Morgunblaðið - 20.06.2020, Page 28

Morgunblaðið - 20.06.2020, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 Sveitarstjórn- armenn fagna því að nú í júní eru liðin 75 ár frá því að Samband ís- lenskra sveitarfélaga var stofnað en árið 1945, þann 11. júní, komu sveitarstjórn- armenn saman til þriggja daga stofn- fundar í Alþingishús- inu og markar sá dag- ur upphaf samstarfs sveitarfélaga á Íslandi. Það var mikil gæfa fyrir sveit- arstjórnarstigið í landinu að strax var mönnum ljóst mikilvægi þess að sveitarfélögin ættu sér öflugan, sameiginlegan málsvara. Málsvara sem komið gæti fram fyrir hönd allra sveitarfélaga gagnvart Alþingi og ríkisstjórn og gætt þar hags- muna sveitarstjórnarstigsins. Hef- ur alla tíð síðan verið lögð áhersla á að góð samskipti og traust einkenni samskipti þessara tveggja stjórn- sýslustiga. Hefur góðum árangri verið náð hvað það varðar þó auð- vitað sé það ekki þannig að allir gangi ávallt sáttir frá borði. Það er þó öllum til hagsbóta að þessi tvö stjórnsýslustig gangi sem mest í takt, magni ekki deilur, en reyni frekar að ná sáttum. Enda er það fyrst og síðast sameiginlegt við- fangsefni ríkis og sveitarfélag að búa íbúum landsins eins góða þjón- ustu og búsetuskilyrði og kostur er. Hornsteinn í stjórnskipan landsins Sveitarstjórnarstigið sinnir mik- ilvægum verkefnum og nærþjón- ustu við íbúa og í því samhengi er rétt að geta þess að sveitarfélögin hafa frá upphafi byggðar verið hornsteinn í stjórnskipan landsins, verandi elsta stjórn- sýslustigið, eldra en framkvæmdavald rík- isins. Í þau 75 ár sem Sambandið hefur starfað hefur það ávallt gengt veiga- miklu hlutverki sem sameiginlegur vett- vangur allra sveit- arstjórnarmanna. Á vettvangi þess er unn- ið að þeim verkefnum sem sveitarfélögum eru falin með lögum og þeim sem sveitarfélög hafa valið að sinna. Þar er á fjög- urra ára fresti unnin sameiginleg stefnumótun með breiðri þátttöku fulltrúa allra sveitarfélaga og er það síðan verkefni stjórnar og starfsmanna að vinna að framgangi þeirrar stefnumörkunar. Sífellt fleiri og fjölbreyttari verkefni Sambandið hefur stóru hlutverki að gegna sem vettvangur umræðu um hin ýmsu hagsmunamál og hef- ur verið drifkraftur ýmissa verk- efna sem til hagsbóta eru talin fyrir sveitarstjórnarstigið og íbúa lands- ins. Í gegnum tíðina hefur sveit- arstjórnarstigið bætt við sig verk- efnum og má þar nefna yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna árið 1996 og yfirfærslu málefna fatl- aðs fólks árið 2011. Enginn efi er um það að þeim verkefnum er vel fyrir komið í höndum sveitarstjórn- armanna enda standa sveitarfélögin nær fólkinu í landinu sem eiga þar oft greiðari leið að ákvarðanatöku. Í því ljósi ætti enginn að velkjast í vafa um mikilvægi þess að sveit- arfélögin séu öflugar stjórnsýslu- einingar, fjárhagslega sjálfstæðar, og í stakk búin til að veita íbúum nauðsynlega þjónustu. Bakhjarl sveitarstjórnarmanna Þegar Samband íslenskra sveitar- félaga var stofnað fyrir 75 árum var Ísland nýstofnað lýðveldi. Seinni heimsstyrjöldin var nýafstaðin og lífið á Íslandi var ekki samt og áður. Bjartsýni ríkti í landinu og verk- efnin sem biðu íbúa voru óþrjótandi. Á Íslandi hafði heimskreppan haft mikil áhrif og mörg sveitarfélög börðust í bökkum. Þörfin á sam- stöðu og samvinnu var óumdeild. Sveitarstjórnarmenn þéttu raðirnar, stóðu sameinaðir að verkefnum og á árunum sem fóru í hönd efldist sveitarstjórnarstigið. 75 árum síðar blasa við sveitarstjórnarmönnum krefjandi verkefni. Verkefni af þeirri stærðargráðu sem engan gat órað fyrir. Risavaxin verkefni tengd loftslagsmálum og framtíð barna okkar og barnabarna í síbreyti- legum heimi en ekki síður krefjandi verkefni tengd atburðum síðustu mánaða og afleiðingum heimsfarald- urs. Samband íslenskra sveitarfélaga er nú sem fyrr bakhjarl sveit- arstjórnarmanna og mun hér eftir sem hingað til sinna þeim fjöl- breyttu verkefnum sem síbreytilegt samfélag kallar eftir. Ég færi öllum núverandi og fyrr- verandi sveitarstjórnarmönnum, starfsmönnum Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr og nú og öllum þeim öðrum sem komið hafa að starfi sveitarstjórnarstigsins þakkir fyrir þeirra mikilvæga starf. Megi starf Sambands íslenskra sveitarfé- laga eflast og dafna eins og það hef- ur gert svo farsællega frá árinu 1945. Öflugur málsvari sveitarfélaga í 75 ár Eftir Aldísi Hafsteinsdóttur » Það var gæfa sveit- arstjórnarstigsins í landinu að strax var mönnum ljóst mikilvægi þess að sveitarfélögin ættu sér öflugan, sam- eiginlegan málsvara. Aldís Hafsteinsdóttir Höfundur er formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. aldis@samband.is Á morgun, 21. júní, verður haldið upp á alþjóðalegan dag jóga, IDY2020. Er það í sjötta skipti sem þess- um merkisdegi er fagnað víða um heim. Árið 2014, á 69. al- herjaþingi Sameinaðu þjóðanna, lagði for- sætisráðherra Ind- lands, Narendra Modi, til að 21. júní yrði gerður að alþjóðlegum degi jóga, IDY2020 og var sú þingsályktun sam- þykkt á mettíma, með samþykki 175 aðildarríkja, þar á meðal Íslands. Jóga er æfagömul menningarfleifð frá Indlandi sem krefst bæði lík- amlegrar og andlegar þjálfunar. Heitið jóga á rætur að rekja úr sanskrít-ritum og þýðir að sameina og tengja saman hið líkamlega og hið andlega. Víða um heim eru mismunandi tegundir af jóga stundaðar og hefur jóga orðið stór hluti í lífi margra. Vinsældir jóga vaxa hratt um allan heim, einkum hér á Íslandi. Ályktun alherjaþings Sameinaðu þjóðanna er skýr skilaboð um mik- ilvægi þess að einstaklingar jafnt sem hópar fylgi heilsusamlegri lífstíl. Þessi skilaboð undirstrika að alheims- heilbrigði sé langtímamarkmið og að jóga sé heildræn lausn að heilsu. Með því móti miðast hinn alþjóðlegi dagur jóga að því að upplýsa fólk um kosti þess að stunda jóga. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur einnig hvatt fólk til að hreyfa sig daglega því hreyfing er lykilatriði að góðri heilsu. Það að lífa lífinu án þess að hreyfa sig er ein helsta dánarorsökin um allan heim. Hreyfingarleysið á stór- an þátt í aukningu smitlausra sjúk- dóma, svo sem hjarta- og æða- sjúkdóma, krabbameina og sykursýki. En jóga snýst um meira en bara lík- amlega æfingu. Jóga leggur áherslu á samtengingu hins andlega og lík- amlega, milli einstaklingsins og þjóð- félagsins, milli mannkyns og náttúru. Sendiráð indverska ríkisins um allan heim hafa unnið að því með stuðningi stjórnmálamanna og hins opinbera að taka saman höndum og gera alþjóð- legan dag jóga að merkisdegi og við höfum séð stórkostlegar jógaathafnir skipulagðar fyrir almenning víða um heim. Á Íslandi hefur at- höfnin farið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Almenn jógaiðkun (Common Yoga Protocol (CYP)) hefur verið kjarni alþjódadags jóga frá 21. júní 2015. CYP var þróað af hópi leiðandi jóga- sérfræðinga og sýnir öruggar jógastöður sem bæta líkamlega, tilfinn- ingalega og andlega heilsu. Þessar stöður eiga allir auðvelt með að stunda. Alþjóðadag jóga í ár ber upp á tíma þegar mannkynið á í baráttu við heimsfaraldur, COVID-19. Jóga hefur hjálpað mörgum að viðhalda heil- brigðum lífsstíl á tímum einangrunar og félagslegrar fjarlægðar. Jóga hefur bætt varnarkerfi líkamans og veitt til- finningu fyrir jafnvægi á þessum óvenjulegu tímum. Vegna þess hve smitandi COVID-19 er hefur þetta ástand takmarkað möguleika á sameiginlegum hátíða- höldum í ár. Í staðinn er áherslan lögð á að æfa jóga heima með fjölskyldu og vinum. Nú er sviðið stafrænt og tækn- in notuð um allan heim til að fagna IDY2020, þar á meðal á jóga- Facebook-síðu indverska sendiráðsins í Reykjavík. Jógaáhugafólk er hvatt til að taka þátt hvar og hvænar sem því hentar. Nú hafa verið birt teikni- myndbönd af forsætisráðherra Ind- lands, sem er ákafur jógaiðkandi, að æfa ýmsar stöður. Í tilefni af deginum eru aðrir unnendur jóga enn fremur hvattir til að deila myndböndum af jógaæfingum sínum á samfélags- miðlum og nota „hashtaggið“ #MyLif- eMyYogaICELAND. Ég óska öllum góðrar heilsu og til hamingju með jóga. Að stunda jóga í heimsfaraldri Eftir T. Armstrong Changsan » Alþjóðlegi jógadag- urinn er á morgun og eru unnendur jóga hvattir til að deila myndböndum sínum á samfélagsmiðlum. T. Armstrong Changsan Höfundur er sendiherra Indlands á Íslandi. amboff.reykjavik@mea.gov.in Í ljósi umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga um starfsemi Ar- ion banka vegna eign- astýringar og reksturs Frjálsa lífeyrissjóðsins, er vert að benda á að það er sameiginlegt hlutverk þessara sam- starfsaðila að gæta langtímahagsmuna sjóðsfélaga Frjálsa. Við mat á árangri lífeyrissjóða skiptir langtímaniðurstaða sjóðfélaga mestu en ekki niðurstöður einstakra ára eða styttri tímaskeiða. Auðvelt er því að draga upp villandi mynd af frammi- stöðu hvaða lífeyrissjóðs sem er með því að einblína á tiltekin styttri tíma- skeið í stað árangurs yfir lengri tíma. Þegar horft er fimm ár, tíu ár eða lengra aftur í tímann, má sjá að ár- angur Frjálsa lífeyrissjóðsins stenst fyllilega samanburð við aðra sjóði og vel það. Samkeppnishæfni Samstarf Frjálsa og Arion banka hefur skilað góðri ávöxtun sem stenst allan samanburð, bæði varðandi skyldusparnað og við- bótarsparnað, og rekstr- arkostnaður sjóðsins fer markvisst lækkandi. Á vef Landssamtaka líf- eyrissjóða er að finna samanburð á ávöxtun líf- eyrissjóða og þar má sjá að ávöxtun samtrygg- ingadeildar og sér- eignadeilda Frjálsa líf- eyrissjóðsins er með ágætum miðað við aðra lífeyrissjóði. Einnig er að finna samanburð á langtímaávöxtun lífeyrissjóða í úttekt Gylfa Magnússonar hagfræðings á efnahagsmal.is og í úttekt Analytica sem er að finna á vef Frjálsa. Nánari upplýsingar um samanburðinn má m.a. finna í grein framkvæmdastjóra Frjálsa sem birtist á vef sjóðsins, www.frjalsi.is. Þess má einnig geta að tryggingafræðileg staða sjóðsins um sl. áramót var jákvæð um 1,6%, sem er fimmta besta staða allra lífeyr- issjóða. Tryggingafræðileg staða er mikilvægur mælikvarði á stöðu sam- tryggingarsjóða en hún mælir hlutfall á milli eigna og skuldbindinga þeirra og segir til um getu sjóðanna til að greiða sjóðfélögum í framtíðinni áunn- in og framtíðarlífeyrisréttindi. Óhæði Það er ófrávíkjanleg áhersla starfs- fólks Arion banka að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar geti skaðað hagsmuni viðskiptavina bankans. Samkvæmt lögum ber fjármálafyr- irtækjum, sem sinna eignastýringu fyrir þriðja aðila, að vera með ráðstaf- anir til að tryggja að hagsmuna- árekstrar skaði ekki viðskiptavini. Við eignastýringu sjóðsins á bank- inn í viðskiptum við fjölmargar fjár- málastofnanir þar sem leitað er bestu kjara. Í fyrra voru til að mynda flest viðskipti með einstök verðbréf við sjálfstætt starfandi miðlun sem var óháð Arion banka og um 80% af eign- um Frjálsa í verðbréfa- fjárfestinga- og fagfjárfestasjóðum eru hjá öðrum sjóðastýringarfyrirtækjum en Stefni, sem er dótturfélag Arion banka. Stjórnarmenn Frjálsa eru ávallt upp- lýstir af hálfu Arion banka um þessa stöðu á hverjum tíma. Stjórnarmenn Frjálsa eru kosnir af sjóðfélögum, enginn stjórnarmaður er á vegum Arion banka, fram- kvæmdastjórinn er starfsmaður sjóðsins, innri endurskoðun er á hönd- um Deloitte og ytri endurskoðun er á vegum KPMG. Gegnsæi Mikið er lagt upp úr góðri og skýrri upplýsingagjöf til sjóðfélaga. Þar má nefna nýlega grein þar sem fjallað er um árangur sérhæfðra fjárfestinga síðustu ár, upplýsingafundi, fræðslu- fundi, ýmis greinaskrif og upplýsingar á samfélagsmiðlum með það að mark- miði að ná til sem flestra. Þá er rekstrarsamningur Frjálsa lífeyr- issjóðsins við Arion banka aðgengileg- ur öllum á vef sjóðsins og eigna- samsetning er uppfærð og birt árfjórðungslega. Sjóðurinn birtir í ársreikningi sundurliðun á verðmæti allra einstakra eigna sjóðsins, sem ekki eru með ábyrgð ríkisins eða sveitarfélaga. Frjálsi var fyrsti ís- lenski lífeyrissjóðurinn til að birta sundurliðun á eignum sjóðsins á vef sínum. Arion banki hefur átt farsælt sam- starf við Frjálsa lífeyrissjóðinn í um 12 ár og annast daglegan rekstur sjóðsins. Í því felst m.a. áhættustýr- ing, eignastýring, iðgjaldaskráning, bókhald, gengisútreikningur, sölu- og markaðsmál og stafrænar lausnir. Samstarfið er byggt á traustu við- skiptasambandi tveggja sjálfstæðra aðila. Sjóðsfélagar í Frjálsa hafa frelsi til að ákveða að greiða iðgjald sitt í ann- an lífeyrissjóð og geta því hvenær sem er flutt séreign sína til annarra vörslu- aðila, telji þeir hagsmunum sínum betur borgið með þeim hætti. Þetta frelsi sjóðsfélaga veitir því sjóðnum og Arion banka mikið aðhald. Þess vegna hefur okkur sem störfum hjá Arion banka þótt afar ánægjulegt að sjá hve sjóðsfélögum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Fjölgunin nemur 58% sl. 10 ár og eru sjóðfélagar í Frjálsa lífeyrissjóðnum nú um 60 þús- und talsins. Athygli vekur að af frjáls- um lífeyrissjóðum velja flestir að greiða skylduiðgjöld í Frjálsa á hverju ári sem er okkur áframhaldandi hvatning til að sinna rekstri sjóðsins af heilindum. Árangursmiðað samstarf Arion banka og Frjálsa lífeyrissjóðsins Eftir Margréti Sveinsdóttur Margrét Sveinsdóttir » Við mat á árangri líf- eyrissjóða skiptir langtímaniðurstaða sjóðfélaga mestu en ekki niðurstöður ein- stakra ára eða styttri tímaskeiða. Höfundur er framkvæmdastjóri markaða hjá Arion banka. Veiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.