Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2021, Blaðsíða 35
Edda Andrésdóttir
Steingeit
28. desember 1952
n Ábyrg
n Öguð
n Góður stjórnandi
n Skynsöm
n Besservisser
n Býst við hinu versta
Stefán Ólafsson
Vatnsberi
29. janúar 1951
n Frumlegur
n Sjálfstæður
n Mannvinur
n Drífandi
n Flýr tilfinningar
n Sveimhugi
A ð þessu sinni verður rýnt í spilin fyrir söngkonuna Nönnu Bryndísi Hilmars-dóttur. Nanna hefur vakið mesta athygli
með hljómsveit sinni Of Monsters and Men.
Síðasta lagið þeirra sem kom út árið 2020 heitir
Visitor, ótrúlega vel heppnað og ekki leiðinlegt
að dansa við.
Nanna Bryndís er fædd í byrjun maímánaðar
sem gerir hana að Nauti. Nautin eru miklar til-
finningaverur en þó jarðbundin. Þau eru þekkt
fyrir metnað sinn og drifkraft, ákveðni og
þrjósku en það getur komið manni langt í lífinu.
Nautin hafa gaman af efnislegum hlutum en
eru alls ekki að eyða í óþarfa. Þau eru nautna-
seggir og kunna að meta góðan mat og falleg
heimili. Þau þrífast best á rútínu, skipulagi og
öryggi. Mikil náttúrubörn sem elska að vera
berfætt í grasinu.
Sexa í bikurum
Fortíðin | Bernskuminningar | Sakleysi | Gleði
Hér kemur upp einhver nostalgísk orka sem þú sækist
mikið í. Mér finnst eins og þú sért að tengjast ein-
hverjum upp á nýtt sem þú hefur verið í sambandi við
áður. En tíminn í sundur hefur gefið ykkur tíma til þess
að rækta ykkur hvort í sínu lagi þannig að þið eigið enn
betur saman núna. Ég finn líka fyrir innra barninu í þér,
þú vilt leika þér og ekki taka lífið of alvarlega. Ég sé
mikinn dans í kringum þig. Það er eins og þú gefir þér
meiri tíma til þess að rækta þetta innra barn og þínar
þarfir almennt. Mögulega hefur þú ekki alltaf sett sjálfa
þig í forgang en ert tilbúin til þess núna.
Heimurinn
Afrek | Sameining | Framkvæmd | Ferðalög
Heimurinn er auðvitað mikið lukkuspil og kemur upp hjá
fólki þegar það finnur fyrir einhvers konar heild, þegar
allt gengur bara upp. Verkefni sem virðist vera í erfiðri
fæðingu mun koma heim og saman en krefst þó aukinnar
þolinmæði. Þrátt fyrir að þú sjáir það ekki núna lofar þetta
spil góðri útkomu og mikilli uppskeru. Langþráður draumur
verður að veruleika og þótt það virðist varla mögulegt þá
sé ég líka einhver ferðalög þegar líða fer á árið.
Skilaboð frá spákonunni
Dulrænir og skemmtilegir tímar fram undan ef þú ert
tilbúin til þess að hlusta og hleypa því inn...
STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Nanna Bryndís
SVONA EIGA ÞAU SAMAN
Vikan 15.01. – 21.01.
Berfætt í grasinu…
Fjölmiðlakona og félagsfræðingur
MYND/VILHELM
stjörnurnarSPÁÐ Í
F rá og með 18. janúar verður fréttatími Stöðvar 2 í læstri dagskrá og aðeins að-gengilegur áskrifendum. Fjölmiðlakonan
Edda Andrésdóttir er öllum landsmönnum
kunn og þulur í fréttatímanum. Hún er gift
Stefáni Ólafssyni félagsfræðingi og lék DV for-
vitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið
er til stjörnumerkjanna.
Edda er Steingeit og Stefán er Vatnsberi.
Þegar þessi tvö merki koma saman þá draga
þau fram það jákvæða hvort í fari annars.
Steingeitin er varkár og afar skynsöm á meðan
Vatnsberinn er mikil hugsjónamanneskja. Á
yfirborðinu virðast þau vera algjörar and-
stæður en þeirra samband er sterkt.
Þau eru bæði með sterkar skoðanir á öllu en
tekst að ræða málin með ótrúlegri yfirvegun.
Steingeitin þrífst á skipulagi og Vatnsberinn
skilur oft ekki þessa áráttu, en kann að meta
öryggið sem fylgir henni.
Lykillinn er málamiðlun. Þau þurfa að vera
reiðubúin að leggja spilin á borðið og koma til
móts hvort við annað. n
MYND/SAMSETT
Hvað segja stjörnurnar um þig þessa vikuna?
Hrútur
21.03. – 19.04.
Nú verða þér allir vegir færir, eða
færari öllu heldur. Þú hefur ekki
átt auðveldustu vikurnar upp á
síðkastið en sérð nú fyrir endann
á því. Þú hefur fengið það svigrúm
sem þú þurftir til þess að núllstilla
þig. Fjárfestu í sjálfum þér er mottó
komandi daga!
Naut
20.04. – 20.05.
Lausn við ákveðnu vandamáli eða
svar við spurningu sem þú hefur
gengið með í kollinum síðustu
misseri kemur til þín. Verður mikið
„aha“ augnablik því lausnin eða
svarið verður svo skýrt og aug-
ljóst. Niðurstaða sem mun færa
þér mikla gleði.
Tvíburi
21.05. – 21.06.
Should I stay or should I go now? er
lag vikunnar hjá sæta tvíbbanum.
Þú veist ekki alveg í hvorn fótinn þú
átt að stíga. Hvernig væri bara að
stíga lítinn dans í staðinn? Þú hefur
mikla þörf fyrir breytingar.
Krabbi
22.06. – 22.07.
Þetta verður góð vika varðandi
peninga fyrir Krabbann. Einhver
ákvörðun eða tækifæri sem kemur
upp mun skila vel af sér. Stöðu-
hækkun eða aukin viðskipti eru í
orkunni sem umlykur þig. Þú segir
„já, takk“ og „loksins“, enda hefur
þú beðið eftir þessu.
Ljón
23.07. – 22.08.
Ástamál eru þér ofarlega í huga. Ef
þú ert einhleypt þá þarftu að stíga
út fyrir þægindarammann og taka
fyrsta skrefið. Ef þú ert hins vegar
í sambandi þá er kannski komið að
þér að leggja eitthvað Icy Spicy
tilboð á borðið. Málin eru í þínum
höndum.
Meyja
23.08. – 22.09.
Horfðu í spegilinn og segðu eftir-
farandi: „Ég get, ég ætla, ég skal!“
Þú hefur haft einhverjar efasemdir
upp á síðkastið en finnur kraftinn
og fókusinn þinn á ný. Þú ert færari
í að sjá framfarirnar í litlu skref-
unum, sem síðan munu koma þér á
leiðarenda.
Vog
23.09. – 22.10.
Á meðan þú lofar þér að fara
rólega inn í árið þá sérðu fyrir þér
stóra hluti á árinu. Þú ert tilbúin í
breytingar og ný tækifæri. Þessa
vikuna leggur þú grunnvinnu að
þeim verkefnum sem munu koma til
þín. Einn tölvupóstur er mögulega
byrjunin á nýju ævintýri.
Sporðdreki
23.10. – 21.11.
Sporðdrekinn fær spennandi
fréttir þessa vikuna frá kærum
fjölskyldumeðlim. Þú nýtur þín í
faðmi fjölskyldunnar og tekur því
óvenju rólega miðað við hversu ör
þú ert venjulega, elsku Sporðdreki.
Savasana er mantran þín.
Bogmaður
22.11. – 21.12.
Þó að þú skiljir manna best hug-
takið að eyða peningum til þess að
búa til peninga þá þýðir það ekki
að það taki ekki aðeins á taug-
arnar. Ekkert sem eitt stykki gott
Excel-skjal og rauðvínsglas getur
ekki lagað. Gefðu þér góðan tíma
til þess að skipuleggja vel næstu
skref til þess að halda utan um
planið.
Steingeit
22.12. – 19.01.
Neyðin kennir naktri konu að
spinna og þú ert síður en svo
allsber. Þínum plönum var hent
út um gluggann en þannig byrja
bestu ævintýrin. Þú ert til í þessar
breyttu aðstæður og hefst handa
við að búa til ný tækifæri.
Vatnsberi
20.01. – 18.02.
Þú ert óvenju eirðarlaus þessa
vikuna og finnur þér alls konar
skemmtilegt að gera. Þú gengur á
nokkur fjöll, ferð í sjósund, bakar
nokkrar kökur og heldur eitt lítið
og gott matarboð. Skemmtileg og
uppátækjasöm vika fram undan.
Fiskur
19.02. – 20.03.
Ekki örvænta þótt það verði ekki
mikið úr vikunni. Þú eyðir megninu
af tímanum í dagdrauma sem eru
alls ekki sóun á tíma því það getur
verið byrjunin á einhverju mögn-
uðu! Það er „Manifest“ vika fram
undan hjá flæðandi Fisknum.
Páfinn
Andleg viska | Trú | Hefðir
Hér er vísað í innra ferðalag. Það er eins og þú hafir köllun
til þess að kafa dýpra inn á við. Hugleiðsla verður meira að
daglegri rútínu og þú finnur mikinn styrk þar. Innsæið þitt
kemur líka sterkt inn og skilaboð koma til þín í draumum.
Ráðlagt er að geyma dagbók við rúmið þitt því undirmeð-
vitund þín mun taka þátt í þínu næsta sköpunarverki.
FÓKUS 35DV 15. JANÚAR 2021