Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 16
16 EYJAN
Erla Dóra
Magnúsdóttir
erladora@dv.is
15. JANÚAR 2021 DV
H jónaband á Íslandi er skilgreint sem hjúskapur tveggja ein
staklinga, óvígð sambúð
sömuleiðis. Píratar vilja
breyta þessu og stefna á að
leggja fram þingsályktunar
tillögu um breytingu á hjú
skaparlögum til að afnema
fjöldatakmarkanir í hjúskap
og sambúð. Þessi hugmynd
hefur vakið nokkra athygli og
telja margir að þarna séu Pír
atar að stefna að lögleiðingu
fjölkvænis hér á landi.
Björn Leví Gunnarsson
segir að hugmyndin sé ekki
að hrófla við klassískum hug
myndum um hjónaband heldur
afnema þær hugmyndir úr
lögum svo ráð sé gert fyrir
fjölbreyttara sambúðarformi
landsmanna.
Ekki einskorðað við tvo
„Ég bjóst svo sem við því
að þetta yrðið eitthvað mis
skilið. Ég er að hugsa þetta
meira sem aðskilnað laga
legs hjúskapar og líkam
legs hjúskapar. Hið opinbera
veitir ákveðin réttindi og þess
háttar til fólks með lagasetn
ingu og gerir þá ákveðnar
kröfur um skráningu á móti.
Það þýðir ekkert endilega að
þessar klassísku hugmyndir
sem við höfum um hjónaband
eigi við um það sem hið opin
bera fjalli um í lögum,“ segir
Björn. Vísar hann þar til þess
að persónuhögum einstakl
inga fylgi réttindi og skyldur.
Hjón eru með gagnkvæman
erfðarétt, hjón sem og ein
staklingar í skráðri sambúð
geta talið sameiginlega fram
til skatts, einstæðir foreldrar
njóta ákveðinna réttinda og
svo framvegis. Hins vegar
ættu þessi réttindi ekki að
vera einskorðuð við tvo
óskylda einstaklinga.
Kemur ekki við
Bendir Björn á að áður hafi
hjónaband verið skilyrt við
sambönd milli karls og konu
en því hafi nú verið breytt
þannig að það gildi um tvo
einstaklinga óháð kyni. Þess
ar hugmyndir hafi komið frá
vissu gildismati og samfélags
legum skilningi á hugmynd
inni um hjónaband.
„Þetta snýst meira um það
að aðskilja þennan skilning.
Fólk geti verið í klassískum
hjónaböndum í sínu lífsskoð
unar eða trúfélagi og það
komi hinu opinbera bara ná
kvæmlega ekkert við. Ef fólk
vill fylgja klassískum hug
myndum og gildum þá er það
í fínu lagi.“
Systkini í skráðri sambúð
Hins vegar geta þau réttindi
sem eru einskorðuð við hjón,
sambúðaraðila og jafnvel ein
staklinga vel átt við um fjöl
breyttari aðstæður.
„Fjögur systkini geta keypt
saman hús en geta ekki skráð
sig í sambúð í húsinu sem þau
eiga saman og fengið sameig
inleg réttindi vegna þess, rétt
indi á borð við tiltekin skatta
réttindi, svo sem samnýtingu
persónuafsláttar.
Annað dæmi er að einstætt
foreldri með börn, sem er að
fá ákveðinn stuðning og rétt
indi sem umsjónaraðili barna
á sínu heimili, missir þessi
réttindi þegar barnið verður
átján ára, þrátt fyrir að að
stæður á heimilinu hafi ekkert
breyst. Barnið býr enn heima
og er kannski í námi og alveg
á framfæri foreldris eftir sem
áður. Barnið er þá komið með
sinn eigin persónuafslátt sem
það er ekki að nýta í náminu
og með þessum breytingum
sem er verið að leggja til væri
hægt að halda áfram að nýta
þessi samheimilislegu rétt
indi, eins og skattkort og þess
háttar.
Svo eru það skyldir aðilar
sem mega ekki skrá sig með
sameiginlega ábyrgð á fjárhag
því þeir eru skyldir og það er
greinilega eitthvað agalegt
gagnvart hinu opinbera út af
skyldleikanum því hið opin
bera virðist skilgreina sam
búðarform sem eitthvað kyn
ferðislegt.“
Ef breytingarnar ná fram að
ganga getur fólk enn gengið
í klassískt tveggja manna
hjónaband samkvæmt sínu
gildismati. „En þeir eiga ekki
að segja til um hvernig aðrir
sem aðhyllast aðra hugmynda
fræði eigi að haga sér. Ég er
ekki að heimta að aðrir fari
eftir minni trú, heldur styð ég
aðra í að fara eftir sinni.“
Fleiri en tveir foreldrar
Björn sér fyrir sér að þessar
breytingar nái einnig til upp
eldis barna. Þar geti margir
komið að uppeldinu og ætti að
vera frjálst að ættleiða börn,
hafi þeir áhuga á því.
„Bara alveg eins og það er
núna. Segjum sem svo að við
séum með einstætt foreldri og
systkinahóp sem leigir saman,
eða kaupir saman, og þau sjá
sameiginlega um viðkomandi
barn eða börn þó þau séu ekki
blóðforeldrar. Í dag þekkist
flókið fyrirkomulag, til dæmis
í gegnum ættleiðingar á barn
kannski tvo blóðforeldra og
síðan tvo lagalega foreldra.
Börn sem eiga marga að eru
ef eitthvað er öruggari. Þau
eru með fleiri að baki sér til
að styðja þau í gengum lífið.“
Þetta gæti vissulega orðið
flókið ef til forræðisdeilna
kæmi en það eigi að vera fólki
í sjálfsvald sett hvernig það
hagar hlutunum.
„Við treystum fólki almennt
til að taka ákvarðanir um þær
ábyrgðir sem það axlar.“
Eins þyrfti að breyta helm
ingaskiptareglu í hjúskap,
EKKI SPURNING
UM FJÖLKVÆNI
Píratar leggja til að kollvarpa lagaumhverfi landsins
hvað varðar hjúskap. Hjónabönd og sambúð ættu
ekki að hafa fjöldatakmarkanir og jafnvel systkini
ættu að geta verið í skráðri sambúð.
en það ætti ekki að reynast
flókið í framkvæmd.
Áfram viðurlög
Samkvæmt hegningarlögum
eru viðurlög við fjölkvæni,
einkum ef annar aðili hjóna
bands er grandlaus um að
hinn sé þegar í hjúskap.
„Ef einhver giftist aðila
sem þegar er giftur þá varðar
það þyngri refsingu ef gifti
aðilinn greindi hinum ekki
frá. Það er alveg eðlilegt að
hafa slík bönn þar sem ekki
allir eru samþykkir, látnir
vita. Þetta snýst ekki um
þetta klassíska form hjóna
bands sem fólk kannski les
úr þessu heldur bara réttindi
og skyldur gagnvart lögum.“
Allt eða ekkert
Eins geti verið að fólk vilji
skrá sig í sambúð eða ganga
í hjónaband en kæri sig ekki
um lagalegar afleiðingar sem
slíkt hefur í för með sér.
„Þetta á ekki að vera svona
„allt eða ekkert“ eins og það
er núna heldur eru viss atriði
í þeim réttindum eða skyldum
sem fólk í hjónaböndum eða
sambúð fær sem þau vilja
kannski undanskilja úr því
sambandi.“