Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 24
24 FÓKUS 15. JANÚAR 2021 DV Hressandi hugmyndir að betri hverfum Stytta af Kanye West, rennibraut í gegnum Breiðholt og löggur á hestbaki eru nokkrar af undarlegri hugmyndunum sem hafa borist í verkefnið Hverfið mitt á vegum Reykjavíkurborgar. B etri Reykjavík, sam-ráðsvefur Reykja-víkurborgar, er vett- vangur þar sem borgarbúar geta gefið álit sitt á hinum og þessum verkefnum og tekið þátt í stefnumótun. Nú hefur verið kallað eftir hugmyndum í verkefnið Hverfið mitt þar sem borgar- búar geta komið hugmyndum sínum um betra hverfi á framfæri. Við fljóta skoðun má merkja sameiginleg þemu milli hverfa. Íbúa langar í fleiri leiksvæði, ærslabelgi, betri aðstöðu fyrir hunda, bætt umhverfi og fegurri hverfi. Þar má þá einnig finna nokkr- ar óvenjulegar hugmyndir sem skera sig nokkuð úr. n Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is DANSPALLUR Ein hugmyndin er um upphitaðan danspall í Laugar- dalnum. Pallurinn væri í skjóli og þar væru líka hátal- arar. „Dans er ekki með neina aðstöðu í dag úti og er frábær forvörn og góð rækt. Það er fjöldi af fólki á öllum aldri að stunda dans en það er engin aðstaða sem er öllum opin.“ RÚM Í MIÐJUM LAUGARDALNUM Stutt og laggóð tillaga barst um rúm í miðjum Laugar- dal. Rökstuðningurinn var knappur og skýr: „Til þess að sofa.“ NEÐANSJÁVARGÖNG Á GRANDA Sú hugmynd hefur verið lögð fram að gera neðansjávargöng fyrir gangandi frá Granda að Hörpu. „Það væri mikil reynsla að geta skoðað sjávarlífið og umferð báta neðan frá og mögulega mætti bæta við lýsingu eftir þörfum og auka á upplifunina. Reykjavíkurhöfn yrði þannig „hringur” og nýir áfanga- staðir til.” STYTTA AF KANYE WEST Sú óhefðbundna hugmynd barst að reisa styttu af rapparanum Kanye West á Sundlaugartúni við Vesturbæjarlaug eða Landa- kotstúni við Vesturgötu. Rökin eru eftirfarandi: „Þetta myndi koma Vesturbæ í heimsfjölmiðla. Borgin gæti boðið hr. West og frú Kardashian West að vígja stytt- una þegar hún verður reist. Það mun leiða til þess að aðdáendur þeirra geri sér ferð til að skoða styttuna og þ.a.l. verða til þess að þetta væri menningarlegt tákn Vesturbæjar og jafnvel Íslands. Friðarsúlan er dæmi um verkefni sem tengist poppmenningu og hefur gengið gríðarlega vel og er þessi hugmynd ekki síðri en hún.” LEIÐIR FRÁ EFRA-BREIÐHOLTI YFIR Í NEÐRA Breiðhyltingum virðist umhugað um að fá nýjar leiðir til að ferðast milli Efra- og Neðra-Breiðholts en nokkrar ólíkar hugmyndir hafa borist um hvernig það sé fram- kvæmanlegt. Risarennibraut er ein hugmynd, zip-línur er önnur, þrekstigi er líka nefndur sem hugmynd og svo aparóla. STYTTA AF STELLU Í ORLOFI Einn vill sjá styttu af frú Stellu úr myndinni Stella í orlofi í Hæðargarði, en það var heimili hennar í myndinni. Rökin? „Bæði til gamans og til þess að sýna vinsælasta kvenkarakter í íslenskri kvik- myndasögu virðingu. Stella er goðsögn sem á skilið að fá styttu.“ LIFANDI BÓKASAFN Ein frumleg hugmynd er um það sem kallast lifandi bókasafn þar sem hægt væri að bóka samverustund með sögumanni eða -konu. Þetta væri gert til að minnka einmanaleika og rjúfa félagslega einangrun. „Opna aðstöðu og setja upp heimasíðu þar sem hægt er að bóka samverustund með sögumanni eða -konu, lifandi bókasafn.“ RÍFA SKUGGAHVERFIÐ Líklega mun róttæka hugmyndin að rífa Skuggahverfið eins og það leggur sig ekki ná fram að ganga. En sá sem stakk upp á því vill losna við það sem hann kallar „ljótustu blokkir Íslands“. „Þær eru lýti á borginni. Ef ekki er hægt að rífa þær, þá mætti alla vega gera þetta að almennilegri borgarmynd með landfyllingu hinum megin við Sæbrautina þar sem reistir yrðu jafnháir skýjakljúfar ætlaðir félagsíbúðum.“ „HOLLYWOOD“-SKILTI Í ÖSKJUHLÍÐ Ein hugmyndin lýtur að skilti í Öskjuhlíðinni að fyrir- mynd Hollywood-skiltisins í Bandaríkjunum, en hug- myndasmiði þykir Öskjuhlíðin eiga ýmislegt sam- eiginlegt með Hollywood. „Öskjuhlíðin er á margan hátt keimlík Hollywood-hæð. Í fyrsta lagi er einstakt útivistarsvæði að finna á báðum stöðum. Í öðru lagi er að finna útsýnispalla á báðum stöðum, Griffith Ob- servatory og svo í Perlunni. Í þriðja gnæfa bæði Holly- wood-hæð og Öskjuhlíð yfir borgarland og gefa þannig hinu daglega amstri uppbrot og veita lífinu lit. Það eina sem er ólíkt með þessum stöðum er sem stendur að það er ekkert skilti í Öskjuhlíð.“ LÖGGUR Á HESTBAKI Einn vill sjá lögreglumenn á hestbaki í miðbænum líkt og þekkist víða erlendis. „Fyrir utan gagnsemi þess til almennra lögreglustarfa þá væri það bara krúttlegt. Gott fyrir ímyndarsköpun lögreglunnar og gaman fyrir borgara og túrista.“ LITLA HAFPULSAN Einn vill sjá afsteypu af verki Steinunnar Gunnlaugs- dóttur, Litlu hafpulsunni, á áberandi stað við Tjörnina. „Verkið vakti gríðarlega athygli og umræðu. Hún vísar í söguna á húmorískan máta, því pulsan er hluti af matar-menningararfleifð okkar frá Danmörku þar sem hinnar frægu Hafmeyju H.C. Andersen er minnst með bronsstyttu við ströndina. Með þessu fögnum við ný- lenduarfleifð okkar og sköpum minnismerki sem með tímanum á eflaust eftir að verða vinsæll staður fyrir bæði heimamenn og ferðalanga að taka myndir af.“ GARÐSLÁTTUR Líklega er það íbúi hokinn af reynslu sem kom með þá hugmynd að banna hávaðasama vinnu og garðslátt á sunnudögum. Rökstuðningurinn var eftirfarandi: „Bara til að njóta sunnudaga án óþarfa hljóðmengunar.“ LAUGARDALUR BREIÐHOLT HÁALEITI OG BÚSTAÐIR HLÍÐAR VESTURBÆR MIÐBORG MYND/GETTY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.