Morgunblaðið - 20.06.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 20.06.2020, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar. Organisti er Krizstina K. Szklenár. Kaffi og spjall eftir messu. ÁSKIRKJA | Helgihald liggur niðri til sunnudagsins 9. ágúst 2020 vegna sumarleyfa sóknarprests og starfs- fólks Áskirkju. BESSASTAÐASÓKN | Hjólreiða- messa í Garðabæ og Hafnarfirði. Lagt af stað frá Ástjarnar- og Vídalínskirkju kl. 9.30. Hjólað á milli kirkna og endað í sumarmessu og kirkjukaffi í Garða- kirkju kl. 11 en fyrir þá sem vilja hjóla lengra er í boði að hjóla að því loknu í Bessastaðakirkju. BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20 sunnudag. Breytt snið og form í tali og tónum á sunudagskvöldum í allt sumar. Einsöngvari Margrét Hann- esdóttir, fiðluleikari Hjörleifur Valsson, organisti Jónas Þórir. Messuþjónar og sr Pálmi Matthíasson annast þjónustu. DIGRANESKIRKJA | Í sumar er sam- starf milli kirknanna í Kópavogi um helgihald. Á sunnudag kl. 11 verður guðsþjónusta með skírn í Digra- neskirkju kl. 11. Guðsþjónustan er í umsjá sr. Gunnars Sigurjónssonar og Matthíasar V. Baldurssonar (Matta Sax). DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 18 er vigilmessa og messa á pólsku kl. 19. DÓMKIRKJAN | Guðþjónusta kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. FELLA- og Hólakirkja | Sameiginleg guðsþjónusta Breiðholtssafnaðanna. Gönguguðsþjónusta. Sunnudag 21. júní er guðsþjónusta kl. 11 í Selja- kirkju. Gengið verður frá Breiðholts- kirkju kl. 10. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón- usta sunnudag kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni. GLERÁRKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sönghópur úr kór Glerárkirkju syng- ur. Organisti: Petra Björk Pálsdóttir. Prestur: Sindri Geir Óskarsson. GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudag- inn 21. júní verða fermingar og er því ekki kaffihúsamessa þennan sunnu- daginn. Fermingarathafnirnar verða kl. 11 og 13. GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kór Grensáskirkju leiða söng ásamt Ástu Haraldsdóttur org- anista. Messuþjónar aðstoða. Prestur er Pálmi Matthíasson. Kaffispjall og hressing eftir messu. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fermingarguðsþjónusta sunnudag kl. 10.30. Prestar eru Leifur Ragnar Jóns- son og Pétur Ragnhildarson. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríð- arkirkju syngur. Meðhjálpari er Guðný Aradóttir og kirkjuvörður er Lovísa Guð- mundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sum- armessa í Garðakirkju kl. 11. Hjólreiða- messa. Hjólað af stað frá Hafnarfjarð- arkirkju kl. 10. Prestur er Þórhildur Ólafs. Organisti er Guðmundur Sig- urðsson. Kirkjuþjónn er Einar Örn Björgvinsson. Kaffi í Króki eftir messu. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Hópur messuþjóna að- stoðar. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Messukaffi í Suðursal að lokinni messu. Bæna- stundir kl. 12 miðvikudaga til föstu- daga. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar í Kordíu kór Háteigskirkju leiða messusöng. Organisti er Kristín Jóhannesdóttir. Prestur er Eiríkur Jó- hannsson. HÓLADÓMKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir vígslubiskup prédikar og þjónar fyrir altari. Messukaffi í boði Hólanefndar. Tónleikar kl. 16. Tvíund: Ólöf Þorvalds- dóttir, fiðla, og Guðrún Edda Gunn- arsdóttir, söngur. Aðgangur ókeypis. HVERAGERÐISKIRKJA | Göngu- messa kl. 17. Lagt af stað frá Hvera- gerðiskirkju kl. 17 og gengið að lista- verkinu Þetta líður hjá. Stoppað á 2-3 stöðum á leiðinni til íhugunar og bænar og er gangan um klukkustundarlöng. Boðið upp á kaffisopa í lok stund- arinnar og akstur aftur að kirkjunni fyrir þau sem vilja. Kirkjukórinn leiðir söng. Prestur er Ninna Sif Svavarsdóttir. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Service. Translation into English. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. Samkoma á spænsku kl. 16. Reuniónes en esp- añol. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudags- kvöld kl. 20 verður göngumessa er hefst á tröppum Keflavíkurkirkju. Geng- ið verður um gamla bæinn í Keflavík. Helgi Valdimar Biering flytur fróðleik á nokkra merkisreiti. Arnór organisti leið- ir söng við ukulelespil. Sr. Erla fer með bæn og blessun. Göngumessan endar á heimili sóknarprestsins þar sem boð- ið verður upp á kvöldkaffi. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðsþjónusta kl. 14. Almennur safn- aðarsöngur undir stjórn Sigrúnar Stein- grímsdóttur organista. Prestur er Krist- inn Ágúst Friðfinnsson. SELJAKIRKJA | Gönguguðsþjónusta safnaðanna í Breiðholti. Gengið frá Breiðholtskirkju kl. 10 til Seljakirkju þar sem guðsþjónusta hefst kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar, félagar úr Kór Seljakirkju leiða safn- aðarsönginn og organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Veitingar að lokinni guðsþjónustu. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi- stund um sumarsólstöður á Lyfja- fræðisafninu við hlið Nesstofu kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson mætir með harm- ónikkuna. Ragnhildur Dóra Þórhalls- dóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn. ORÐ DAGSINS: Ríki maðurinn og Lasarus (Lúk. 16) Morgunblaðið/Sigurður Bogi Seltjarnarneskirkja. Við kveðjum nú vin okkar og við- skiptafélaga Árna Björn. Ég, Haf- steinn, kynntist Árna Birni fyrst árið 1996 þegar ég hóf störf hjá Línuhönnun. Undir ötulli stjórn Árna Björns var byggð upp rúm- lega 120 manna verkfræðistofa sem seinna varð síðan grunnur- inn í samruna fjögurra fyrirtækja og til varð Efla hf. Mikil umhyggja og aðstoð vakti undrun og lengi velti ég því fyrir mér hvort ske kynni að Árni Björn væri ekki allur þar sem hann var séður, því vandfundinn er eins vel gerður maður. Upp frá þeim tímapunkti þegar ljóst var að þetta væri allt satt hófst mikill og traustur vinskapur. Ófáar voru veiðiferðirnar og þá var Árni Björn leiðtoginn og leiðbein- Árni Björn Jónasson ✝ Árni BjörnJónasson fædd- ist 19. júlí 1946. Hann lést 31. maí 2020. Hann var jarð- sunginn 19. júní 2020. andinn. Alltaf lið- sinnti hann okkur, þekkti alla steina og tökustaði og leyndi engu. Árni Björn var mikill keppnis- maður og góður skákmaður. Með kænsku og réttu út- spili náðust góðir samningar í hús og það þýddi sigur en hagnaður var oft aukaatriði. Hann var stöðugt að miðla og tengja fólk saman og var skemmtilegur. Darri kynnist Árna Birni árið 2006 þegar við þrír festum kaup á Villa-Luckendorf, yfir 100 ára gömlu, fallegu húsi í Þýskalandi. Hann lagði allan sinn metnað í endurbætur og að gera húsið upp í sem næst upprunalegum stíl. Hann lagðist í ferðalög til að finna réttu húsgögnin. Þarna átt- um við og fjölskyldur okkar góð- ar stundir. Hann nýtti húsið í við- skiptaerindum og til funda. Hann sýndi svæðinu og sögu hússins gríðarlegan áhuga. Auk upplifunar í viðskiptaferð- um standa heimsóknir hans, vina og viðskiptafélaga til vínbænda vítt og breytt um Evrópu upp úr. Þar var hann virkilega á heima- velli, þekkti vínræktarhéruð og sérkenni þeirra. Árni Björn skipulagði vínsmökkunarferðir með þátttöku viðskiptafélaga. Þessar stundir virkuðu eins og lím í samskiptunum og þannig byggðist upp traust. Minnisstæð er ferð sem við fórum með honum til Króatíu og Bosníu Hersegó- vínu. Að vanda var Árni Björn vel undirbúin og lék á als oddi. Hann var búinn að lesa sér til um sögu svæðanna og iðulega með átaka- sögu og stríðsrekstur tuttugustu aldar í héruðunum á takteinun- um. Af sinni nákvæmni skráði hann ávallt öll vín sem við smökk- uðum skilmerkilega niður með sinni fallegu rithönd. Hann var eins og sannur landkönnuður fyrri alda, lagði áherslu á að heimsækja minna þekkt vínhér- uð. Árni Björn var öðlingur heim að sækja, opnaði gjarnan áratuga gamalt eðalvín og sagði frá sögu þess. Margir vínbændur hafa heimsótt þau hjón heim og sýnir það velvilja, einlægni og hlýhug hans til sinna viðskiptafélaga. Árni Björn var einstaklega hlýr og umhyggjusamur maður, leitaðist við að spjalla við fólk og sýna því áhuga. Alltaf kurteis og hógvær. Árni Björn sýndi vinum sínum en einnig starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra ætíð mikla umhyggju og skilning, ekki síst þegar eitthvað bjátaði á eða einhver var veikur. Hann las gjarnan úr bók fyrir fólk á sjúkrabeði. Við lítum upp til þessa góða manns og kveðjum traustan og sannan vin. Vottum við og fjöl- skyldur okkar Gunnu og fjöl- skyldu innilega samúð. Hafsteinn og Hróbjartur Darri Kær vinur og veiðifélagi, Árni Björn Jónasson, er fallinn frá. Hann lést við urriðaveiðar í Laxá í Aðaldal 1. júní síðastliðinn. Árni Björn var einstaklega ljúfur og geðþekkur maður, hæglyndur, hjálpfús, vinnusamur og örlátur. Árni Björn var frábær veiði- félagi og snjall veiðimaður. Þær eru margar ógleymanlegar veiði- ferðirnar með honum í uppá- haldsána, Laxá í Laxárdal. Elsku Árni Björn, takk fyrir margar ánægjulegar samveru- stundir við veiðar. Takk fyrir hlý- hug og velvilja í minn garð í gegnum árin. Hvíl þú í friði. Elsku Guðrún, Ragna, Jónas, Páll og fjölskyldur. Samhryggist ykkur innilega. Megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Minningin um góðan dreng mun ætíð lifa. Hilmar Ragnarsson. Messur á morgun Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Okkar ástkæri, JÓHANNES LEIFSSON gullsmíðameistari, lést á Landspítalanum 11. júní. Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 22. júní klukkan 13. Davíð Jóhannesson Guðlaug Bjarnþórsdóttir Ólafur Már Jóhannesson Ragna Júlíusdóttir og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ELÍAS GUÐJÓNSSON, Hallgeirsey, lést sunnudaginn 14. júní á Kirkjuhvoli. Hann verður jarðsunginn frá Stórólfs- hvolskirkju á Hvolsvelli þriðjudaginn 23. júní klukkan 14. Guðjón Jónsson Bryndís Bára Bragadóttir Sigurður Jónsson Ástdís Guðbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir amma og langamma, JÓNÍNA SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR, Sísí, Skarðsbraut 17, Akranesi, lést sunnudaginn 14. júní. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 23. júní klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju - félag langveikra barna. Leifur Ívarsson Sigurður Ívar Leifsson Ruchikarn Parimarn barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg frænka okkar, KATRÍN MAGNÚSDÓTTIR, Munaðarnesi, er látin. Útför hefur farið fram samkvæmt ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Soffía, Jón, börn, tengdabörn og barnabörn Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur, bróðir og mágur, JÓHANN HÓLM RÍKARÐSSON bóndi í Gröf, Laxárdal, lést 12. júní í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans. Útför hans fer fram frá Hjarðarholtskirkju þriðjudaginn 23. júní klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Breiðfirðinga. Jónína Kristín Magnúsdóttir Bergþóra Hólm Jóhannsd. Katarínus Jón Jónsson Sigurður Loftur Jóhannsson Helga Ingibjörg Þorvaldsdóttir Helga Dóra Hólm Jóhannsd. Ísak Sigfússon Jóhann Elís og Þorvaldur Ingi Ríkarður Jóhannsson Margrét Ríkarðsdóttir Jón Bjarni Guðlaugsson Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HENDRIKS SKÚLASONAR úrsmiðs, Víðigrund 13, Kópavogi, fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 25. júní klukkan 13. Íris Sigurjónsdóttir Hjördís Hendriksdóttir Jón Smári Úlfarsson Anna Bryndís Hendriksdóttir David Dominic Lynch Agla Elísabet Hendriksdóttir Sigurður Hafsteinsson Sigurjón Hendriksson Jóhanna Bragadóttir Erla Hendriksdóttir Bragi Jónsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.