Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 28
28 FÓKUS 15. JANÚAR 2021 DV
FRJÁLSLEGUR
BÓNDADAGUR
NÚTÍMAFÓLKS
Fyrsti dagur þorra er bónda-
dagur sem í ár er föstudagurinn
22. janúar. Þá er hefð fyrir því
að húsfreyjur geri vel við bónda
sinn en hefðirnar hafa þróast
frjálslega í gegnum árin. DV
heyrði í nokkrum valinkunnum
einstaklingum um þeirra plön
fyrir bóndadaginn.
ALLA STRÁKA LANGAR Í BLÓM
„Bóndadagurinn kemur alltaf jafn
mikið aftan að mér. Ég býst aldr
ei við honum strax svona korteri
eftir jól,“ segir Snærós Sindradóttir,
dagskrárgerðarkona á RÚV. Bóndi
hennar er Freyr Rögnvaldsson,
blaðamaður á Stundinni. „Maðurinn
minn elskar þorramat og þjóðlegan
bjór svo ég hef oft reddað mér dag
inn fyrir bóndadag í einhverju pan
ikki á síðustu krónum mánaðarins.
Eitt árið gaf ég honum samansafn af
einhverjum súrhvalsbjórum og öðru
misgirnilegu. Annað árið gleymdi ég
bóndadegi þar til í hádeginu en lét
þá senda til hans í vinnuna stærðar
innar blómvönd sem ég veit að hitti
algjörlega í mark, bæði hjá honum
og strákunum á skrifstofunni sem
urðu grænir af öfund yfir rómans
inum. Alla stráka langar í blóm. Það
er mín reynsla.
Freyr toppaði sig hins vegar sjálfur
svo rækilega bæði á konudag og
Valentínusardag í fyrra að ég hef
ákveðið að láta þennan dag hætta
að koma svona í bakið á mér. Þess
vegna reddaði ég báðum dögum á
ofurútsölu á netinu 1. janúar og get
svo bara hallað mér aftur og beðið
eftir að tækifærið renni upp til að
færa honum góða og verðskuldaða
gjöf. Við höfum aldrei haldið upp á
Valentínusardag fyrr en hann dúkk
aði upp með gjafir í fyrra en mér
finnst það eiginlega bara frábært.
Það er um að gera að gera sem mest
úr þeim dögum sem strjúka ástinni á
einhvern hátt.“
KJÁNALEGUR DAGUR FYRIR TVO HOMMA
„Fyrstu árin var þetta kjánalegur
dagur fyrir tvo homma sem myndu
frekar halda upp á bændadaginn
en bóndadaginn og iðulega var
brugðist við deginum með þögn eða
hunsun. Eftir því sem sambandið
þroskaðist þá fórum við að nálgast
daginn ýmist með húmor, rómantík
eða samblandi af hvoru tveggja,“
segir Guðlaugur Kristmundsson,
framkvæmdastjóri þingflokks Við
reisnar. Hann hefur undanfarin tólf
ár verið í sambandi með innanhúss
hönnuðinum og flugþjóninum Andr
ési James Andréssyni.
„Uppáhaldsminningin um bónda
daginn er þó þegar ég mætti heim
í sveit á þorrablót í Árnesi og bauð
Andrési með í fyrsta skipti. Hann
small strax inn í samfélagið og ég
hitti hann lítið sem ekkert allt blótið
því hann var þar að kynnast fólki allt
kvöldið. Ég fékk svo að ári hvatningu
frá sveitungum mínum til þess að
mæta með Andrés aftur á blótið
og að halda vel í þennan mann, það
væri sko vel hægt að spjalla, dansa
eða næra andann með honum. Við
höfum svo reynt að standa við það
og þorrablótin eru núna ýmist sótt í
Árnesi eða í Garðabæ þar sem við
búum núna,“ segir Guðlaugur, sem
er aldrei kallaður annað en Gulli.
MIKIL RÓMANTÍK ALLA AÐRA DAGA ÁRSINS
„Ég man í fyrsta lagi aldrei eftir bóndadeginum hvað
þá konudeginum og við Bragi erum afskaplega léleg í
að halda hvers kyns rútínu á hlutunum. Ég á fullt í fangi
með að muna alla bláu og gulu dagana sem snúa að
krökkunum,“ segir Helga Arnardóttir, fjölmiðlakona og
rithöfundur, sem er í sambúð með Braga Þór Hinrikssyni
kvikmyndagerðarmanni.
„Einu sinni bjuggum við til geggjaðar fiskibollur eftir
einhverri uppskrift og lofuðum hvort öðru að hafa alltaf
fiskibollur á mánudögum og það var að sjálfsögðu ekki
staðið við það mánudaginn næsta. Sama gildir um konu
og bóndadaginn. Ég held að hvorugt okkar hafi gert eitt
hvað sérstaklega rómantískt á þessum dögum. Það
kemur fram einhver uppreisnarseggur í mér, að einhver
dagur segi mér að ég þurfi að vera rómantísk. Hins vegar
er rómantíkin mjög mikil í okkar sambandi alla aðra daga
ársins. Bragi er mjög rómantískur almennt séð og þegar
hann sér að ég er orðin mjög þreytt og þrotuð ungbarna
mamma þá er hann fljótur að bjóða mér eitthvert út að
borða og passa að við gerum eitthvað fyrir okkur bæði.
Stundum leigjum við okkur sumarbústað yfir helgi og
hvílum okkur saman. Okkur finnst yndislegt að komast
í göngutúr, bíó eða í gufu. Mér finnst ótrúlega gaman að
elda fyrir hann, hvað sem er, hvort sem það er tófú og
grænmetiskássa eða kjöt, hann verður alltaf jafn þakk
látur. Við erum mikið áhugafólk um kvikmyndir og það eru
alveg gæðastundir að poppa og velja einhverja mynd til
að horfa á. Stundum tökum við fyrir ákveðna leikstjóra
og hámum í okkur nokkrar myndir.
En þegar maður er búinn að strauja allt á Netflix þá tök
um við ákvörðun um að slökkva á sjónvarpinu og spjalla
með tebolla. Það er ótrúlega mikilvægt að horfast í augu
í smástund þegar allir eru sofnaðir og fara yfir daginn
saman.“
NETFLIX PARTY HVORT Í SÍNU LANDINU
Leikarinn og skemmtikrafturinn
Vilhelm Neto trúlofaðist Katrine
Gregersen Vedel fyrir tæpu ári. Kat
erine er að læra grafíska hönnun í
KEAháskólanum í Kaupmannahöfn
og verða þau því hvort í sínu landinu
á bóndadaginn.
„Ástin mín verður þá nýfarin í nám
til Danmerkur og þar sem ég get ekki
komið með verð ég ansi rafrænn og
verður planið að horfa á eitthvað
saman í Netflix Party og við pöntum
sitt hvora pitsuna,“ segir Vilhelm.
„Annars mun þessi bóndi sjá um að
tríta sig sjálfan þann dag, hver veit
svo nema að mamma sé með ein
hvern lítinn pakka, hún elskar að
halda upp á hátíðlega daga.“
Vilhelm segir að Katerine muni lík
legast búa á Nørrebro sem sé nátt
úrulega uppáhaldsstaðurinn hans í
Köben. „Þannig að þið sjáið mig á
krá í Nørrebro við fyrsta tækifæri,“
segir hann.
MYND/AÐSEND
MYND/AÐSEND
MYND/AÐSEND
MYND/AÐSEND
Gulli og
Andrés
hafa náð
að nálgast
bónda daginn
með húmor
og rómantík.