplýsingafulltrúi í utan-
ríkisráðuneytinu, og Kristján
Guy Burgess, framkvæmda-
stjóri Samfylkingarinnar
og aðstoðarmaður Össurar
Skarphéðinssonar er hann
var utanríkisráðherra.
Ljóst er að forsetaritara-
staðan er eftirsótt og líklega
af mörgum öðrum ástæðum
en vegna launakjara. Í
tekjublaði DV 2019 segir að
Örnólfur Thorsson, frá-
farandi forsetaritari, hafi
verið með um 1,3 milljónir á
mánuði, sem er örlítið minna
en sendiherra í Washington
fær samkvæmt sama tekju-
blaði en sendiherrastöðum
fylgja einnig bitlingar á borð
við húsnæði og bíll til afnota
sem og væn staðaruppbót
vegna flutningaskyldu. Það
er því ljóst að forseti Íslands
er afar eftirsóknarverður
yfirmaður. n
MYND/STJORNARRADID.IS
Ármúla 10 568 9950 duxiana.is Háþróaður svefnbúnaður
Klæðskerasniðin
þægindi
15% afsláttur
af sérpöntunum
til 26. janúar
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING
á Hringbraut