Morgunblaðið - 20.06.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 20.06.2020, Síða 4
Danir Nicolai Volqvartz, til hægri, og Janne Færch, kona hans. Eftir þriggja mánaða stopp fóru Kynnisferðir í gær í fyrsta leiðang- urinn með erlenda ferðamenn út á land. Vegna kórónaveirunnar hefur ferðaþjónustan verið í dái, en er nú að komast aftur á skrið. „Þetta er gleðidagur,“ sagði Haukur Júl- íusson hjá Kynnisferðum við Morgunblaðið í gær þegar lagt var upp í ferðina í gærmorgun. Ellefu manns af ýmsu þjóðerni voru í hópnum sem fór Gullhringinn; það er Þingvelli, Geysi og Gullfoss og kom í bæinn síðdegis. Við erum veirulaus Meðal farþega í ferðinni í gær voru Danirnir Nicolai Volqvartz og Jannes Færch kona hans. „Ferða- takmarkanir í Danmörku hafa ver- ið miklar, en nú er landið að opn- ast,“ sagði Volqvartz. „Við gátum samkvæmt reglum stjórnvalda val- ið um að fara til Noregs, Þýska- lands eða Íslands sem varð nið- urstaðan. Við komuna til landsins í gær fórum við í próf á Keflavíkur- flugvelli og erum veirulaus sam- kvæmt smáskilaboðum sem við fengum í morgun. Við getum því notið ferðarinnar áhyggjulaus á Ís- landi, en hingað höfum við komið oft áður og finnst alltaf jafn áhugavert.“ Út júlímánuð verða Kynnisferðir aðeins með á áætlun ferðir um Gullna hringinn og suðurströndina; það er úr Reykjavík og austur í Vík í Mýrdal. Farið er eftir bók- unum hverju sinni. Íslendingar eru svo farnir að stimpla sig inn og spyrja talsvert um ferðir í Þórs- mörk og Landmannalaugar. „Mér finnst eftirtektarvert að spurningarnar í ferðinni núna eru hefðbundnar, um landið og söguna, en ekki kórónaveiruna eða Co- vid-19. Slíkt segir mér að rétt hafi verið staðið að upplýsingamiðlun vegna veirunnar og efasemdum verið eitt með skýrum svörum,“ segir Halldór Björnsson Jensen, leiðsögumaður og fararstjóri í leið- angri gærdagsins. sbs@mbl.is Kynnisferðir aftur af stað  Fyrsta ferð eftir stopp  Gullhringur  Engar áhyggjur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hópur Lagt af stað. Halldór Björnsson leiðsögumaður lengst til vinstri. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 Bláa lónið opnaði dyr sínar á ný í gær eftir rúmlega þriggja mánaða lokun, en loka þurfti lóninu 23. mars vegna kórónuveirufaraldurs- ins. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir það mikið fagnaðarefni að geta tekið á móti gestum á ný. „Það var sérstaklega ánægjulegt að geta boðið gesti velkomna á ný. Bláa lónið skartaði sínu fegursta og veðrið lék við gesti. Konur voru leystar út með glaðningi í tilefni kvenréttindadagsins og gestum var meðal annars boðið upp á flotupplifun og ýms- ar kræsingar. Dagurinn var fallegur og við er- um glöð með góðar og jákvæðar viðtökur,“ segir Helga. Hún segir Íslendinga hafa verið í miklum meirihluta við opnunina. „Þó svo að áætlaður fjöldi gesta í sumar verði ekki í lík- ingu við það sem við eigum að venjast á þess- um árstíma virðist áhugi Íslendinga vera mik- ill og þeir áhugasamir að upplifa allt það sem Bláa lónið hefur upp á að bjóða. Við hlökkum sérstaklega til þess að taka á móti þeim.“ Helga segir gesti hafa verið um 400 talsins. Eitthvað var um erlenda ferðamenn en megin- þorri gesta voru þó Íslendingar. Meðan á lok- uninni stóð var tíminn nýttur til þess að sinna framkvæmdum og umbótum á staðnum. Auk lónsins sjálfs hafa tvö hótel og fjórir veitinga- staðir fyrirtækisins opnað að nýju. Bláa lónið býður nú upp á ýmis tilboð til að höfða til Ís- lendinga, bæði fyrir lónið sjálft og svo hótelin sem þar eru. Morgunblaðið/Eggert Bláa lónið Fjölmennt var í Bláa lóninu í gær eftir að það var opnað að nýju eftir þriggja mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Íslenskir gestir voru í miklum meirihluta. Hundruð gesta í lóninu á fyrsta degi  Bláa lónið var opnað á ný eftir rúmlega þriggja mánaða lokun vegna heimsfaraldurs kórónuveiru Tilnefningar óskast til viðurkenninga umhverfis- og auðlindaráðuneytisins Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir tilnefningum til verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september. Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki, ljósmyndara eða rithöfundi fyrir umfjöllun um umhverfismál og/eða íslenska náttúru undangengna tólf mánuði (ágúst – ágúst). Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti verður veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar. Tilnefningar ásamt rökstuðningi skal senda í síðasta lagi 20. ágúst 2020 á netfangið postur@uaris Stjórnarráð Íslands Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.