Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 29
anir, verja velferðina og fegra hverfin í borginni. Auglýs­ ingaherferðin vakti nokkra athygli, aðallega þó fyrir ein­ mitt þetta slagorð því Fram­ sókn náði engum manni inn í Reykjavík þetta árið og því var Einar úti í kuldanum. Var ekkert að rannsaka málið Síðan voru það auglýsingar þar sem myndefni var notað án heimildar. Framsókn og flugvallarvinir notuðu tölvugerða mynd frá arki­ tektastofu í leyfisleysi í heil­ síðuauglýsingu sem birt var fyrir borgarstjórnarkosning­ arnar 2014. Í auglýsingunni var fullyrt að myndin sýndi fyrirhugaðar byggingar á hafnarbakkanum í Reykjavík en í raunveruleikanum sýndu myndirnar aðeins hluta af mögulegri útfærslu. DV fjallaði um málið á sínum tíma en kosninga­ stjórinn, Svanur Guðmunds­ son, fullyrti að myndirnar væru „úr skipulagi eða á vef borgarinnar“ og þegar hann var spurður hvort leyfi hefði fengist til að birta myndirnar sagði hann: „Ég hef ekki tal­ að við einn né neinn um leyfi fyrir einu né neinu. Þetta eru bara myndir sem mér voru réttar. Ég var ekkert að rann­ saka hvaðan þær komu.“ n Óvissuferðir fyrir gamalmenni Dagurinn var sannarlega góður fyrir Dag. Einar hafði ekki erindi sem erfiði. MYNDIR/TIMARIT.IS TÍMAVÉLIN D agur B. Eggertsson sóttist eftir 1. sæti í prófkjöri Samfylk­ ingarinnar 2006 og notaði hið skemmtilega slagorð „Góður Dagur til að kjósa“ sem birt var á kjördag. Þar var eftir­ farandi skilaboðum beint til flokksbundins samfylkingar­ fólks: „Nú er tækifærið til þess að mæta á kjörstað og setja kraftmikinn og fram­ farasinnaðan mann í fyrsta sætið.“ Dagur fékk fyrsta sætið og ári seinna tók hann við sem borgarstjóri í hundrað daga, frá október 2007 til janúar 2008, eftir að meiri­ hluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk út af Orkuveitumálinu. Dagur fékk þó ekki að sitja lengi í þetta skiptið því í janúar til­ kynntu Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F­listans, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, að þeir hefðu ákveðið að mynda saman meirihluta með Ólaf í stól borgarstjóra. Tími Dags kom þó aftur og hefur hann nú gegnt embætti borgarstjóra síðan 2014. Ókeypis fyrir aumingja Besti flokkurinn vakti mikla athygli þegar hann bauð fram í sveitarstjórnarkosningun­ um í Reykjavík 2010 og fékk sex menn inn í borgarstjórn. Jón Gnarr varð borgarstjóri og þótti nálgun hans að hlut­ verkinu ansi frumleg. Í stefnuskrá Besta flokks­ ins sagði meðal annars: „Besti flokkurinn er frjáls­ lyndur og heiðarlegur lýð­ ræðisflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sam­ eiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á jafnréttis­ grundvelli, með víðsýni að leiðarljósi. Við viljum skapa besta samfélag sem til er þar sem öllum líður vel og eru glaðir og tala saman um Besta flokkinn og hvað sé best fyrir alla og hvað sé gaman að vera í Besta flokkn­ um. Við ætlum að skipuleggja óvissuferðir fyrir gamal­ menni.“ Meðal kosningaloforða sem vöktu athygli voru Ókeypis í sund fyrir alla og frí hand­ klæði, hlusta meira á konur og gamalt fólk, og ókeypis í strætó fyrir námsmenn og aumingja. Einar úti í kuldanum Einar Skúlason skipaði 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík árið 2010 þegar hann fór fram undir slagorð­ inu „Þú meinar Einar“. Einar beitti sér fyrir „nýrri hugsun í íslenskum stjórnmálum“, hann vildi skapa fleiri störf, koma í veg fyrir skattahækk­ Auglýsingar í aðdraganda kosninga geta verið aldeilis skemmti- legar, rétt eins og þær geta verið mjög ófrumlegar og leiðinlegar. Við kíktum í tímavélina og fundum mjög áhugaverðar auglýsingar. FÓKUS 29DV 15. JANÚAR 2021 Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Fegrum hverfin Græna byltingu í Reykjavík. Veljum endurnýjun Ný hugsun í íslenskum stjórnmálum er nauðsynleg og heitir endurnýjaður listi Framsóknar því að starfa með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi og sýna þeim kurteisi, virðingu, trúnað og heiðarleika í viðmóti og umræðu. ÞÚ MEINAR Einar Skúlason skipar 1.sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann er með BA gráðu í stjórnmálafræði og MBA gráðu frá Edinborg. Einar stjórnaði Alþjóðahúsinu um árabil við góðan orðstír. Hann er þriggja barna faðir í Hlíðunum. EINAR Sköpum störf Við ætlum að búa til störf með viðhaldi á húsum, meiri ferðamennsku, með því að endurvekja Aflvaka, með því að nota Orkuveituna til að laða að fyrirtæki og svo framvegis og svo framvegis. Margt smátt gerir eitt stórt. Verjum velferðina Þetta er vissulega klisjukennt slagorð, en kannski er bara ekki hægt að segja þetta öðruvísi. Það verður að verja velferðina, standa vörð um hana. Tímarnir eru erfiðir. Fólk má ekki lenda á götunni, börnin verða að fá góða menntun, það þarf að hugsa um eldri borgarana og það þarf að tryggja börnum leikskólapláss. Þannig er það bara. Aukum lýðræðið Við viljum að 5% borgarbúa á öllum aldri geti með undirskriftum komið máli á dagskrá borgarstjórnar. Hækkum ekki skatta Fjölskyldur eiga nógu erfitt með að láta enda ná saman. Við munum ekki hækka skatta og gjaldskrár umfram verðbólgu. framsokn.is/reykjavik FRAMSÓKN Í REYKJAVÍK Myndirnar sýna fyrirhugaðar byggingar á hafnarbakka Reykjavíkur Við viljum lágreistar byggingar við höfnina í anda þeirra sem endur- byggðar voru við Lækjargötu 2 Við viljum einnig að Laugardalnum verði bjargað frá því skipulagsslysi sem núverandi meirihluti hefur samþykkt Hittu okkur á Facebook facebook.com/framsoknogflugvallarvinir GRÉTA BJÖRG 3. SÆTIJÓNA BJÖRG 4. SÆTI GUÐFINNA 2. SÆTI SVEINBJÖRG BIRNA 1. SÆTI VIÐ KJÓSUM EKKI SKIPULAGSSLYS EKKERT LEYFI Gleymdist að fá leyfi til að birta myndirnar. HUGSUM UM BÖRNIN Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík lofaði að gera vel við borgar- börnin 1998. ÓKEYPIS! Þessi birtist fyrir borgar- s t j ó r n a r - k o s n i n g a r 2014.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.