Morgunblaðið - 20.06.2020, Side 14

Morgunblaðið - 20.06.2020, Side 14
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fyrstu hóparnir sem sinna Hálend- isvakt Slysavarnafélagsins Lands- bjargar héldu í gær upp á öræfi og verða næstu dagana í Landmanna- laugum. Lagt var upp frá Olís í Norðlingaholti í Reykjavík síðdegis og þar – og víðar á landinu – voru vegfarendur teknir talir og þeim kynnt öryggisatriði á ferðalögum. Það eru liðsmenn Björgunarsveitar Hafnarfjarðar sem byrja vaktina í Laugum, en aðrir koma í þeirra stað á sunnudag um næstu helgi. Í Drekagil og Nýjadal Eftir tíu daga verður björgunar- sveitarfólk úr öðrum deildum komið í Drekagil í Dyngjufjöllum norðan Vatnajökuls og í Nýjadal við Sprengisandsleið. Þá verða hópar á vakt í Skaftafelli í júlímánuði og jafnvel lengur, enda margir á ferð- inni þar og annars staðar á Vatnajökulssvæðinu. „Meðal okkar fólks í björgunar- sveitunum er eftirsótt að sinna Há- lendisvaktinni. Á hverju sumri sinn- ir vaktin, sem um 200 manns úr sveitum víða á landinu koma að, um 2.000 atvikum og aðstoðarbeiðnum. Af þeim eru um 15% bráðamál; það er slys, bráð veikindi eða leit að týndu fólki og þá þarf að bregðast skjótt við. Í slíkum tilvikun sannast gildi Hálendisvaktarinnar mjög sterkt,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Slysavarnafélag- inu Landsbjörg. Þetta er 15. sumarið sem Hálend- isvaktinni er haldið úti en hún stendur fram í ágúst ár hvert. Fljótt kom í ljós að viðvera af þessum toga væri nauðsynleg, en forvarnir og upplýsingagjöf til ferðamanna eru hér gildur þáttur. Taka fólk tali og vísa því veginn. Þar með er talið verkefnið Safetravel þar sem ferða- menn geta sett inn rafrænar ferða- áætlanir sem geta skipt sköpum við leit og björgun eins og oft hefur komið á daginn. Morgunblaðið/Eggert Samtal Jónas Guðmundsson leggur á ráðin. Björgunarsveitarfólk úr Hafnarfirði er með vaktina fyrstu dagana. Hálendisvaktin er farin í Landamannalaugar  200 björgunarsveitarmenn verða á öræfum í sumar Morgunblaðið/Eggert Útbúnaður Torfæruhjóli komið fyrir á bílpalli. Allt getur gerst í öræfaferð- um og tekur viðvera og tækjakostur hjálparsveitanna mið af því. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 Nýverið varði Elías Mikael Vagn Siggeirsson doktorsritgerð sína í varma- og straumfræði við tækniháskólann Chalmers í Gauta- borg. Doktorsverkefnið ber titilinn „Aerodynamics of an Aeroengine Intermediate Compressor Duct: Ef- fects from an Integrated Bleed Sys- tem“ og fjallar um nýtingu og tölvuhermanir á flæði lofts í af- mörkuðum hluta flugvélahreyflis. Flugvélahreyflum, sem eru á nú- tíma farþegaflugvélum, er venju- lega hægt að skipta í 3 kerfi, þjöpp- un, brunahólf og hverfil. Doktors- verkefni Elíasar fjallar um tengingu lág- og háþrýstikerfa í þjöppunarfasa hreyfilsins, segir í tilkynningu. Markmið verkefnisins var tví- þætt. Í fyrsta lagi að skilja betur hegðun loftflæðis í viðkomandi hluta hreyfilsins þegar hreyfillinn þarf að skila minna afli en hann er hannaður fyrir, t.d. þegar flugvélin lækkar flugið til lendingar. Í öðru lagi snerist verkefnið um að beita þróaðri herm- unarmódelum en hingað til hefur verið beitt í þessu samhengi. Elías lauk stúdentsprófi af náttúrufræði- braut frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2009, BSc-prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2012 og MSc-prófi í vélaverk- fræði frá tækniháskólanum Chal- mers í Gautaborg árið 2015. Sam- býliskona hans er Guðrún María Guðjónsdóttir, sem kláraði MSc- próf í byggingarverkfræði frá tækniháskólanum Chalmers í Gautaborg árið 2016, og eiga þau saman dótturina Þóreyju Elísabetu Elíasdóttur. Foreldrar Elíasar eru Hrafn- gerður Ösp Elíasdóttir leiðbeinandi og Siggeir Stefánsson framleiðslu- stjóri. Varði doktorsritgerð um nýtingu og tölvu- hermanir á flæði lofts í flugvélahreyfli Elías Mikael Vagn Siggeirsson Lokamót meistaradeildar í hestaíþróttum fer fram á Brávöllum á Selfossi í dag. Mótið er haldið í tengslum við Íslandsmót barna og unglinga sem fram fer á Selfossi þessa dagana. Keppt verður í tölti og flugskeiði og að því búnu verður meistari deildarinnar krýndur. Keppni hefst klukkan 19 en áður verður boðið upp á grillmat og Ingó veðurguð lætur eitthvað til sín heyra. Jakob Svavar Sigurðsson, meistarinn frá síðasta ári, er langstigahæstur fyrir lokamótið og líklegur til að verja titilinn. Hann er með 38 stig en Viðar Ingólfsson er með 23 stig. Viðar á þó raunhæfa möguleika á að vinna muninn upp. Sjóður stofnaður til stuðnings Eddu Rúnar Knapar í meistaradeildinni munu keppa til stuðnings Eddur Rúnar Ragnarsdóttur knapa vegna afleiðinga slyss sem hún varð fyrir þegar hún féll af hestbaki í maí sl. Í töltinu munu þeir bera armband og í skeiðinu klæð- ast þeir bolum merktum „FyrirEddu“. Stofnaður verður sjóður til að styðja fjárhagslega við bakið á Eddu Rún og fjölskyldu hennar. Hægt er að sjá reikningsnúmer á vef meistaradeildar, meistaradeild.is. Keppa til stuðnings Eddu  Lokamót meistaradeildar í hestaíþróttum á Selfossi í kvöld Ljósmynd/aðsend Meistaradeild Jakob Svavar Sigurðsson stendur best að vígi í baráttunni um meistaratitilinn. „Við höfum tekið á móti nokkrum viðskiptavinum og finnum fyrir auknum áhuga. Fleiri bókanir berast nú en undanfarna mánuði. Það er þó ennþá hægur gangur,“ segir Hlynur Elfar Þrastarson, framkvæmda- stjóri Kúkú campers ferðabílaleig- unnar, um viðskiptin eftir að slakað var á takmörkunum ferðalaga til landsins. „Við finnum fyrir því að áhuginn á landinu hefur ekkert dvínað. Bókun- um hefur fjölgað en flestir eru að spyrjast fyrir um hvernig kerfið hér virkar og fá upplýsingar um hvort við teljum að þeir geti komið til landsins á tilteknum tíma. Maður má því vera bjartsýnn um framhaldið fyrir ferðaþjónustuna, ég tala nú ekki um þegar faraldurinn hjaðnar enn frekar. Þó má gera ráð fyrir að hún verði með breyttu fyrirkomu- lagi,“ segir Hlynur. Starfsemi fyrirtækja sem leigja út ferðabíla er mjög árstíðabundin og liggur mikið í dvala yfir vetrartím- ann. Bílarnir eru því í geymslu. Vegna afleiðinga kórónuveirufarald- ursins hefur sá tími lengst. Jafn- framt hefur fyrirtækið þurft að nýta sér úrræði stjórnvalda og fækkað starfsfólki. Hlynur segir að starfs- fólk hafi nýtt tímann til að halda við bílaflotanum. Því sé hægt að ræsa hann með stuttum fyrirvara og kalla inn starfsfólk eftir verkefnum. Segir hann þó nauðsynlegt að fara varlega í það því ekki sé gott að þurfa að fækka aftur, ef verkefni minnka aft- ur í haust. Sértilboð til Íslendinga Erlendir ferðamenn hafa borið uppi viðskiptin hjá Kúkú campers. Nú hefur fyrirtækið, eins og mörg önnur ferðaþjónustufyrirtæki, boðið Íslendingum að leigja sér ferðabíl í sumar á sérkjörum. „Viðtökur hafa verið vonum framar. Margir hafa bókað bíla í sumar og einhverjir eru farnir af stað,“ segir Hlynur Elfar. helgi@mbl.is Áhuginn á land- inu ekki dvínað  Bókanir að aukast hjá ferðabílaleigu Ferðalag Ferðabíll frá Kúkú camp- ers á fallegum ferðamannastað. Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður - Við erum hér til að aðstoða þig! - • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.