Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 21
FÓKUS 21 sig úr í fjöldanum segist Lauf­ ey ekki vera viss. „Þetta er allt öðruvísi mið­ ill en Instagram, þar sem þú ert með mikið forskot ef þú ert nógu aðlaðandi. TikTok er mun meira að vinna með persónuleika og fyndni, mér finnst ég persónulega mjög fyndin svo mig langar að segja að það sé ástæðan,“ segir hún. „Ég held að það spili einn­ ig inn í að ég kem bara til dyranna eins og ég er klædd. Ég er hreinskilin og oft líka bara algjör lúði. Ég er ekki að reyna að sýna einhverja glansmynd eða þykjast vera einhver sem ég er ekki. Ég hef heyrt það frá mörgum krökkum sem fylgja mér að þeim þyki það hvetjandi að ég sé bara ég sjálf. Þau vilja gera það sama og fá styrkinn til að vera bara þau sjálf, sem er ekki sjálfgefið fyrir unglinga í dag sem alast upp með sam­ félagsmiðla og stöðuga pressu frá umheiminum.“ Ráð Laufeyjar Ebbu til þeirra sem vilja ná langt á TikTok er að „birta myndbönd reglulega og ekki líta of stórt á þig“. Fyrstu ljótu skilaboðin Í stuttu máli gengur TikTok út á það að birta stutt myndbönd, allt frá fimmtán sekúndum upp í sextíu sekúndur. Not­ endur miðilsins geta skrifað við myndbönd annarra og geta aðrir notendur líkað við athugasemdir. Laufey Ebba hefur fengið ljótar athuga­ semdir frá því að hún deildi fyrsta myndbandinu á TikTok. „Fyrsta ljóta athugasemdin sem ég fékk var „dreptu þig“. Síðan hef ég fengið allar ljótu athugasemdirnar sem hugsast getur. Mér fannst þetta alveg leiðinlegt fyrst og þetta sló mig út af laginu. Ég jafnaði mig samt yfirleitt fljótt og hélt ótrauð áfram. Ég las mér til um hvernig maður ætti að hætta að láta ljót ummæli hafa áhrif á sig, horfði á myndbönd og hlustaði á hlaðvörp. Í dag hafa ummælin engin áhrif á mig. En miðað við að ég, full­ mótaður einstaklingur, hafi þurft að leggja markvissa vinnu í að láta þetta ekki ná til mín þá gefur það augaleið hvaða áhrif þetta hefur á börn og unglinga,“ segir hún. Laufeyju hefur tekist að sía út mörg ljót ummæli með því að nota svokallaða „athuga­ semdasíu“ á TikTok. „Sían tekur út stikkorð sem ég vil ekki að birtist hjá mér og listinn af orðum er orðinn lengri en góðu hófi gegnir. Það er ráðist á allt hjá manni sem hægt er að ráðast á. Ég hef blokkað út allar mögulegar stafsetningarvillur sem er hægt að gera þegar einhver ætlar að skrifa dreptu þig, krypplingur, ljót, feit og svo mætti lengi telja. Mér finnst það ekki eðlilegt að ég þurfi að gera þetta,“ segir hún. Erfiður slagur Laufey Ebba ákvað í kjölfarið að taka erfiðan slag og vekja athygli á neteinelti og opna umræðuna. „Mér fannst ég bara verða að tækla þetta. Það kom mér algjörlega í opna skjöldu hversu gróft þetta getur orð­ ið. Mér finnst ég verða að nýta rödd mína þar sem ég hef þennan stóra vettvang sem nær til unglinga. Ég vona að það skili einhverju,“ segir hún. „Fyrst og fremst vona ég líka að bæði fórnarlömb net­ eineltis og krakkarnir, sem líður svo illa að þeir þurfa að niðurlægja aðra nafnlaust til að upphefja sig, leiti sér hjálpar.“ Þess virði Laufey Ebba mætti miklu mót­ læti þegar hún ákvað að taka slaginn. Þrátt fyrir að reyna að sía út ljótar athugasemdir fær hún, og aðdáendur henn­ ar sem skrifa við myndbönd hennar, niðrandi athugasemd­ ir daglega. En hvað er það sem gerir þetta þess virði? „Það sem gerir þetta allt þess virði er þegar ég sé krakka vera nákvæmlega þau sjálf og biðjast ekki afsökunar á því. Þegar foreldrar barna segja mér að barnið þeirra fylgist með mér og þau séu að taka sitt pláss og leyfa sér að vera öðruvísi. Ég hef átt ófá þannig samtöl við stolta for­ eldra, og það gerir þetta allt þess virði,“ segir hún. „Að sjá að ég sé að hafa áhrif til góðs og sé að hjálpa börnum að taka sig í sátt er eiginlega ólýsanleg tilfinn­ ing, eins dramatískt og það hljómar. Fyrir foreldra Aðspurð hvort hún hafi ein­ hver ráð fyrir foreldra sem eiga börn og unglinga á sam­ félagsmiðlum segist Laufey sjálf ekki vera foreldri og það sé mjög auðvelt að setja sig í dómarasæti. „Flestir for­ eldrar þekkja börnin sín best og eru fær um að meta þroska þeirra. En ég myndi alltaf segja að þau ættu að fylgjast með aðgöngunum þeirra á samfélagsmiðlum. TikTok og Instagram bjóða upp á að það sé hægt að vera skráður inn á aðgang í gegnum fleiri en eitt tæki. Ég hugsa að ég myndi alltaf vilja vera skráð inn á aðgang barnsins míns, þó ég væri ekki stöðugt að vakta hann. Bara svo ég gæti haft yfirsýn yfir hvað sé svona sirka að gerast,“ segir hún. „Svo myndi ég mæla með að skapa þannig umhverfi að börnin þori að koma að tala við foreldrana ef það er eitt­ hvað sem þeim líður óþægi­ lega eða illa með, ef þau sjá eitthvað ljótt til dæmis.“ Náungakærleikur Náungakærleikur er stórt þema á TikTok­síðu Laufeyj­ ar Ebbu. Hún segir að það sé ömmu sinni heitinni og nöfnu að þakka. „Hún var mikill áhrifavaldur í mínu lífi. Hún var kærleikskona og mætti öllum með kærleika. Mér hefur lengi þótt vanta það í samfélagið hjá okkur. Sam­ félagið er á svo mikilli hrað­ ferð og allir að reyna að vera fullkomnir að öllu leyti. Mig grunar að með því hafi eitt­ hvað skolast út varðandi að sýna samkennd og væntum­ þykju til náungans,“ segir hún. „Ég er með hálfgert slagorð sem er: „Allt er mikið betra ef við erum bara nice.“ Það er svo auðvelt að vera bara vin­ gjarnleg í samskiptum þínum við annað fólk og það er allt mikið betra ef við venjum okkur bara á að eiga átaka­ laus samskipti við aðra.“ Laufeyju Ebbu þykir miður að verða vitni að slæmri fram­ komu fólks. „Ég hef verið að selja peysur og fer því oft á Pósthúsið. Í nánast hvert einasta skipti sem ég fer verð ég vitni að því að einhver er með leiðindi við starfsfólk Póstsins. Þar er fólk að láta eigin gremju bitna á „starfs­ manni á plani“ hjá Póstinum sem hefur nákvæmlega ekk­ ert að gera með verðskrá eða sendingartíma. Það væri svo auðvelt að anda bara inn og skoða hvaðan gremjan er að koma frekar en að láta hana bitna á öðrum. Við erum öll að gera okkar besta og stundum verður okkur á.“ Fæddist með 90° hryggskekkju Laufey Ebba talar einnig mik­ ið um sjálfsást á TikTok og mikilvægi þess að elska sjálf­ an sig eins og maður er. Hún segir það sennilega hafa eitt­ hvað með það að gera að hún fæddist með 90 gráðu hrygg­ skekkju og fimm hryggjarliði fasta saman. „Þetta sést alveg á mér þó ég sé samt heppin með að telj­ ast myndarleg samkvæmt út­ litsstöðlum samfélagsins. Það tók mig samt allt of langan tíma að fatta að útlitið segir nákvæmlega ekkert um virði manns. Mér finnst alltaf slá­ andi hvað það eru margir sem fara í gegnum lífið stöðugt að reyna að breyta sér og líður ekki eins og þeir séu nógu flottir, sætir og klárir,“ segir hún. „Mér finnst alltaf gott að hugsa um foreldra og ættingja til að fá smá samhengi. Myndi maður elska mömmu sína eitt­ hvað meira ef hún væri full­ komin í útliti eins og einhver ofurfyrirsæta? Svarið hjá mér er allavega hart nei. Af hverju ætti útlit að skilgreina virði okkar ef útlit foreldra okkar skilgreinir ekki virði þeirra? Við erum alveg jafn merkileg og aðrir þó við séum ekki með jafn sterk spil í einhverjum leik sem samfélagið hefur stimplað sem eftirsóknar­ verð.“ Laufey Ebba er dugleg að breiða þennan boðskap út á TikTok, bæði beint og líka bara með því að vera hún sjálf. „Ég tek mitt pláss, er með ADHD, skakkt bak og er almennt bara frekar gölluð en samt frábær. Ég vona að sem flestir taki sig í sátt án þess að það taki hálfa ævina.“ n Það eru margir samverkandi þættir sem leiða til þess að það eru tugir krakka sem nærast á vanlíðan annarra. Laufey Ebba segir mótlætið þess virði þegar hún sér sjálfsörugga krakka blómstra. MYND/VALLI DV 15. JANÚAR 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.