Morgunblaðið - 20.06.2020, Page 24

Morgunblaðið - 20.06.2020, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 Þegar kvikmyndin Áhverfanda hveli(Gone with theWind) og sjónvarps- þátturinn Hótel Tindastóll (Fawlty Towers) komust í fréttir hérlendis í liðinni viku – af miður skemmtilegum ástæðum, líkt og rakið hefur verið í helstu miðlum og er allt önnur saga – var víðast hvar vísað til verkanna með þeirra íslenskaða heiti. Þetta gladdi lítið hólf í hjarta mínu, enda er ég af ætt og kyni vaskra bíó- miðasölukvenna sem afhentu prentaðar sýningarskrár á ís- lensku fyrir sérhverja sýn- ingu, á þeim gullaldarárum þegar titlar voru þýddir jöfn- um höndum úr ítölsku, sænsku, ensku og dönsku, allt frá Sjö svörtum brjóstahöld- um til Stjörnustríðs. Þótt skrárnar legðust af voru heiti mynda áfram þýdd – þar til upp á síðkastið. Nú er einna helst að barnamyndir fái íslenskan titil, annars er þetta alveg hipsum haps. Á tíma- bili virtist það raunar í höndum kvikmyndagagnrýnenda að finna verkum innlendan titil, ég man til dæmis vel þýðinguna Dulá (Mystic River) og hefði sjálf lagt til að Scarface héti Örvar, ef einhver hefði spurt. Hin deyjandi list á nú nánast sitt síðasta vígi á RÚV, sem stendur vaktina prýðilega, og raunar virðist hugtakið RÚV- þýðingar eiga sér sjálfstætt líf utan sjónvarpsins – og þar með sjálfstæðan fylgjendahóp. Í það minnsta voru RÚV-þýðingar viðmiðið þegar ég hnaut upphaflega um fésbókarhóp sem gerir að sérgrein sinni að þýða kvikmyndatitla, ýmist hugvitssamlega eða út í útpældan hött. Í hópnum, sem nefnist Bylt fylki, geta áhorfendur í fráhvörfum skemmt sér yfir sniðugum bíóþýðingum, eða lagt fram nýjar, og skiptir þá engu hvort mynd er glæný eða löngu gleymd. Áherslan er á annað. Titlar eins og Geisli Marteinn (Flash Gordon), Aldrei fór ég suður (The 40-Year-Old Virgin) og Hafrarannsóknastofnun (The Men Who Stare at Goats) vísa til dæmis glæsilega í kunnar (menningar)stofnanir, en slá hvergi af kröfum um inntak. (Mögulega tekur smástund að átta sig á þessu með hafrana, en það er einmitt kostur). Oft er tvíeðli orða helsta vopnið, ég bendi af handa- hófi á titlana Árabátur (Ghost Ship) og Sögumaður (The Texas Chainsaw Massacre) og svo auðvitað Ungverjaland (No Country for Old Men) sem var einn af hápunktum þeirrar vertíðar í hópnum. Þá falla myndirnar Viðar (The Woodsman) og Eggert (Blade) væntanlega í flokk með mínum eigin Örvari (Scarface) og Bruce Lee-myndin Á reiðum höndum (Fist of Fury) er kannski ekta RÚV-þýðing, ef slík er þá til. Rétt, fyndin og formleg. En það er best að spilla ekki gamaninu um of fyrir nýja gesti, fyrir rím- hneigða skal bara að lokum nefndur smellurinn Tapað sprundið (Lost Girl) og jú, í leiðinni þá, Strákleður (Boy Erased). Eins og flestir féshópar mun þessi aðallega hugsaður til ánægju, en um leið heldur hann – eins og gras- rótarsamfélaga er eðli og háttur – uppi vissri gagnrýni á það fyrirkomulag sem víða er við lýði, að myndir og þáttaraðir séu þýddar í heild sinni en tit- illinn sjálfur látinn standa út af. Á hverfanda hveli Tungutak Sigurbjörg Þrastardóttir Það er liðlega hálf öld liðin frá því að Richard Nix-on, þáverandi Bandaríkjaforseti, flutti ræðu,þar sem hann höfðaði til „hins þögla meiri-hluta“ og bað um stuðning þess fólks. Með þessu orðalagi er átt við þann hóp fólks, sem lætur lítið til sín heyra opinberlega en hefur valdið í sínum höndum í kosningum. Þessi orð Nixons komu upp í hugann á aðalfundi Fé- lags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, í Súlnasal Hótels Sögu sl. þriðjudag. Þar var troðfullt hús og skýr- ingin á því kannski sú, að Ellert B. Schram, fv. alþm., sem verið hefur formaður félagsins, var nú að láta af störfum og þrír í framboði til að taka við af honum, tveir karlar og ein kona, Ingibjörg H. Sverrisdóttir, sem fékk afgerandi kosningu. En mannfjöldinn á fundinum vakti þá spurningu í huga greinarhöfundar, hvort verið gæti, að kynslóðir hinna öldnu væru nú búnar að fá nóg af því sem að þeim hefur snúið um langt skeið og vildu nú sýna mátt sinn og meg- in. Kannski er þetta oftúlkun á fundarsókninni en þó nokkuð ljóst, að samstaða í hópi eldri borgara gæti ráðið úrslitum í þing- kosningum og þess vegna öðrum kosningum. Það er hins vegar ekki ofsagt að telja þennan þjóðfélagshóp til „hins þögla meirihluta“ í okkar samfélagi, sem hefur völdin í sínum höndum á kjördegi hverju sinni. Yfirleitt hafa félagasamtök aldr- aðra haft hægt um sig í pólitískum deilum en það þýðir ekki að þannig verði það alltaf. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með þróun mála innan verkalýðs- hreyfingarinnar á undanförnum mánuðum og misserum. Þar hafa ráðandi öfl tekið upp breytta stefnu frá því sem verið hefur, alla vega það sem af er þessari öld, og vilja láta meira til sín taka í þjóðfélagsmálum almennt eins og vissulega gerðist fyrr á árum. Þegar hlustað var á ræður frambjóðendanna þriggja á fundinum á þriðjudaginn var mátti greina að þau voru öll efnislega sammála um að eldri borgarar ættu að láta meira til sín taka í baráttu fyrir sínum hagsmunum. Þetta mátti heyra á ræðu Ingibjargar en líka á ræðum Borgþórs Kjærnested og Hauks Arnþórssonar. Svo og á tali fólks á fundinum. Verði það niðurstaðan eftir þennan fjölmenna aðalfund verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig því verður tekið af öðrum aldurshópum í samfélaginu. Fyrir ekki löngu brauzt fram pirringur yngra fólks í pólitík og á sumum fjölmiðlum vegna þess að eldra fólk væri yfirleitt að láta til sín heyra og mátti skilja orð sem þá féllu á þann veg að bezt væri að öldungarnir létu sam- félagsmál afskiptalaus og hefðu vit á því að þegja. Mannfjöldinn í Súlnasal Hótels Sögu var hins vegar bersýnilega ekki á því að hann ætti að þegja. Þessi öldugangur í hópi hinna öldruðu í kjölfar þess sama innan verkalýðshreyfingarinnar ætti að verða bæði stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum til umhugs- unar. Kannski er niðurstaðan af þeim víðtæku samfélags- umræðum, sem fram hafa farið frá hruni, einfaldlega sú að „hinn þögli meirihluti“ sé ekki lengur tilbúinn til að þegja og taka þegjandi við því sem að honum er rétt. Kannski er að því komið að stjórnmálamenn, sem hafa stundað það að segja eitt og gera annað, standi allt í einu frammi fyrir uppreisn „hins þögla meirihluta“. Það er ekki nýtt að innan stjórnmálaflokkanna allra hafi verið og sé tilhneiging til þöggunar með tilvísun í mikilvægi samstöðu út á við. Á árum kalda stríðsins voru það rök sem höfðu áhrif, en þau rök duga ekki lengur. Innan allra flokka er krafa um opnari umræður og frjáls skoðanaskipti. Stjórnmálaflokkar í lýðræðisríkjum verða að standa undir nafni. Þeir geta ekki krafizt þöggunar inn á við en talað út á við á þann veg að þeir séu mál- svarar skoðanafrelsis og tjáning- arfrelsis. Viðbrögð allra flokka við þeim öldugangi sem er innan verkalýðs- hreyfingarinnar og getur verið að hefjast í félagasamtökum eldri borg- ara ef marka má fyrrnefndan fund, ættu að vera að lofta út í eigin ranni, opna allt upp á gátt og sýna að þeir hafi kjark til að þola ágreining um menn og málefni í eigin röðum fyrir opnum tjöldum. Eitt af því sem gæti gerzt í aðdrag- anda næstu kosninga er að hinar aldurhnignu kynslóðir geri kröfu um nærveru á framboðslistum flokkanna ekki síður en hinar yngri. Og að þær veiti því eftirtekt í próf- kjörum innan flokkanna hvernig slíkum kröfum er tekið af einstökum frambjóðendum. Þessar breytingar í röðum verkalýðshreyfingarinnar og hugsanlega í félagasamtökum hinna öldruðu gætu líka ýtt undir þær hugmyndir um beint lýðræði, sem um skeið hafa verið til umræðu. Hér og þar heyrast raddir um að stjórnmálamennirnir vilji afnema málskotsrétt forseta í þeim breytingum á stjórnarskrá sem enn einu sinni eru til umræðu. Í ljósi þess hvað hann hefur reynzt mikilvægur er lík- legt að slíkum hugmyndum yrði afar illa tekið um leið og líklegt má telja að krafan verði sterk um raunhæfan mál- skotsrétt tiltekins fjölda kjósenda. Það verður sífellt ljósara að fulltrúalýðræðið ræður ekki við ýmis mál, sem valda bæði reiði og sundurlyndi í samfélaginu. Það þarf sameiginlegan vilja „hins þögla meirihluta“ til að stinga á þeim graftarkýlum. Og það er kominn tími til að það verði gert. Á dögunum sögðu tveir einstaklingar úr ólíkum þjóð- félagshópum í einkasamræðum, að það væri „stuttur þráðurinn“ í fólki. Kannski er það bezta lýsingin á andrúmsloftinu í sam- félagi okkar í dag. Er „hinn þögli meirihluti“ að rísa upp? Gífurlegur fjöldi á aðal- fundi Félags eldri borg- ara í Reykjavík og ná- grenni gæti bent til þess að þeir öldnu vildu nú sýna mátt sinn og megin. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Í Aldarsögu Háskóla Íslands erkafli eftir Guðmund Hálfdanar- son prófessor um dósentsmálið 1937. Ráðherra skipaði Sigurð Einarsson dósent í guðfræði, þótt dómnefnd hefði mælt með öðrum. Hafði ráð- herrann sent einum virtasta guð- fræðingi Norðurlanda úrlausnir allra umsækjenda og sá talið Sigurð bera af og raunar einan hæfan. Kveður Guðmundur ekkert benda til, að sérfræðingurinn hafi vitað, hvaða umsækjandi átti hvaða úr- lausn. Líklega hefur dómnefnd verið vilhöll, enda var vitað fyrir að hún vildi ekki Sigurð. Hér virðist ráð- herra hafa leiðrétt ranglæti. Liðu nú rösk fimmtíu ár. Lektors- málið 1988 snerist um það, að þrír menn sóttu um stöðu í stjórnmála- fræði. Einn hafði lokið doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla, en hvorugur hinna hafði lokið slíku prófi. Formaður dómnefndar var Svanur Kristjánsson, en vitað var fyrir, að hann vildi alls ekki dokt- orinn frá Oxford. Mælti dómnefnd Svans með öðrum umsækjanda og taldi þann, sem lokið hafði doktors- prófi, aðeins hæfan að hluta. Ráð- herra þótti þetta undarlegt og ósk- aði eftir greinargerðum frá tveimur kennurum doktorsins, kunnum fræðimönnum á alþjóðavettvangi, og sendu þeir báðir álitsgerðir um, að vitanlega væri hann hæfur til að gegna slíkri lektorsstöðu, og var hann að bragði skipaður. Mér er málið skylt, þar eð ég átti í hlut, en hér virðist ráðherra hafa leiðrétt ranglæti Svans. Hinir umsækjend- urnir tveir kærðu skipunina til Um- boðsmanns Alþingis, en hann vísaði málatilbúnaði þeirra á bug. Þegar ég settist í stöðu mína, varð ég þess var, að Svanur beitti öllum ráðum til að troða konu sinni í kennslu í stjórnmálafræði. Var hún nálægt því að vera í fullu starfi án auglýsingar. Þegar loks var tekið á þessu og starf auglýst, sem hún fékk síðan ekki, lagði Svanur fæð á þá, sem að því stóðu, og hætti að heilsa þeim. Ég horfði hissa á úr fjarlægð. Lærdómurinn er, að til eru stofn- anaklíkur ekki síður en stjórnmála- klíkur, og þær velja ekki alltaf hæf- ustu mennina. Fjórða dæmið er nýtt. Sænskur maður lét af ritstjóra- starfi norræns tímarits. Það var verkefni norrænu fjármálaráðherr- anna að velja í sameiningu eftir- mann hans. En Svíinn hafði sam- band við íslenskan klíkubróður, Þorvald Gylfason, og virðist hafa lof- að honum starfinu. Þegar ekki varð úr því, brást Þorvaldur ókvæða við, en hann hefur þann sið að kalla menn nasista, ef þeir klappa ekki fyrir klíku hans. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Stofnanaklíkur Leirdalur 21, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Nýjar 4. herbergja sérhæðir með stórri verönd, með eða án bílskúrs. Vandaðar fullbúnar eignir, sem skilast með gólfefnum og tækjum. Hagstæð seljendalán í boði sýningaríbúð Opið hús mánudaginn 22.06.2020 frá kl.17:15-18:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.