Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 13
Ásta segir mikilvægt að láta í sér heyra og það sem fyrst. MYND/VALLI
Konur kvarta oft
undan því, og
með réttu, að erf-
iðara sé fyrir þær
en karla að ná at-
hygli á fundum.
að eiga heilbrigt líf, vinna
minna og vera meira með
fjölskyldunni. „Það ýtir líka
undir að leikskólar eru með
stuttan opnunartíma,“ segir
Ásta og vísar í leikskóla barna
sinna sem er lokað klukkan
16 en í Tókýó er hægt að vera
með börn í leikskóla langt
fram á kvöld.
Þrettán mínútur á dag
Ásta tók sem áður segir ný-
verið við sem framkvæmda-
stjóri Krónunnar á miklum
umbrotatímum í íslensku
atvinnulífi. „Ég þekkti til
fyrirtækisins og forstjórans,
Eggerts Þórs Kristófersson-
ar, leist vel á hvort tveggja
og ákvað að sækja um. Það
skiptir máli að gera það sem
hægt er til að styðja við betri
matarvenjur og auðvelda fólki
lífið. Líf nútímafólks gerir
miklar kröfur og tíminn er
dýrmætur. Í USA er talað
um að „millenials“ verji um
það bil 13 mínútum í matseld
á dag að meðaltali. Við höfum
ekki tíma til að elda allt allt-
af frá grunni og því þarf að
tryggja aðgengi að næringar-
ríkum hálftilbúnum réttum
og veita fólki val um að panta
vörur eða versla sjálft.“
Gott aðgengi að vörum á
réttu verði sé þó ekki allt
heldur þurfi líka að tryggja
rétta starfsfólkið. Í gegnum
stjórnarsetu sína í HR hefur
hún fylgst náið með mennta-
málum og er hugsi yfir of
mikilli einsleitni í menntaá-
herslum hérlendis og skorti á
að starfsreynsla sé metin að
verðleikum. „Verslunarstjóri
í matvöruverslun er oft með
veltu sem samsvarar veltu
meðalstórs fyrirtækis á Ís-
landi en hans starf er ekki
metið að verðleikum og jafn-
vel talað niður sem starf.
Þetta er svo mikill reginmis-
skilningur. Þetta eru geysi-
mikilvæg störf. Annað dæmi
er að góður vinur minn í
Danmörku fór að læra það að
vera afgreiðslumaður í herra-
fataverslun. Hann fór í stutt
iðnnám og lærði um efni,
stíliseringu, snið, útstillingar,
afgreiðslu. Mér fannst þetta
svo aðdáunarvert. Hann var
einn besti sölumaður sem ég
veit um og var stoltur í sínu
starfi. Svona starfsmenntun
er ekki til á Íslandi. Hér er
þér bara hent á bak við kassa
eða borð og látinn bjarga þér.
Mér finnst svo mikil synd að
við séum ekki að lyfta fleiri
störfum upp að þessu leyti.
Ég vil gjarnan beita mér fyrir
því.“
Ásta bendir á að það vanti
fjölbreytni í námsleiðum bæði
í framhalds- og háskólum, of
margir séu að mennta sig í
því sama. „Það er líka þessi
ofuráhersla á stjórnunarstörf
þegar það eru sérfræðistörfin
sem skapa svo mikil verð-
mæti. Ef einhver sérfræð-
ingur skarar fram úr er hann
verðlaunaður með stjórnunar-
stöðu og hættir í raun að gera
það sem hann er bestur í.“
Að láta í sér heyra
Aðspurð um hvað hafi hjálpað
henni mest í að ná árangri í
starfi svarar hún: „Það sem
ég lærði í grunninn, heima,
að mitt álit skiptir máli og
mikilvægi þess að hafa eitt-
hvað til málanna að leggja.
Það er svo mikið til í því
sem Sheryl Sandberg segir í
bókinni Lean in – það skiptir
svo miklu máli að „halla sér
að borðinu“ og láta heyra í
sér. Ef þú lætur ekki í þér
heyra strax í byrjun fundar,
þá ertu að koma of seint inn
í umræðuna. Þú þarft að taka
þátt fljótt, láta vita að þú hafir
áhuga og sért að hlusta – og
þurfa ekki alltaf að vera sam-
mála. Konur kvarta oft undan
því, og með réttu, að erfiðara
sé fyrir þær en karla að ná
athygli á fundum. Í því sam-
hengi skipti sköpum að vera
vel undirbúin. “
Ævintýri Ástu voru flestöll
óplönuð og þar kemur hug-
rekki sterkt inn. „Það þarf
stundum að láta lífið leiða sig
áfram og þora að grípa ólík-
legustu tækifærin sem maður
er ekkert endilega viss um að
séu rétta skrefið eða muni
færa manni akkúrat einhvern
fullkominn stað, enda er full-
komnunarárátta bölvun sem
herjar á okkar kynslóðir,“
segir Ásta sem sjálf hefði lík-
lega aldrei séð hamingjuna
fyrir í gömlum skólabróður,
íslenskri matvöruverslun og
tveimur brosandi uppátækja-
sömum börnum – og vonandi
brúðkaupi í sumar. n
FRÉTTIR 13DV 15. JANÚAR 2021