Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
TEKIST Á UM ÖRYGGI Í FRAMHALDS-
SKÓLUM EFTIR ÁRÁS Í BORGÓ
Skólameistari Borgarholtsskóla vill taka upp rafrænt aðgangskerfi í skólanum.
Skiptar skoðanir eru um hugmyndina og óljóst hver ætti að borga fyrir slíkt kerfi.
Ó hætt er að segja að blóðug og hættuleg árás sem átti sér stað
í Borgarholtsskóla í vikunni
hafi vakið mikinn óhug. Ljós-
myndir og myndbandsupp-
tökur sem DV birti af árásinni
vöktu mikil og hörð viðbrögð
og spurt var hvernig slíkt gæti
átt sér stað innan veggja skóla
hér á landi. Á myndbandinu
sjást árásarmennirnir sveifla
kylfu af miklum krafti og auð-
velt er að álykta að hending
ein hafi komið í veg fyrir stór-
slys, þó fjölmargir hafi vissu-
lega slasast.
Lögreglan handtók á
fimmtudaginn þrjá menn í
tengslum við árásina. Sam-
kvæmt heimildum DV hafa
illindi staðið á milli mannanna
í einhvern tíma. Árásarmenn-
irnir höfðu reynt að ginna
fórnarlömb sín upp í Spöngina,
verslunarkjarna í Grafarvogi,
en þegar það tókst ekki lögðu
þeir leið sína í Borgarholts-
skóla. Sex voru fluttir á slysa-
deild.
Vill rafræna aðgangs
stýringu að Borgó
Ársæll Guðmundsson, skóla-
meistari Borgarholtsskóla,
sagði í viðtali strax sama
dag og árásin átti sér stað að
árásin yrði til þess að breyta
ýmsu í íslensku samfélagi og
á skólakerfinu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem Ársæll viðrar hugmyndir
að breytingum á umhverfi ís-
lenskra skóla. Í samtali við
DV segir Ársæll að hann hafi
reyndar rætt þetta í mörg ár.
Breytt umhverfi og atburði
sem hafi verið að gerast, m.a. í
nágrannalöndum okkar, segir
Ársæll meðal ástæðna fyrir
þessum hugmyndum sínum.
„Ég hef verið að tala um
þetta, já, og hvað aðgengi að
þessum stofnunum er í raun
og veru óheft fyrir utanað-
komandi aðila. Við getum ekki
fylgst með öllum þessum inn-
göngum í þessi hús,“ útskýrir
Ársæll. „Oft á tíðum eru skrif-
stofur skólanna á annarri hæð
húsanna en ekki við innganga.
Ég veit ekki hvers vegna,
kannski vegna einhverrar
tísku hjá arkitektum, en það er
oft þannig.“ Því sé oft nokkur
umgangur um ganga skólanna.
Ársæll segir að hann og aðr-
ir stjórnendur í Borgarholts-
skóla hafi lagt það til að gömlu
hefðbundnu læsingunum yrðu
skipt út og rafrænni aðgangs-
stýringu komið fyrir í staðinn.
Ríkiseignir neita að borga
Ríkiseignir eiga fasteignirnar
sem hýsa framhaldsskóla, en
Ársæll segir þær ekki vilja
taka neinn þátt í kostnaðinum.
„Þeir vilja að þetta komi úr
rekstrarfé skólanna, en það
er bara ekki hægt,“ útskýrir
hann. „Nú fer þessi umræða
væntanlega aftur af stað eftir
þennan atburð. Ég hefði þá
helst viljað taka sérstaka um-
ræðu um hvernig aðgengi að
skólastofnunum eigi að vera
eftir þetta.“
Kostnaðurinn við uppsetn-
ingu á rafrænni aðgangsstýr-
ingu er á annan tug milljóna
króna, segir Ársæll. „Þetta
er dýrt kerfi því það þarf að
leggja að þessu rafmagnslagn-
ir og koma fyrir tölvustýring-
um og forrita tölvukerfin. Við
höfum verið að skoða þetta
fyrir þennan atburð og fyrir
COVID.“
Stjórnendur í Borgarholts-
skóla höfðu fyrir COVID lokað
inngöngum og reynt að stýra
flæði nemenda um fáa inn-
ganga, en það gekk auðvitað
ekki á COVID-tímum.
Öryggismyndavélar
mynda bara glæpinn
„Við erum með öryggismynda-
vélar hérna í skólanum, en
þær mynda bara atburðinn
en koma ekki í veg fyrir þá.
Þegar brjálæðið er orðið eins
og það var í gær þá skipta líka
öryggismyndavélar ekki neinu
máli,“ segir Ársæll.
Hann segist jafnframt ætla
að halda umræðunni um þetta
á lífi. „Ég veit að fleiri skólar
eru á þessu og eru að skoða
þetta með rafræna aðgengið.
Við höfum jafnframt rætt við
ríkislögreglustjóra og mennta-
málaráðuneytið og skólameist-
arafélagið hefur fjallað um
þetta mál á sínum vettvangi.
Auðvitað viljum við hafa þetta
frelsi á Íslandi og allt opið, en
við vitum að það eru einstakl-
ingar í samfélaginu sem geta
ekki farið eftir reglum eða eru
á þannig stað í lífinu að þeir
eru bara hættulegir,“ segir
hann að lokum.
Skiptar skoðanir um
hugmyndir Ársæls
Kristinn Þorsteinsson, for-
maður Skólameistarafélagsins
og skólameistari í Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ, segir
skólastjórnendur þar ekki
hafa tekið sérstaka afstöðu
til frekari aðgangsstýringar
en tekur undir með Ársæli að
frelsið hér á Íslandi sé dýr-
mætt og ljóst að það þurfi
að verja. „Það er nú verið að
vinna að viðbragðs áætlun
framhaldsskólanna, sem
verður þá leiðbeiningarskjal
fyrir framhaldsskóla í neyðar-
tilfellum.“
Skýrslan er unnin í samráði
við meðal annars almanna-
varnadeild ríkislögreglustjóra
að frumkvæði Skólameistara-
félagsins. Kristinn segist ekki
hafa séð lokaútgáfu skýrsl-
unnar en að von sé á henni á
næstunni. Segist Kristinn bú-
ast við að litið verði til hennar
í sambandi við næstu skref.
Aðrir skólastjórnendur
sem DV ræddi við, bæði í
borginni og utan hennar, en
vildu ekki koma fram undir
nafni sögðust allir uggandi
yfir atburðum vikunnar í
Borgarholtsskóla og að vissu-
lega væri tilefni til þess að
skoða hvort hægt hefði verið
að koma í veg fyrir þá. Að-
gangsstýring og aukið eftir-
lit hefði ekki endilega gert
það. „Það er alveg ljóst að ör-
yggismyndavélar komu ekki á
neinn hátt í veg fyrir árásina
í Borgó, þessum mönnum var
alveg sama þó þeir næðust
á mynd,“ sagði einn. Annar
sagðist ekki endilega sjá lausn
í aðgangsstýringu. „Í flestum
framhaldsskólum, þá sérstak-
lega utan höfuðborgarinnar,
er byggingum hreinlega læst
á kvöldin og þær eru galopnar
á daginn. Ég á mjög erfitt með
að sjá það breytast á næst-
unni.“
Lilja Alfreðsdóttir mennta-
málaráðherra sagði í gær,
fimmtudag, við Fréttablaðið að
öryggismál í framhaldsskólum
yrðu skoðuð og rædd á fundi
hennar með skólameisturum
og rektorum framhaldsskóla.
„Þar förum við yfir ofbeldið
sem átti sér stað í gær og stöð-
una,“ var haft eftir mennta-
málaráðherra í blaðinu.
Ekki náðist í fulltrúa Ríkis-
eigna við vinnslu fréttarinnar
en Ríkiseignir eiga og reka
húsnæði íslenskra framhald-
skóla. n
Heimir
Hannesson
heimir@dv.is
15. JANÚAR 2021 DV
Skólameistari
Borgarholts-
skóla vill taka
upp rafræna
aðgangs-
stýringu að
skólanum eftir
blóðuga árás
í skólanum í
vikunni.
MYNDIR/
ANTON BRINK