Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 2
Dýrindis leki
Það titraði hver taug í Svarthöfða þegar hann læsti hanskaklæddum
krumlum sínum í gögn sem
láku frá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu. Það er eigin-
lega engin tilfinning sem
jafnast á við það að lesa eitt-
hvað sem maður má ekki lesa.
Eitthvað tabú, bannað, synd-
samlegt.
Svarthöfði veit að svona
gagnalekar eru ekki á hverju
strái og ákvað því að njóta
hverrar sekúndu af lestrin-
um. Svo hann lét renna í bað,
kveikti á nægilega mörgum
kertum svo hægt væri að sjá
orð á blaðsíðu, fórnaði tveim-
ur lavenderbaðbombum og
dýrindis magnesíumsalti. Svo
hellti hann bjór í rauðvíns-
glas, því hann er svo fágaður
en ekki með smekk fyrir rús-
ínudjús.
Svo lét hann sig síga ofan
í heitt vatnið og smjattaði
nautnalega á hverju orði. Því-
lík veisla.
Rúmlega klukkustund síðar
var ekki útlimur á Svarthöfða
sem ekki minnti á rúsínu og
baðvatnið löngu orðið kalt.
Reyndar ekki pungurinn, eða
hvað? Maður sér víst engan
mun á rúsínupung og hefð-
bundnum krumpupung – en
þetta er útúrsnúningur, aftur
að gögnunum.
Þó gögnin séu komin til ára
sinna og rannsókninni sem
þau varða löngu lokið með
sýknu og síðar bótagreiðslum
til þess lögreglumanns sem
grunaður var um misferli þá
má samt finna þarna áhuga-
verða innsýn í starfsemi og
starfanda lögreglunnar sem
ítrekað hefur komið til um-
ræðu opinberlega, og þá ekki
fyrir hversu mikið öll dýrin
í þeim frumskógi eru vin-
veitt hvert öðru. Tortryggni,
afbrýði, meinfýsi og klíku-
skapur – þetta skein í gegn úr
gögnunum.
Athyglisverðast var þó að
lesa um upplýsingagjafa lög-
reglunnar. Ef marka má gögn-
in var það vel þekkt meðal lög-
reglumanna að viðkomandi
var stórtækur í undirheimum
landsins. Hann kom ítrekað
við sögu við rannsókn saka-
mála, hafði nokkra dóma á
bakinu og var grunaður um
fleiri brot. Engu að síður var
það lending lögreglunnar að
nota hann sem upplýsinga-
gjafa.
Svarthöfði hefði haldið að
lögreglan ætti að setja púður
í að rannsaka svona menn og
stoppa þá af, en ekki koma
á upplýsingasambandi sem
virðist þar að auki hafa verið
þvert á reglur.
Upplýsingagjafinn virðist
hafa verið í fínni stöðu. Enda
hlýtur það að vera þeim í hag
sem eru stórtækir í undirheim-
um að geta notað lögregluna til
að minnka samkeppnina, já,
eða handvelja upplýsingar til
að fæða hana með til að halda
henni upptekinni svo að hún sé
ekki að skipta sér af hans eigin
ólöglegu starfsemi.
Í gögnum kemur þetta bein-
línis fram. Hann hafði sam-
band við lögreglu og fékk hana
til að handtaka leigjanda sem
hann losnaði ekki við.
Á meðan lögreglumenn tor-
tryggja hver annan, þá sat
baróninn í mestu makindum í
glæsihöll sinni. Áhyggjulaus,
enda lögreglan of upptekin við
að elta skottið á sjálfri sér til
að takast á við meinta myrkra-
höfðingjann. n
SVART HÖFÐI
Aðalnúmer: 550 5060
Auglýsingar: 550 5070
Ritstjórn: 550 5070
FRÉTTA SKOT
550 5070
abending@dv.is
Hugrekkið í að vera erfið
Ó
fáar konur hafa verið kallaðar erfiðar
í gegnum tíðina. Það er ekkert sérstak-
lega skemmtilegur hali að draga en
kannski þarf að hugsa þessa hugmynd
upp á nýtt. Það sem er erfitt leiðir yfir-
leitt af sér ávinning. Hvort sem það er
breytt heimssýn, dýpri skilningur, aukið úthald, eða
jafnvel efnahagslegur eða líkamlegur vöxtur.
Það þarf hugrekki til að halda kröfum sínum til
streitu og gefa ekki of mikið eftir af þeirri sýn sem
lagt er upp með. Það skiptir máli að láta til sín taka.
Að gera sig gildandi og láta um sig muna – heyra
sína eigin rödd og vera óhrædd við að synda gegn
straumnum. Já-fólkið gleymir því oft að það að vera
alltaf sammála öllum gerir það óþarft. Það bætir
engu við.
Það er í góðu lagi að vera erfið og láta til sín taka.
Það er meira en í lagi. Það er stórkostlegt!
Íslenskt þjóðfélag er byggt á dugnaði. Bú-
skapurinn á þessu kalda og lifandi landi
var og er ekkert grín. Landið ól upp í
okkur digra upphandleggsvöðva eftir
erfiða útivinnu, þrautseigju, þjóð-
sögur til að efla andann og löngun-
ina til þess að eignast eitthvað í
eigin nafni.
Forsíðuviðtal DV er við Ástu Sig-
ríði Fjeldsted sem tók nýlega við
sem framkvæmdastjóri Krónunnar.
Ásta hefur sannarlega gert sig
gildandi og er hvergi bangin
við að taka slaginn ef þurfa
þykir.
Í viðtalinu lýsir hún ferð
sinni í átt að því að finna
jafnvægi milli þess að
vinna of mikið en næra
samt eldmóðinn. Metn-
aðurinn hefur margar
hliðar. Metnaður fyrir
því að ná langt í starfi,
metnaður fyrir andlegri
og líkamlegri heilsu, fyrir fjöl-
skyldunni og öllu því sem fylgir
að vera gott foreldri.
Sem foreldri þekkjum við það
mörg að vilja svo innilega gera
vel en eiga eina barnið sem er ekki í bleikum fatnaði
á „bleika deginum“ en vera með heimabakað nesti
gert eftir Pinterest-myndum – eða ekki.
En hvernig gerir maður minna – án þess að gefa of
mikið eftir af lífsgæðum sínum?
Ásta ræðir opinskátt um að það sé krefjandi að vera
í toppstöðu en velja að minnka við sig. Velja að láta
ekki allt lífið snúast um vinnuna. Það þýðir alls ekki
að þú sért ekki framúrskarandi í starfi – ég tel að
það þýði einmitt það. Að bestu starfsmennirnir séu
ekki endilega þeir sem slökkva ljósin heldur þeir sem
taka virkan þátt á fleiri sviðum en þeim sem snúa
eingöngu að vinnunni. Efli þannig reynslu, tengsla-
myndum og heilbrigt líferni. Og forðist kulnun.
Það er líka svo áhugavert að rýna í afköst – sá sem
er lengst gerir ekki endilega mest. Ásta útskýrir
vel hvernig hún misbauð líkama sínum með allt of
mikilli vinnu. Vinnu sem er ákaflega eftirsóknarverð
og lífsstíl sem myndi hala inn „læk“. Glæsileg hótel
úti um allan heim, krefjandi verkefni og eldmóður á
hverjum fundi.
Það er vissulega spennandi í einhvern tíma en svo
þurfum við öll að velja hvernig líf við viljum. Að
vinna minna þýðir ekki að gera það verr eða finnast
minna vænt um vinnuna sína, það þýðir einmitt að
maður hafi hug á að halda heilsu og neista til þess að
endast í starfi.
Gera færri hluti og gera þá vel – um leið er gott að
hugsa til þess hvað við þurfum í raun og veru. n
Það er í góðu
lagi að vera
erfið og láta til
sín taka… Það
er stórkostlegt!
UPPÁHALDS
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is
AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ágúst Borgþór Sverrisson, agustb@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Hrafn Norðdahl, hrafn@dv.is
PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000.
Jóhannes Ásbjörnsson, einn
eigenda Gleðipinna sem
meðal annars reka Hamborg-
arafabrikkuna, Eldsmiðjuna
og Aktu taktu, er mikill ham-
borgaramaður.
1 Five Guys
Frábærir borgarar. Ofurein-
faldir en samt svo hrikalega
góðir. 80/20 blanda af chuck
og hágæða nautahakki. Svo
gera þeir frönskurnar sínar
sjálfir.
2 Steikarborgarinn
á Búllunni
Steikarborgarinn á Búllunni
er hamborgari sem ég verð
að fá mér öðru hvoru. Búllan
er dásamlegur hamborgara-
staður og endalaus ást og
virðing til Tomma, the man,
the myth, the legend.
3 The Bird Berlin
Magnaður hamborgarastað-
ur í Prenzlauerberg í Berlín.
Skammtarnir eru risavaxnir
og hamborgararnir 250 g.
Fílingurinn, bragðið og kon-
septið algjörlega upp á 10.
4 Yuzu Chilli
Krakkarnir á Yuzu á Hverf-
isgötu eru töframenn. Fundu
alveg nýtt teik og alveg nýtt
bragð. Staður sem allir þurfa
að prófa. Muna að panta Yuzu
mayo með fröllunum.
5 Stefán Karl
á Fabrikkunni
Ég leyfi mér að nefna einn
til sögunnar úr eigin vopna-
búri. Stefán Karl er einn
besti borgari sem við höfum
sett saman. Eyþór Rúnarsson
draumakokkur negldi þenn-
an heiðursborgara Stefáns
Karls. Ávanabindandi.
HAMBORGARAR
MYND/VALLI
MYND/THEBIRDINBERLIN.COM
2 EYJAN 15. JANÚAR 2021 DV