Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 18
18 EYJAN
Á ÞINGPÖLLUM
Björn Jón
Bragason
eyjan@eyjan.is
Þ arna var farið yfir öll mörk,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í
samtali við Ríkisútvarpið í
kjölfar árásarinnar á Banda-
ríkjaþing í vikunni sem leið og
bætti við: „Þessi tíðindi vekja
auðvitað mikla undrun, væg-
ast sagt. Manni finnst ótrúlegt
að í landi hinnar miklu örygg-
isgæslu, á hæð sem á að vera
betur varin en flestir aðrir
blettir á jarðarkringlunni, geti
fólk ruðst inn án þess að lög-
reglumenn og aðrir bregðist
við, eins og maður skyldi ætla
að þeir myndu gera.“
Alþingi er friðheilagt
Atburðirnir í Washington í
liðinni viku hafa vakið ótal
spurningar og leitt marga til
umhugsunar um mikilvægi
þess að staðinn sé vörður
um löggjafarsamkundur og
aðrar grundvallarstofnanir.
Í stjórnarskrám ríkja eru
jafnan ákvæði um sérstaka
vernd þjóðþinga en í 36. gr.
stjórnarskrár lýðveldisins Ís-
lands segir að Alþingi sé frið-
heilagt. Enginn má raska friði
þess né frelsi og því er veitt
sérstök refsivernd sem útfærð
er í almennum hegningar-
lögum en þar segir í 1. mgr.
100. gr.: „Hver, sem ræðst á
Alþingi, svo að því eða sjálf-
ræði þess er hætta búin, lætur
boð út ganga, sem að því lýtur,
eða hlýðir slíku boði, skal
sæta fangelsi ekki skemur en
1 ár, og getur refsingin orðið
ævilangt fangelsi, ef sakir eru
mjög miklar.“ Árás á Alþingi
er því í flokki allra alvarleg-
ustu afbrota.
Þess finnast ekki mörg
dæmi að friðhelgi Alþingis
hafi þótt raskað, en þó má
rifja upp að meðan hátíðar-
fundur Alþingis stóð yfir
á Þingvöllum 28. júlí 1974
truflaði hópur manna fund-
inn með mótmælaaðgerðum
og þóttu þeir hafa brotið 36.
og 74. gr. stjórnarskrár. Þeim
voru þó dæmdar miskabætur
þar sem þeir voru í haldi lög-
reglu lengur en ástæða var til.
Ráðist á þingverði
og lögregluþjóna
Seinast var ákært fyrir brot
gegn 100. gr. hegningarlaga
árið 2010 en um var að ræða
refsimál sem höfðað var gegn
níu einstaklingum sem höfðu
ásamt hópi óþekktra manna
ruðst inn í Alþingishúsið
meðan á þingfundi stóð og
beitt þingverði ofbeldi.
Ákærðu voru í Héraðsdómi
Reykjavíkur sýknaðir af broti
gegn 1. mgr. 100. gr. Dómari
taldi ekkert í gögnum málsins
benda til þess að fyrir níu-
menningunum hefði vakað
að kúga Alþingi eða ráðast
á þingið með þeim hætti að
sjálfræði þess yrði hætta búin.
Fjórir hinnu níu ákærðu
voru aftur á móti sakfelldir
fyrir brot á 106. gr. hegning-
arlaga sem fjallar um árás á
opinberan starfsmann. Andri
Leó Lemarquis hlaut fjögurra
mánaða skilorðsbundinn fang-
elsisdóm fyrir að hafa meðal
annars veist að þingverði,
bitið lögregluþjón í höndina
og annan í öxlina. Þór Sigurðs-
son var dæmdur í 60 daga
skilorðsbundið fangelsi fyrir
að hafa hindrað þingvörð með
ofbeldi í að loka dyrum Al-
þingis. Þá var þeim Sólveigu
Önnu Jónsdóttur og Stein-
unni Gunnlaugsdóttur gerð
100 þúsund króna sekt hvorri
fyrir að hafa haldið þingverði
og komið þannig í veg fyrir
að hann gæti sinnt skyldum
sínum. Steinunn var að auki
dæmd fyrir að hafa óhlýðnast
fyrirmælum lögreglu.
Málinu var ekki áfrýjað. Í
yfirlýsingu frá hinum dóm-
felldu sagði að Alþingi væri
„smánarblettur á íslensku
samfélagi“ og að ritstjórar
helstu dagblaða landsins væru
„Göbbelsar íslensks ríkis og
alþjóðakapítals“. Svo mörg
voru þau orð.
Grjótkast á Alþingishúsið
Aðeins einu sinni hefur verið
sakfellt fyrir brot á 100. gr.
hegningarlaga. Það var með
dómi Sakadóms Reykjavíkur
1950 en sá dómur var að mestu
leyti staðfestur í Hæstarétti
tveimur árum síðar. Atvik
málsins voru þau að brotist
höfðu út átök á Austurvelli
30. mars 1949 við afgreiðslu
tillögu á Alþingi um inngöngu
í Atlantshafsbandalagið. Árás
var gerð á Alþingishúsið sem
talin var ógn við starfsfrið
þess og hefði sjálfræði þess
verið ógnað.
Alls voru 24 menn ákærðir
fyrir að eiga þátt í árásinni og
voru 20 þeirra sakfelldir. Sá
sem þyngstan dóm hlaut var
dæmdur til fangelsisvistar í
18 mánuði og þá voru fjórir
sviptir kjörgengi og kosn-
ingarétti. Í Hæstarétti voru
hinir sömu menn sakfelldir
en dómar sumra styttir.
Meðal hinna dómfelldu var
Jón Múli Árnason, faðir áður-
nefndrar Sólveigar Önnu.
Sannað þótti að mati Hæsta-
réttar að hann hefði kastað
steini í átt að varaliðsmönnum
lögreglu meðan upphlaupið
stóð sem hæst en sá steinn
hefði þó ekki hæft neinn
þeirra. Jón Múli hlaut sex
mánaða fangelsisdóm.
Engum refsidóma Hæsta-
réttar var nokkru sinni
fullnægt að undanskilinni
sviptingu kosningaréttar og
kjörgengis. Loks gáfu hand-
hafar forsetavalds hinum
dómfelldu upp sakir árið
1957.
Lífshættulegt ástand
Stefán Gunnar Sveinsson,
sagnfræðingur og blaðamað-
ur, ritaði bók um óeirðirnar
á árunum 2008 og 2009 sem
kenndar voru við búsáhöld.
Hann nefnir í bók sinni að
færa hefði mátt rök fyrir því
að taka hefði þurft harðar á
þeim hluta mótmælenda sem
fór fram með ofbeldi fyrr en
raunin varð. Í niðurstöðum
rannsóknar Stefáns Gunnars
segir að það hafi í reynd verið
mikil mildi að enginn úr hópi
lögregluþjóna eða mótmæl-
enda hefði látið lífið í óeirð-
unum – litlu hefði munað að
svo færi. n
Frá óeirðunum
í janúar 2009.
MYND/VILHELM
SKOÐANAPISTILL
15. JANÚAR 2021 DV
ÁRÁS Á ALÞINGI
Það varðar allt að lífstíðarfangelsi að ráðast á Alþingi. Aðeins einu
sinni hefur verið sakfellt á grundvelli 1. mgr. 100. gr. hegningarlaga.
Í yfirlýsingu frá hinum dóm-
felldu sagði að Alþingi væri
„smánarblettur á íslensku
samfélagi“ og að ritstjórar
helstu dagblaða landsins
væru „Göbbelsar íslensks
ríkis og alþjóðakapítals“.