Morgunblaðið - 20.06.2020, Síða 15

Morgunblaðið - 20.06.2020, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Þingmenn stjórnarandstöðu flokka á Alþingi segjast ekki hafa heyrt af þeim möguleika ríkisstjórnarflokk- anna að rifta samkomulagi sem kveður á um að stjórnarandstaðan fari með formennsku í þremur fasta- nefndum Alþingis. „Við höfum ekk- ert heyrt af því að þetta væri í um- ræðunni nema í fjölmiðlum. Það eru fundir mörgum sinnum á dag um hvernig eigi að ljúka þessu þingi en þetta hefur ekkert verið rætt þar og ekki heldur innan nefndanna. Ef stjórnarflokkarnir eru óánægðir verða þeir bara að finna út úr því,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þing- maður Samfylkingarinnar og for- maður velferðarnefndar. Samkvæmt samkomulagi sem gert var við upp- haf kjörtímabilsins fer stjórnarand- staðan með formennsku í stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðar- nefnd. Heimildir Morgunblaðsins herma að töluverðrar óánægju gæti meðal þingmanna stjórnarflokkanna með fyrirkomulagið. Erfitt á báða bóga Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis, segir fyrirkomulagið vera flókið fyrir báða aðila. „Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi gengið á ýmsu í kringum þetta. Þetta er ekki einföld staða, fyrir hvorugan aðilann. Þetta gerir ákveðnar kröfur til beggja aðila og það kannski geng- ur misvel að uppfylla þær,“ segir Steingrímur. Hann segir fyrirkomu- lagið hafa komið til sögunnar í kjöl- far sameiningar Alþingis í eina mál- stofu árið 1991. „Fyrstu stjórnarandstæðingarnir eftir það eru formenn í nefndum á því kjör- tímabili og því næsta, ég var til dæm- is formaður sjávarútvegsnefndar sem stjórnarandstæðingur frá 1995 til 1998. Síðan var þessu hætt, það náðist ekki samkomulag um þetta, á meðan á einhverjum kjörtímabilum stóð. Með breytingum á þingsköpum 2011 er það sett skýrt inn að það sé almenna reglan að menn deili for- ystustörfum innan þingsins með þessum hætti. Þetta var við lýði á ár- unum 2013 til 2016 með fínum ár- angri, en það náðist ekki samkomu- lag á stutta tímabilinu 2016 til 2017. Þegar þessi ríkisstjórn er mynduð var boðið upp á þetta og niðurstaðan var að stjórnarandstæðan fengi for- mennsku í þessum þremur nefnd- um,“ segir Steingrímur. Hann segir það væntanlega vanefndir á núver- andi samkomulagi ef að formennsk- an væri tekin frá stjórnarandstöð- unni í einhverri nefndanna. „Það væru án efa vanefndir á samkomu- laginu ef formennskan væri tekin af stjórnarandstöðunni. Það væri erfitt að líta á þetta öðruvísi en svo að sá hluti samkomulagsins væri að minnsta kosti fallinn. Menn þyrftu síðan að meta hvað yrði með aðra þætti þess og finna samstöðu von- andi um það,“ segir Steingrímur. Mótfallin fyrirkomulaginu Samkvæmt samkomulaginu fara þingmenn Miðflokksins, Pírata og Samfylkingarinnar með formennsku í nefndunum þremur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður og þingmaður Miðflokksins, segist allt- af hafa verið mótfallin hugmyndinni um að stjórnarandstaðan fari með formennsku í nefndum. „Bæði þegar ég hef verið í meirihluta og minni- hluta og það eru ýmsar ástæður fyrir því. Mér finnst stjórnarmeirihlutinn einfaldlega eiga að bera ábyrgð á sínum málum. Hitt getur skapað ým- is vandamál. Hins vegar er í gildi samkomulag og samningar verða að standa þó að ég sé almennt þessarar skoðunar. Það var búið að semja um þetta fyrir þetta kjörtímabil og ef menn vilja gera breytingar á því er það ekki hægt án þess að fara yfir nefndarskipan í heild sinni,“ segir Sigmundur. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir það vera í ósamræmi við stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar ef að samkomulaginu verði slitið. „Ég hef svo sem alveg orðið vör við þetta eða grunað að þau skyldu fara í þessar pælingar. Það væri bara í hrópandi ósamræmi við stjórnarsáttmálann. Fyrir utan það að þetta sprettur kannski upp frá því að Þórhildur Sunna segir af sér í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Ef þetta er svar ríkisstjórnarinnar við því væri það mjög furðuleg niðurstaða,“ segir Halldóra. „Ætla þau að hafa þing- mann meirihlutans sem formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar? Nefnd sem var búin til eftir hrun til að veita framkvæmdavaldinu aðhald. Hugmyndin fyrir þá nefnd var alltaf að stjórnarandstaðan myndi leiða þá nefnd,“ segir Halldóra. „Ef þetta er svar ríkisstjórnarinnar frekar en að líta inn á við og skoða þennan sam- skiptavanda sem hefur verið, ef svar- ið er að taka formennskuna af stjórnarandstöðunni því við erum of erfið fyrir þau, það væri í besta falli furðulegt,“ segir Halldóra. Flókin staða fyrir báða aðila  Forseti Alþingis segir samkomulag um formennsku minnihlutans flókið fyrir báða aðila  Þingmað- ur Pírata segir það í ósamræmi við stjórnarsáttmála fari formennska nefnda til þingmanna meirihlutans Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Ágreiningur er uppi um formennsku minnihlutans í nefndum. Steingrímur J. Sigfússon Helga Vala Helgadóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Halldóra Mogensen Höfum fengið í sölu stórglæsilegt samtals 609 fm einbýlishús á sjávarlóð við Hrólfsskálavör 2 á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Einstakt útsýni er úr húsinu, sjávar- og fjallasýn. Húsið er teiknað af arkitektum hjá Granda Studio. Innanhússhönnun var í höndum Grímu Bjargar Thorarensen hjá GBT Interiors og Selmu Ágústsdóttur hjá Namó Desing. Tvöfaldur bílskúr. Mjög mikil lofthæð er í húsinu. Gólfsíður gluggar með rennihurðum. Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar. Gegnheilt síldarbeinsparket úr reyktri eik. Marmari. Innbyggt hljóðkerfi. Stofa, borðstofa, eldhús, fjögur herbergi, bókaherbergi, æfingasalur og fimm baðherbergi. Steypt setlaug, heitur pottur og gufubað. Stórar þaksvalir og einnig stórar útsýnissvalir. Einstök staðsetning á sjávarlóð. Sverrir Kristinsson Lögg. fasteignasali S. 861 8514 sverrir@eignamidlun.is HRÓLFSSKÁLAVÖR EINSTÖK EIGN Á SJÁVARLÓÐ Á SELTJARNARNESI SALA FASTEIGNA SÍÐAN 1957 GRENSÁSVEGUR 11 SÍMI 588 9090 WWW.EIGNAMIDLUN.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.