Morgunblaðið - 20.06.2020, Síða 12
maður gengur svolítið
í barndóm við þetta.
Ég hef verið í þrjátíu
ár í hljómplötubrans-
anum og mest af því
sem ég hef verið að
lesa tengist tónlist,
þetta eru ævi- og
ferilsögur lista-
manna og hljóm-
sveita sem og
fræðibækur. Ég
er líka að skrifa
mikið um bar-
okktónlist í er-
lend fræðirit,“
segir Jóhannes
sem byrjaði
sinn feril í starfi í
tónlistarversluninni Japis.
„Ég var þar í læri hjá þeim
til að sitja í nýju
bókabúðinni og
hafa þá ánægju að
þjóna gestum.
„Mér fannst
skemmtilegt og
nánast ljóðrænt þeg-
ar Bjarni hafði sam-
band við mig um
vinnuna hér, því þá
var ég búinn að skrifa
fyrstu blaðsíðuna í
fyrstu bókinni minni,“
segir Jóhannes sem er
sannarlega á réttum
stað, því hann er bóka-
maður og hefur lesið
mikið alla tíð.
„Mér finnst gaman
að handleika bækur hér í
búðinni sem ég las barn að aldri,
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta hefur verið heljarinnarpúl, við Jóhannes bárumhingað inn 32 vörubretti ogplötur. Þetta minnir á
baggatíningar í gamla heyskapnum
að henda svona til hverjum bókakass-
anum af öðrum,“ segir Bjarni Harð-
arson sem margir þekkja sem bók-
sala í Bókakaffinu á Selfossi, en hann
opnaði í vikunni bókamarkað í höf-
uðborginni.
„Í hverjum heilbrigðum ein-
staklingi blundar að ná heimsyfir-
ráðum, og þetta er fyrsta skrefið hjá
okkur í heimsvaldastefnunni, að færa
út kvíar Bókakaffisins. Við erum út-
rásarvíkingar úr Flóanum, þeir fara
ekkert lengra en á Seltjarnarnes,“
segir Bjarni og hlær.
„Mig langaði að gera eitthvað
svona og nú er tækifæri því Íslend-
ingar eru allir heima á landinu og
annar taktur í samfélaginu. Bókin á
alltaf aukna möguleika í aðstæðum
eins og þeim sem nú eru. Við höfum
verið að taka við gömlum bókum
mjög lengi og okkur vantaði mögu-
leika til að koma þessu út. Þetta verð-
ur bæði fornbókabúð og venjuleg
bókabúð. Þetta er eftir módeli Bóka-
kaffisins á Selfossi, þó þetta sé sett
upp sem lagersala eða markaður og
aðeins sem þriggja mánaða verkefni.
Hér verða bækur á tilboðsverði eins
og á öllum bókamörkuðum, þetta eru
1.000 titlar af nýjum bókum, 8.000 af
eldri titlum og notuðum bókum, svo
það úr miklu að velja.“
Gull og gersemar í glerskáp
„Borðin hér verða undirlögð af
nýjum bókum en veggirnir með
gömlum bókum. Við setjum þetta
upp eins og í fornbókabúð, það er bú-
ið að vinsa úr þessu það sem reynslan
segir að sé óseljanlegt. Gömlu bæk-
urnar koma úr ótal heimilissöfnum,
dánarbúum og svo framvegis. Við er-
um með þetta í flokkum, einhverja
metra af bókum sem seljast á innan
við þúsundkall stykkið, en svo erum
við með dýrara dót, ritsöfn og lok-
aðan glerskáp með gullum og ger-
semum, alveg aftur í Hólaprent. Við
erum til dæmis með Jóhannes Birki-
land og annað eftirsótt,“ segir Bjarni
og bætir við að á nýja staðnum verði
lagt upp úr því að fólk geti sest niður í
þægileg sæti, lesið í bók og drukkið
kaffi.
„Hér verður alltaf heitt á könn-
unni og við lögðum mikið á okkur við
að finna gamalt sófasett þar sem
næðist þessi afslappaða stemning og
fegurð. Þetta notalega horn er einn
mikilvægasti staðurinn í bókabúð-
inni, því bókabúð er ekki bara við-
skipti, hún er miklu meira,“ segir
Bjarni og bætir við að ef þetta gangi
vel í þessa þrjá mánuði, þá sé mögu-
leiki að þróa upp úr þessu varanlega
búð.
„Hún yrði höfð í sama dúr og
Bókakaffið á Selfossi, sem kaffihús
og bókabúð í sama húsnæði. Jóhann-
es gæti verið með sérstaka tónlistar-
deild hér innan búðar,“ segir Bjarni
sem á við Jóhannes Ágústsson sem
verður verslunarstjóri á nýja staðn-
um.
„Ég er óskaplega heppinn að fá
Jóhannes til liðs við mig, hann er hok-
inn af reynslu af verslunarstörfum,
hann hefur verið í aldarfjórðung
kaupmaður í borginni. Fyrir Flóa-
mann eins og mig er það dýrmæt
leiðsögn.“
Var í læri hjá Ásmundi
Jóhannes er ekki síður ánægður
með nýja starfið, hann segist hlakka
mikla snillingi Ásmundi Jónssyni.
Seinna stofnaði ég ásamt félaga mín-
um verslunina 12 tóna, það var fyrir
22 árum og mér fannst vera góður
tími til að horfa í aðrar áttir þegar ég
fór út úr þeim rekstri í fyrra. Ég tel
mig ótrúlega heppinn að vera kominn
inn í þessa veröld bóka aftur, því ég
hef svo gaman að því að þjónusta við-
skiptavini, ég fæ mikið út úr því,“
segir Jóhannes og bætir við að allir
ættu að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi í búðinni. „Við erum með glæsi-
lega deild í íslenskum fræðum, sagn-
fræði og fleira. Við erum líka með frá-
bært úrval af ljóðum.“
Bókakaffið komið til borgarinnar
Bókakaffið á Selfossi stefnir á heimsyfirráð og hefur
því fært út kvíarnar og opnað bókamarkað í
Reykjavík. Þar eru nýjar og notaðar bækur á tilboði
og ljúfur kaffisopi í boði í notalegu sófahorni. Blaða-
maður kíkti við þegar Bjarni Harðarson og Jóhannes
Ágústsson voru að leggja lokahönd á uppröðun bóka
rétt fyrir opnun fyrr í vikunni.
Morgunblaðið/Eggert
Ný búð Bjarni og Jóhannes uppgefnir eftir að hafa borið inn 32 vörubretti, en fjallhressir og spenntir.
Bókalagerinn er til húsa í Ár-
múla 42, opið í allt sumar alla
daga nema sunnudaga kl. 13-18.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020
Listakonurnar Silfrún Una Guðlaugs-
dóttir og Tara Njála Ingvarsdóttir
vinna mikið gjörninga og innsetn-
ingar þar sem þátttaka áhorfenda er
oftar en ekki stór þáttur í heildar-
verkinu.“ Svo segir í tilkynningu um
fuglasmiðjuna Sjáið fuglana, sem
þær Silfrún og Tara munu leiða í Við-
ey fyrir fjölskyldur á morgun, sunnu-
dag, kl. 13:30-16.
„Smiðjan er haldin í húsi sem kall-
ast Naustið og stendur við fjöru-
borðið vestan megin á eyjunni,
skammt frá Friðarsúlu Yoko Ono.
Þátttakendur eru hvattir til að horfa
vel í kringum sig á göngunni frá ferj-
unni og yfir í Naustið og taka sér-
staklega eftir fuglalífinu til að fá inn-
blástur áður en sest er inn og hafist
handa við fuglagerð. Að smiðju lok-
inni er upplagt að fara í fjöruferð fyr-
ir neðan Naustið. Siglt verður frá
Skarfabakka kl. 13:15 og heim aftur
samkvæmt áætlun og þegar fólki
hentar. Veitingasala í Viðeyjarstofu
er opin. Allt hráefni á staðnum og er
smiðjan þátttakendum að kostnaðar-
lausu en greiða þarf í ferjuna.“
Fuglasmiðja í Viðey á morgun, sunnudag
Gaman að sjá fuglana fljúga
Listakonur Silfrún Una og Tara Njála alveg hoppandi kátar.
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í