Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 ✝ Ágústa Ragn-hildur Bene- diktsdóttir (Lilla) fæddist á Ísafirði hinn 28. nóvember árið 1941. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. apríl 2020. Foreldrar hennar voru Bene- dikt Rósi Stein- dórsson frá Leiru í Grunnavíkur- hreppi, skipstjóri, f. 26. desem- ber 1897, d. 30. apríl 1952, og Símonía Ásgeirsdóttir frá Baul- húsum í Arnarfirði, f. 3 sept- ember 1913, d. 11. ágúst 2004. Systkini Ágústu eru: Sigurborg Kristján Þór Bjarnason, f. 14. maí 1960, Auður Bjarnadóttir f. 19. mars 1963, gift Ingibjarti A. Ingvarssyni f. 3. október 1961, þeirra börn eru Anton Bjarni, Hugrún Ösp og Haukur en barnabörnin eru Klara Dís og Bjarmi Rafn. Jóna Símonía Bjarnadóttir, f. 21. apríl 1965, gift Þorsteini Traustasyni f. 16. júní 1962, og Guðný Kristín Bjarnadóttir, f. 13. desember 1978, gift Jónasi Halli Finn- bogasyni f. 26. maí 1971, þeirra börn eru Júlíana Lind, Grímur Díon, Daníel Örn og saman eiga þau Ágústu Maríu, Bjarg- eyju Símoníu Magndísi og Bjarna Gestar. Ágústa fæddist á Hlíðarvegi 10 og bjó þar fram til ársins 1959 að hún fór að búa með Bjarna. Þau bjuggu fyrst í Sjómannabyggingunum á Hlíðarvegi en fluttu svo í Túngötu 3. Þaðan lá leið þeirra á Hlíðarveg 7, þá í Eyrargötu 6 og loks á Engjaveg 7. Fyrir tveimur árum lá leið þeirra aft- ur í Eyrargötu 6. Ágústa vann ýmis verka- mannastörf um ævina. Ung stúlka var hún í vist en fór svo að vinna sem gangastúlka á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Eins og svo margar ungar konur lagði hún leið sína á síld á Siglufirði en annars vann hún lengst af í störfum tengdum sjávarútvegi á Ísafirði. Fyrst í rækju í Nið- ursuðuverksmiðjunni en lengst þó hjá Íshúsfélagi Ísfirðinga. Eftir að sögu þess lauk starfaði hún hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal en síðustu árin í starfi vann hún hjá Ísa- fjarðarbæ við ræstingar. Ágústa var jarðsungin frá Neskirkju 24. apríl 2020 og jarðsett á Ísafirði sama dag. Minningarathöfn fer fram í Ísafjarðarkirkju í dag, 20. júní 2020, kl. 14. Benediktsdóttir f. 22. nóvember 1937, Kristinn Benedikts- son f. 5. maí 1939 og Laufey Bene- diktsdóttir f. 29. janúar 1946. Ágústa giftist Bjarna Líndal Gestssyni 21. októ- ber 1961, f. 30. maí 1940. Foreldrar hans voru Gestur Oddleifs Loftsson f. 2. apríl 1911, d. 21. janúar 2000 og Jóna Bjarnadóttir f. 3. sept- ember 1911, d. 19. nóvember 2005. Börn Ágústu og Bjarna eru: Elsku mamma er látin. Enginn átti von á að kallið kæmi svona fljótt og allra síst undir þessum kringumstæðum. Það var erfitt að geta ekki kvatt þig án þess að klæðast hlífðarfatnaði, að geta ekki snert þig án hanska og geta ekki kvatt með kossi. Og það var sannarlega erfitt fyrir barnabörn- in að fá ekki að hitta þig og kveðja í hinsta sinn. Söknuður okkar er mikill. Þú varst alla tíð svo ósér- hlífin og jafnvel á dánarbeðinum var hugur þinn bundinn við vel- ferð okkar hinna, en ekki þá stað- reynd að lífi þínu væri að ljúka. En við yljum okkur við góðar minningar og þannig lifir þú í hug- um okkar. Rifjaðar eru upp skemmtilegar uppákomur m.a. í ferðum um landið sem og á er- lendri grundu. Þú hafðir svo gam- an af að ferðast og alltaf kom glaðningur fyrir börn, barnabörn og langömmubörn upp úr töskun- um, sama hvort leiðin lá til Kan- aríeyja eða Rómar. Og það var einmitt á ferðalagi sem veikindi fóru að gera vart við sig hjá pabba og síðan hjá þér eftir að heim var komið. Óhræsis veiran hafi náð tökum á fjölskyldunni og þrátt fyrir að þú værir alltaf svo sterk og hafir staðið af þér brotsjó í gegnum tíðina þá náði veiran yf- irhöndinni. Þú tókst veikindum þínum og þeim fréttum að þinn tími væri kominn af æðruleysi og varst sátt við þitt, eflaust hefur trú þín átt stóran þátt í því. Elsku mamma, það verður allt í lagi með okkur. Við elskum þig, takk fyrir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Kristján Þór, Auður, Jóna Símonía og Guðný Kristín. Elsku amma, það er ekki hægt að setja í orð hversu mikið við söknum þín. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur, það sem við vorum heppin að eiga þig sem ömmu. Ein af okkar bestu minn- ingum af þér er þegar við vorum lítil að fá að liggja í hlýja fanginu þínu og hlusta á hvernig höndin á þér klappaði í stólinn og alltaf var sami róandi takturinn. Þessi minning kom alltaf upp í huga okkar þegar við sáum þig sitja í stólnum heima og þótt það væru liðin 15 ár frá því við láum í hlýja fanginu þínu. Við erum enn þá að átta okkur á því að við munum aldrei aftur fá að tala við þig, koma til þín í heim- sókn eða fá hlýtt og gott knús frá þér. Við horfðum á þig berjast við þessa veiru og sáum hversu ótrú- lega sterk kona þú varst. Þú varst með hjarta úr gulli og hugsaðir svo vel um okkur og þína nánustu, varst alltaf til staðar ef eitthvað bjátaði á og þú varst bara ein besta amma sem til var. Það svíð- ur sárt að hafa ekki fengið að kveðja þig almenninlega en ég veit að þú vakir yfir okkur og þú munt alltaf lifa í hjörtum okkar. Takk fyrir allt elsku amma, við elskum þig svo heitt. Þín barnabörn Júlíana Lind og Daníel Örn Elsku amma, ég vildi að þú værir hér hjá okkur enn þá, ég sakna þín. Þú varst alltaf svo góð. Vonandi líður þér vel núna. Ég elska þig. Þín Bjargey Símonía Magndís Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku amma, það var erfitt og skrýtið að kveðja þig sérstaklega á þessum undarlegu tímum. En við hlýjum okkur við góðar minn- ingar og ástina og umhyggjuna sem þú ávallt sýndir okkur. Þær eru margar minningarnar sem við eigum um þig eins og hversu gott það var að koma til ykkar afa á Engjaveginn, gulu blómin sem við tíndum fyrir þig, mökkurinn í stofunni þegar þú varst að steikja kleinur og júní- jólin. Það sem er sterkast í minn- ingunum er að þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur barnabörnin og sýndir okkur áhuga, takk fyrir allt sem þú hefur verið okkur. Langömmubörnin eru heppin að hafa fengið að kynnast þér svona vel, þeim fannst alveg jafn- gott og okkur að koma til lang- ömmu á Ísafirði og alltaf tókstu á móti þeim með bros á vör, alveg sama hvað. Við kveðjum þig með söknuði elsku amma, það eru forréttindi að hafa fengið að eiga jafn ynd- islega ömmu og þig. Þín er sárt saknað. Anton, Hugrún og Haukur. Elsku amma, þú varst besta vinkona mín, ég treysti alltaf á þig og alltaf þegar ég kom í heimsókn þá varstu alltaf að koma til að knúsa mig og í hvert einasta skipti þegar ég var að fara heim þá byrj- aði ég að gráta. Vonandi líður þér betur þarna uppi með hinum í fjöl- skyldunni og næst þegar ég sé þig þá verð ég dáin og þú tekur á móti mér og þú knúsar mig eins og við gerðum alltaf þegar við sáum hvor aðra, ég sakna þín mjög mikið. Þín Ágústa María. Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR INGVARSSON tæknifræðingur, Norðurbakka 25a, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu fimmtudaginn 11. júní. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 22. júní klukkan 11. Edda Jónasdóttir Ívar Þórisson Eygló Sif Halldórsdóttir Gyða Þórisdóttir Ólafur Hafsteinsson Jónas Þór Þórisson Valgerður Lindberg Jónsdóttir barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN ÁRMANN EYJÓLFSSON, fyrrv. skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík, sem andaðist 16. mars sl., verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 23. júní klukkan 15:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnaskóla sjómanna. Anika Jóna Ragnarsdóttir Ragnheiður Ármannsdóttir Leifur Björnsson Ragnar Ármannsson Kristín Axelsdóttir Eyjólfur Ármannsson Kristín Rósa Ármannsdóttir Jón Heiðar Ólafsson barnabörn Elskuleg eiginkona mín, dóttir, systir og tengdadóttir, JÓNA SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR Aratúni 26, Garðabæ, lést í Vancouver miðvikudaginn 6. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum hlýhug og góðar kveðjur. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Geðhjálp og Dýrahjálp Íslands. Kristján Vattnes Jónasson Guðbjörg Friðriksdóttir Sigmar Helgi Gunnarsson Sigurður Gunnarsson Iðunn Saga Björnsdóttir María Björk Gunnarsdóttir Óskar Long Einarsson Jónas Helgason Eyþóra Vattnes Kristjánsdóttir Ástkær faðir okkar, sambýlismaður, afi, tengdafaðir og stjúpfaðir, REIMAR H. KJARTANSSON, lést á krabbameinsdeild 11E fimmtudaginn 11. júní. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju miðvikudaginn 24. júní klukkan 13. Vilhelmína Ingibjörg Eiríksdóttir Ottó Reimarsson Fríða Björk Birkisdóttir Hallmar Thomsen Reimarsson Óskar Reimarsson Dís Bjarney Kristinsdóttir Davíð Reimarsson Jóna Eydís Jónsdóttir Eyrún Sigurðardóttir og barnabörn Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, RÓSARS VIGFÚSAR EGGERTSSONAR tannlæknis, sem lést á Hrafnistu, Sléttuvegi 25, þann 26. maí síðastliðinn. Magdalena M. Sigurðardóttir Sigurður Eggert Rósarsson Dóróthea Magnúsdóttir Gunnar Oddur Rósarsson Ásdís Helgadóttir Hulda Björg Rósarsdóttir Þórólfur Jónsson Ragnheiður Erla Rósarsd. Gústaf Vífilsson Gunnlaugur Jón Rósarsson Guðrún Þóra Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn ÁRNI BJÖRN JÓNASSON verkfræðingur, Skjólbraut 18, Kópavogi Stjórnendur SELPOL S.A.- og ISPOL-fyrirtækjanna frá Póllandi votta fjölskyldu og vinum hins látna Árna Björns Jónassonar sína dýpstu hluttekningu. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Árni var löngum okkar samstarfsmaður, ráðgjafi og vinur og andlát hans fyllti okkur djúpri eftirsjá og sorg. Management Boards of SELPOL S.A. and ISPOL Companies from Poland express deepest sympathy to the family and friends of the late Árni Björn Jónasson. Please accept our sincere condolences. Árni was our long-time collaborator, consultant and friend and his death filled us with deep regret and sadness. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför HÖSKULDAR JÓNSSONAR. Guðlaug Sveinbjarnardóttir Þórður Höskuldsson Sveinbjörn Höskuldsson Jón Grétar Höskuldsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI GUNNAR MAGNÚSSON, fyrrverandi varðstjóri slökkviliðs Hafnarfjarðar, andaðist á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar 13. júní. Útför hans fer fram í kyrrþey. Fjölskyldan þakkar heilbrigðisstarfsfólki Heimahjúkrunar Hafnarfjarðar og HERU fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Oddný Jóna Bárðardóttir Málfríður Gísladóttir Gunnlaugur Hjartarson Bárður Ágúst Gíslason Guðlaug Gísladóttir Árni Sch. Thorsteinsson Jónína Gísladóttir Þórarinn Jóhann Kristjánsson Þórey Erla Gísladóttir Þórður Magnússon barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.