Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég var óneitanlega kvíðinn fyrir byrjuninni, vissi eftir dapurt smá- laxasumarið í fyrra að það gæti orðið lítið af tveggja ára laxi í ánni þegar við opnuðum, en sem betur fer var mun meira af honum en ég bjóst við. Við erum komin í 120 laxa núna og hollið í gær endaði með 31 lax, enda er smálaxinn farinn að ganga af vax- andi krafti,“ sagði Einar Sigfússon staðarhaldari við Norðurá. Hann sagði Sigurð Má Einarsson fiskifræðing hafa komið við við ána í vikunni og spurt sig kankvíslega: „Er það byrjað?“ Sigurður átti við hvort smálaxinn væri farin að mæta en hann hefur spáð öflugum smá- laxagöngum í ár. „Ég spái að þetta eigi eftir að verða skemmtilegt sumar hér við Norðurá – ég spái 2.300 löxum plús!“ sagði Einar glaðbeittur. Nú er vaxandi straumur með stór- streymi í næstu viku og Einar segir smálaxagöngur hafa byrjað að sýna sig nú síðustu daga og gangi laxinn hratt upp ána, endið vatnið gott og hlýtt fyrir árstíma, hafi verið ellefu gráður á fimmtudag. Þegar vatnið sé kaldara fari laxarnir hægar yfir. „Það er kominn fiskur upp í Poka og á milli fossa, þegar hann róast þá fer hann að taka enn betur,“ sagði hann. „Fáir fiskar og langt á milli“ Veiðimenn sem hafa lagt flugur sína fyrir laxa í fyrstu hollum sum- arsins hafa margir upplifað það sama og veiðimaður sem var í öðru hollinu í Kjarrá. „Það eru fáir fiskar og langt á milli þeirra,“ sagði hann. Og það kemur ekki á óvart eftir hörm- ungagöngur smálax í fyrra, að ekki skili sér margir stórlaxar sem eru jú af sömu kynslóð seiða sem gengu til hafs. Opnunarhollið í Kjarrá fékk 30 laxa, það næsta 13 og hið þriðja átta. Mest voru það fallegir stórlaxar sem veiddust hér og þar í ánni. En á næstsíðustu vakt varð greinileg breyting þegar skyndilega birtist smálaxaganga í hinum góða veiðistað Runka á neðsta svæði. Vanur veiði- maður var þar með dóttur sinni og ráðlagði henni að setjast bara niður og njóta útsýnisins meðan laxarnir róuðust og hættu að stökkva og skvetta sér. Sem þau gerðu og tóku að kasta eftir hálftíma – en þá var gangan rokin upp úr hylnum. Að minnsta kosti einn var þó eftir og náði dóttirin honum. Önnur ganga var mætt í hylinn morguninn eftir og veit á gott, nokkrum dögum áður en stórstreymt er. Úr Vatnsdal bárust þær fréttir að félag Björns K. Rúnarssonar og Sturlu Birgissonar, sem er staðar- haldari í Ásum, tæki við rekstri Vatnsdalsár af Pétri Péturssyni sem hefur verið í forsvari þar síðan 1997. Þriðji eigandinn í nýja félaginu er breska gítarkempan Eric Clapton, sem á þriðjungshlut, en hann hefur veitt í Vatnsdal árum saman undir leiðsögn Sturlu. Morgunblaðið/Einar Falur Togast á Þorsteinn J. landar líflegum 64 cm smálaxi í Runka í Kjarrá. Áin var skoluð síðustu daga og veiðin hæg. Smálaxinn tekinn að ganga af vaxandi krafti  „Er það byrjað?“  Clapton meðal leigutaka í Vatnsdal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Takmarkaðar veiðar verða leyfðar í Andakílsá í sumar en veiðar hafa leg- ið niðri frá því á árinu 2017 þegar set barst fyrir slysni úr lóni Andakíls- árvirkjunar og fyllti hylji og lagðist yfir hrygningarsvæði. Veiðarnar verða í tilraunaskyni til að afla upp- lýsinga um veiðstaði og hvernig fisk- urinn tekur við sér. Veiðileyfi verða ekki seld. Frá því umhverfisslysið varð hef- ur verið unnið að hreinsun árinnar á kostnað Orku náttúrunnar og sleppt í hana seiðum til að vega á móti þeim árgöngum sem duttu út. Ekki sömu hyljir og áður Ragnhildur Helga Jónsdóttir í Ausu, formaður Veiðifélags Anda- kílsár, er nokkuð ánægð með stöð- una. Tekur þó fram að áin sé ekki orðin jafngóð og hún var. Aur sé enn þá í henni en hafi færst neðar. Hyljir hafi verið í sæmilegu ástandi við skoðun á dögunum. Hyljir séu þó ekki þeir sömu og var en hún tekur fram að þeir geti eigi að síður orðið góðir. Það eigi eftir að koma í ljós. Svo eigi eftir að sjá í hve miklu mæli lax skili sér í sumar og hvernig tilraunaveiðarnar gangi. Sleppt var 30 þúsund seiðum af stofni árinnar á síðasta sumri og öðru eins í sumar. Ragnhildur segir að áfram verði sleppt seiðum en í minna mæli. Lífríkið er að jafna sig Sigurður Már Einarsson, fiski- fræðingur hjá Hafrannsóknastofn- un, segir að lífríki árinnar sé smám saman að jafna sig og telur að það hafi í raun gerst ótrúlega hratt. „Hún hefur hreinsað botninn nokkuð vel og þörunga- og smádýralíf er orðið virkt og fiskur farinn að hrygna,“ segir Sigurður og bætir því við að von sé á laxi í sumar úr seiða- sleppingum síðasta sumars. Veiðar hefðu átt að hefjast í Anda- kílsá í dag, eftir veiðidagatalinu, og standa út september. Tilraunaveið- arnar á vegum veiðifélagsins hefjast 15. júlí. Veitt verður á eina stöng, í stað tveggja venjulega, ekki í fullan tíma og með ströngum skilyrðum. Veitt í tilrauna- skyni í sumar  Lífríki Andakílsár er að jafna sig Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Andakílsá Reynt hefur verið að dæla aur úr ánni frá því slysið varð. Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Vestmanneyjar - af fólki, fuglum og ýmsu fleiru, eftir Sigurgeir Jónsson sem áður hefur skrifað fjölmarg- ar bækur um Eyjar og Eyja- menn. Nú fjallar hann um æsku- slóðir sínar í byggðinni fyrir ofan hraun í Vestmanna- eyjum, búskap- arhætti og fólkið sem þar bjó; rifjar upp kynni sín af sérstæðum persónum eins og séra Halldóri Kolbeins, Nýju í Suð- urgarði og Munda í Draumbæ. Sigurgeir var á ferðinni í Reykja- vík í gær og kom færandi hendi til þríeykisins margfræga, þar sem hann afhenti fyrstu eintök af bók- inni. Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir og Víðir Reynisson yf- irlögregluþjónn eru báðir Eyjamenn og að sjálfsögðu fékk Alma D. Möller landlæknir einnig eintak. Í bókinni fjallar Sigurgeir einnig um fjóra eftirminnilega félaga sína, þá Bjarnhéðin Elíasson, Sævar í Gröf, Ása í Bæ og Guðmund kantor og segir af þeim sögur. Ýmis sér- kenni Vestmannaeyinga á fyrri tíð eru líka tíunduð, t.d. vatnsbúskap- urinn í Eyjum áður en vatnsleiðsla var lögð þangað ofan af landi, auk þess sem rifjaðar eru upp minn- ingar frá eldgosinu 1973. Sigurgeir segir enn fremur frá nokkrum minnisstæðum atvikum í lífi sínu, svo sem brúðkaups- ferðalagi þeirra Katrínar L. Magn- úsdóttur, og stærðfræðikennslu sem hann fékk á skólaárum sínum í Kennaraskólanum hjá vistmanni á Kleppi. Svo plataði hann mann og annan í gervi ljóðskáldsins Jóns Kára, svo nokkur dæmi séu nefnd um frásagnir í bókinni. Ný bók með sögum af fólki og fuglum í Eyjum Ljósmynd/Gunnar Kr. Sigurjónsson Afhending Sigurgeir Jónsson kom færandi hendi í gær með eintök af bók- inni til þríeykisins Þórólfs Guðnasonar, Víðis Reynissonar og Ölmu Möller.  Þríeykið fékk fyrstu eintökin að gjöf í gær Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skoðið // www.hjahrafnhildi.is Fylgið okkur á facebook SKOÐIÐNETVERSLUNLAXDAL.IS LÉTTAR SUMAR YFIRHAFNIR VIND OG VATNSVARÐAR 20% afsl áttu r Opið laugard. 10-15 Skipholti 29b • S. 551 4422 SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.