Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17DV 15. JANÚAR 2021 Dæmi um það er til dæmis hjón sem vilja ekki vera með sameiginleg fjármál eða ein- stætt foreldri sem fer í sam- búð án þess að maki taki þátt í fjárhagslegum skuldbinding- um gagnvart barni. Frjálst lögheimili Í greinargerð með þingsálykt- unartillögunni er líka tekið fram að hjón ættu ekki að þurfa að vera með sameigin- legt lögheimili. „Ég sé það til dæmis bara í fjölskyldunni hjá mér. Ætt- ingi minn var vélstjóri og var skikkaður af útgerðinni til að flytja í heimabæ útgerðar- innar. En konan hans sagði bara þvert nei, hún vildi ekki flytja úr sínu sveitarfélagi. Ef hann vildi enn sem áður flytja sitt lögheimili þá þýddi það að hann hefði þurft að skilja.“ Eftir sem áður geti löggjaf- inn sett skilyrði um sameigin- legt lögheimili hvað tiltekin réttindi varðar en einstakling- urinn hefði þá val um að velja eða hafna þeim réttindum og frjálst val um lögheimili. Valkvæð réttindi Fyrirkomulagið í dag valdi því gjarnan að fólk missi réttindi með því að skrá sig í sambúð. Til dæmis fellur heimilisupp- bót öryrkja niður í sambúð og réttindi einstæðra falla niður. „Sum réttindi skerðast þeg- ar fólk fer í sambúð, kannski að einhverju leyti réttilega en það skerðir réttindi einstakl- ingsins og gerir ráð fyrir að hann sé fjárhagslega upp á maka sinn kominn en slíkt fyrirkomulag hvetur bókstaf- lega til þess að fólk skrái sig ekki í sambúð.“ Fólk eigi að geta valið sér sambúðarform og tekið svo ákvörðun um hvort sóst verði eftir réttindum eða skyldum sem því formi getur fylgt. „Það er bara viðbótarskuld- binding sem þið gerið ykkar á milli – eða ekki.“ Áhugaverð gagnrýni Björn segir að gagnrýnin á þessa hugmynd hafi verið áhugaverð. „Hún hefur verið mjög áhugaverð. Bæði er það fólk sem virðist skilja hvert þessi hugmynd er að fara og kemur með dæmi um það hvar kerfið hefur verið að vesenast, eins og í dæminu um sambúð systkina. En svo er það fólk sem fer alveg í hina áttina og spyr eitthvað á borð við: Hvað næst, að menn fái að giftast hundinum sínum?“ Fjölkvæni þekkist Þó svo þessi tillaga fjalli ekki beinlínis um fjölkvæni þá fylgi henni þó að slíkt yrði heimilt hér á landi og slíkt fyrirkomu- lag sé ekki óþekkt í heiminum. „Fjölkvæni þekkist víða í heiminum og jafnvel eru sam- félög þar sem sambúð tveggja heyrir til undantekninga. Það er því framkvæmt á ýmsan hátt um heiminn en þó held ég að oftast séu einhverjar tak- markanir gerðar, til dæmis á hversu marga karla kona má eiga og öfugt. Eða það er mis- munandi hvað konur mega eiga marga maka og karlar.“ „Ég sé þetta ekkert flókið fyrir mér. Ef þetta væri unnið handvirkt gæti þetta verið flókið en við erum með tölvur og tækni sem geta haldið utan um þetta og þetta ætti ekki að vera það flókið framkvæmdar. Ég er ekki í þeim pæling- um að koma upp fjölhjóna- böndum. Þetta er afleiðing af dæmum sem ég hef séð í gengum tíðina, ýmissa skringilegra atriða sem mað- ur hefur rekist á á lífsleiðinni. Þetta snýst um að réttindin og skyldurnar sem fylgja sambúðarformum séu að- gengileg fyrir alla. Mér finnst þetta vera einföldun á kerfinu og tryggja að fleiri fái aðgang að þeim réttindum sem þau ættu að geta fengið. Núverandi kerfi er tak- mörkun á því að fólk geti nýtt sér þau réttindi sem hafa verið bundin við hefðbundinn hjúskap eða sambúð tveggja einstaklinga.“ n Björn vill aðskilja lagalegan og líkamlegan hjúskap. MYND/EYÞÓR Hvað næst, að menn fái að giftast hundinum sínum? Fæst m.a. á eftirfarandi stöðum á þorranum: af langreyði, framleitt af Hval hf. HVALUR hf. Reykjavíkurvegi 48 | 220 Hafnarfjörður | Skrifstofa: 555 0565 | Frystihús (pantanasími): 555 0165 BÓNUS - Um allt land DEPLA, Kolaportinu, Reykjavík FERÐAÞJÓNUSTAN BJARTEYJARSANDI, Hvalfjarðarsveit FISKBÚÐIN SUNDLAUGAVEGI 12, Reykjavík FISKBÚÐIN TRÖNUHRAUNI 9, Hafnarfjörður FISKBÚÐIN HAFBERG - Gnoðarvogi 44, Reykjavík FISKBÚÐIN HÓFGERÐI 30, Kópavogur FISKBÚÐ HÓLMGEIRS - Þönglabakka 6, Reykjavík FISKVERSLUN HVERGERÐIS - Breiðamörk 2, Hveragerði FISK KOMPANÍ – Kjarnargata 2 við bónus, Akureyri FISKBÚÐIN MOS - Háholti 13-15, Reykjavík FISKBÚÐ FJALLABYGGÐAR - Aðalgötu 27, Siglufirði FISKBÚÐ SJÁVARFANGS EHF. - Sindragötu 11, Ísafirði FISKBÚÐ SUÐURLANDS - Eyrarvegi 59, Selfoss FISKBÚÐIN VEGAMÓT - Nesvegi 100 - Seltjarnarnes FISKIKÓNGURINN - Sogavegi 3, Reykjavík FJARÐARKAUP - Hólshrauni 1b, Hafnarfjörður GALLERÝ FISKUR - Nethyl 2, Reykjavík HAFBJÖRG FISKVERSLUN Hjallabrekku 2, Kópavogi HAFIÐ - Spönginni 13, Reykjavík og Hlíðarsmára 8, Kópavogi HAGKAUP - Um allt land HNÝFILL EHF. - Drefingaraðili - Brekkugötu 36, Akureyri KASSINN – Norðurtanga 1, Ólafsvík KAUPFÉLAG VESTUR HÚNVETNINGA - Strandgötu 1, Hvammstangi KJÖRBÚÐIN - Um allt land KJÖTHÖLLIN – Skipholti 70 og Háaleitisbraut 58-60, Reykjavík KJARVAL - Um allt land KJÖRBÚÐIN - Um allt land KRAMBÚÐIN - Um allt land KRÓNAN - Um allt land KRÆSINGAR EHF. - Sólbakka 11, Borgarnes LITLA FISKBÚÐIN - Helluhrauni 16-18, Hafnarfirði MELABÚÐIN - Hagamel 39, Reykjavík MÚLAKAFFI - Hallarmúla 1, Reykjavík NETTÓ - Um allt land SAH AFURÐIR - Húnarbraut 39, Blönduós SKAGFIRÐINGABÚÐ - Ártorgi 1, Sauðárkrókur VILLT OG ALIÐ – Þingskálar 4, Hella VERSLUNIN EINAR ÓLAFSSON EHF. - Skagabraut 9-11, Akranes VERSLUNIN RANGÁ - Skipasundi 56, Reykjavík SÝRT HVALRENGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.