Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 20
L aufey Ebba lýsir sér sem 27 ára stelpukonu sem býr hjá afa sínum með hundinum Birtu. „Ég er reyndar að festa kaup á íbúð og fæ hana afhenta núna í vor. Við afi erum rosa náin en erum alveg tilbúin að slíta samvistum. Við erum samt ekki tilbúin að fara neitt of­ boðslega langt hvort frá öðru en erum að kaupa hvort sína íbúðina í sömu blokk í Njarð­ vík. Afi á efstu hæð og ég á neðstu,“ segir Laufey Ebba Eðvarðsdóttir. Laufey er með meistara­ gráðu í endurskoðun og reikn­ ingsskilum og starfar við það. „Ég er með stóran persónu­ leika og sterkar skoðanir á ýmsum málefnum. Ég held samt að ég sé nokkuð góð í að miðla málum og vinna með alls konar fólki,“ segir hún. Sá styrkleiki kemur að ein­ hverju leyti vegna systkina­ fjölda Laufeyjar, en hún á sjö systkini á öllum aldri. „Ég er yngst af sex börnum pabba megin en elst af þremur börnum mömmu megin. Ég er eiginlega yngsta barn, elsta barn og einkabarn, en mamma eignaðist litla bróður minn ekki fyrr en ég var að verða fjórtán ára. Ég held að þetta hafi hjálpað mér að ná tengingu við fólk á öllum aldri,“ segir hún. TikTok Laufey Ebba byrjaði á Tik­ Tok þegar fyrsta bylgja COV­ ID­19 skall á í mars, apríl í fyrra. „Ég er í áhættuhóp og mamma mín krafðist þess að ég kæmi heim til hennar og við fjölskyldan einangr­ uðum okkur saman í tæpa tvo mánuði. Þá byrjaði ég að vera mikið á TikTok og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir hún. Laufey segir að TikTok sé magnaður miðill. „Ég held að ég hafi ekki lært jafn mikið í öllu mínu langskólanámi eins og ég hef lært á TikTok,“ seg­ ir hún og bætir við að TikTok sé allt öðruvísi miðill en aðrir samfélagsmiðlar. „TikTok er hálfgert sam­ félag af fólki. Ég veit að það hljómar galið en TikTok gefur mér mjög mikið. Ekki bara at­ Laufey Ebba kemur til dyranna eins og hún er klædd með húmorinn að vopni. MYND/VALLI Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is FYRSTU LJÓTU SKILABOÐIN SEM ÉG FÉKK VORU „DREPTU ÞIG“ Laufey Ebba nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok. Hún leggur áherslu á að breiða út náungakærleik og boðskapinn að elska sig eins og maður er. Hún er ötull talsmaður gegn neteinelti og segir ógnvekjandi menningu þrífast á miðlinum. hygli og tækifæri til að búa til myndbönd, heldur ekki síst að fylgjast með öðrum, læra og horfa.“ Laufey viðurkennir að mið­ illinn hafi þó sínar neikvæðu hliðar. „Það er einnig mjög dökk menning þar inni sem er að mínu mati mikið áhyggju­ efni. Þar þrífst „hliðarsam­ félag“ af fólki sem nærist á því að niðurlægja aðra. Ég veit að það er gömul klisja að segja að það sé auðvelt að „fela sig á bak við skjáinn“, en það er satt. Ólíkt þessu „hefðbundna“ einelti sem hefur þekkst lengi er þessu oft ekki beint að ein­ um aðila heldur öllum. Ég hef miklar áhyggjur af því að við sem samfélag séum ekki að taka nógu hart á þessu. Ekki bara vegna þess að krakkar, sem eru þegar í vandræðum með eigin sjálfsmynd, verði fyrir barðinu á þessu, heldur ekki síður vegna þess að mér finnst ógnvekjandi að það sé kynslóð af krökkum sem finnst eðlilegt að segja við annað fólk „dreptu þig“ og „því oftar sem X heyrir að hann eigi að drepa sig því lík­ legra er að hann geri það“. Ég get ekki ímyndað mér að börn og unglingar, sem eru með svona menningu í sínum vinahóp, verði að almenni­ legum samfélagsþegnum,“ segir Laufey. „Við vitum að einelti hefur slæm áhrif á börn og ung­ menni, það sama gildir auð­ vitað um neteinelti. Það tók mig, fullorðna konu með gott sjálfstraust, góða fjóra mánuði að láta svona ummæli ekki ná til mín. Þannig að við getum rétt ímyndað okkur hvaða áhrif þetta getur haft á veikgeðja einstakling sem er enn að finna út hver hann er.“ Laufey segist jafnvel hafa meiri áhyggjur af krökkunum sem segja þessa hluti, krökk­ unum sem leggja í einelti. „Maður vill ekki kenna upp­ eldinu einu um þetta, enda held ég að þetta séu margir samverkandi þættir sem leiða til þess að það eru tugir krakka sem nærast á vanlíðan annarra.“ Kemur til dyranna eins og hún er klædd Laufey Ebba nýtur mikilla vinsælda á TikTok og er með tæplega 16 þúsund fylgjendur. Aðspurð hvað hún haldi að sé það sem valdi því að hún skeri Það tók mig, fullorðna konu með gott sjálfstraust, góða fjóra mánuði að láta svona ummæli ekki ná til mín. 20 FÓKUS 15. JANÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.