Morgunblaðið - 20.06.2020, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 20.06.2020, Qupperneq 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2020 Kristinn R. Þórisson hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, 33 árum eftir að síðast kom út lag eftir hann með hljómsveitinni Sonus Futurae. Hljómsveitin var fyrsta hljóðgervlahljómsveit landsins, að því er fram kemur í tilkynningu, og hlaut athygli á árunum 1982-3 fyrir tölvupopp sitt á plötunni Þeir sletta skyrinu en lögin voru samin af Kristni og útsett fyrir trommuheila og hljóðgervla af honum og Þorsteini Jónssyni. „Um tíma samdi Kristinn lög og texta með hljómsveitinni Hungangstunglinu og lék á tíu strengja hljóðfærið „Stick“. Síð- ustu áratugi hefur hann helgað sig rannsóknum og nýsköpun í gervigreind og tengdri tækni,“ segir í tilkynningu en elsta lagið á hinni nýju plötu nefnist „Secr- ets via Satellite“ og var samið fyrir 30 árum þegar Kristinn starfaði hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, við undir- búning á aþjóðlegu geimstöðinni ISS en enskur texti þess og nafn plötunnar vísar í gervihnetti og kalda stríðið. Kristinn gefur plötuna út undir listamannsnafninu Kristinn R og hefur hann verið að undirbúa efni hennar síðustu þrjá áratugi, eins og segir í fyrrnefndri til- kynningu. Tónlistin er í ætt við rokk en þó hljóðgervlaskotin og greina má áhrif tölvupopps á stöku stað. Platan inniheldur sex lög og má finna þau á öllum helstu streym- isveitum. 33 ár Langt er liðið frá því Kristinn sendi síðast frá sér lag, um 33 ár. Samdi elsta lagið fyrir 30 árum hjá NASA Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Hljómsveitin Dymbrá gaf út sam- nefnda smáskífu 12. júní. Útgáf- unni verður fagnað með tónleikum í Listasafni Íslands kl. 14 í dag. Dymbrá skipa menntskæling- arnir Eir Ólafsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Nína Solveig Andersen. Þær hófu samstarfið vorið 2018 og tóku þátt í Músíktil- raunum sama ár, þá undir nafninu Umbra. Eir nefnir að hlé hafi þó orðið á samstarfinu þegar hún sjálf flutti til Spánar þá um haustið. Stöllurnar tóku svo upp þráðinn þegar Eir flutti heim til Íslands á ný. Stelpurnar í Dymbrá kynntust í grunnskóla og stunda nú allar nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þær eru allar með tónlistarnám á bak við sig; miðpróf hver á sitt hljóðfæri, selló, fiðlu og flautu, auk náms í tónfræði og öðru sem til- heyrir hljóðfæranáminu. Nína og Eir hafa auk þess lagt stund á söng. Mikið um hrókeringar Þær lýsa tónlistinni sem til- raunakenndri og lágstemmdri. Hún teygir sig bæði í átt að klassík og poppi. Á plötunni er notast við ýmis hljóðfæri, bæði klassísk og rafmagnshljóðfæri, auk óhefðbund- inna hljóðfæra, þar á meðal flösku. Eir sér um sellóleik á plötunni, en spilar líka á bassa og syngur. Nína er fiðluleikari, spilar á hljóm- borð og syngur. Eyrún er flautu- leikari hljómsveitarinnar, en spilar einnig á klukkuspil. „Svo flökkum við reyndar mikið milli hljóðfæra, ég held til dæmis að við spilum all- ar á bassa á plötunni,“ segir Ey- rún. „Það er mikið um hróker- ingar.“ Eir, Nína og Eyrún tóku þá ákvörðun að sjá sjálfar um sem flest í útgáfuferlinu. Því fylgdi mikil rannsóknavinna og mismun- andi námskeið í ólíkum þáttum þess að taka upp og gefa út plötu. Þær sáu um allar lagasmíðar, allan hljóðfæraleik og söng. Þær brugðu sér einnig í hlutverk hljóðmanna, upptökustjóra og umboðsmanna, ásamt fleiru. „Þetta var mjög áhugavert,“ segir Eir um reynsluna af því að sjá sjálfar um allt sem við kom plötunni. „Það var aðallega Nína sem hafði lært á upptökur og svo- leiðis. Við fórum ábyggilega rosa- lega miklar krókaleiðir í kringum margt, af því við kunnum ekkert sérstaklega vel á þetta. En það var líka rosalega gott að gera þetta sjálfar að því leyti að þá gátum við haldið öllu eins og við vildum hafa það og höfðum kannski meira frelsi til þess að segja og gera það sem við vildum. Um leið og það eru komnir fleiri í spilið þá ritskoðar maður sig alltaf aðeins meira.“ „Þetta bara gerðist“ Eins og fram hefur komið semja liðskonur Dymbrá tónlistina sjálf- ar. Eir segir þær þó ekki vera vissar hvaðan innblásturinn að plötunni sé kominn. „Við hlustum ekki mikið á svona tónlist sjálfar. Við erum mikið í því að hlusta til dæmis á gamalt rokk og norska söngkonan AURORA er í uppáhaldi hjá okkur öllum,“ segir Eir. „En það eru ekki margar hljómsveitir sem við hlustum á sem eru að spila svona tónlist svo við vitum ekki alveg hvaðan þetta kemur. Við ákváðum aldrei að spila svona tónlist. Þetta bara gerðist.“ Stelpurnar í Dymbrá hafa unnið að plötunni síðan í ágúst í fyrra en lögin eru öll samin fyrir um það bil tveimur árum. Smáskífan hefur að geyma fimm lög. Platan í heild er aðgengileg á Spotify og öðrum streymisveitum. Áhugasamir eru hvattir til að láta sjá sig á útgáfu- hófinu í dag, þar sem flutt verða öll lög plötunnar auk þess sem nýtt efni verður frumflutt. Allt eins og þær vilja hafa það  Hljómsveitin Dymbrá gefur út tilraunakennda smáskífu  Menntskælingar sem brugðu sér í hlutverk hljóðmanna, upptökustjóra og umboðsmanna  Útgáfutónleikar í Listasafni Íslands í dag Ljósmynd/Gunnar Björn Gunnarsson Dymbrá Hljómsveitina skipa Nína Solveig Andersen, Eir Ólafsdóttir og Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir. Þær gáfu út sína fyrstu smáskífu fyrr í júní. Stærðir eru breytilegar og hægt að innrétta að vild. Umhverfið er í miðju fjölbreyttu miðborgarlífinu með mikla nálægð við ferðamenn. Möguleikarnir eru endalausir en rýmin henta vel ýmiskonar rekstri s.s. gullsmiði, snyrtistofu, hárgreiðslustofu, kaffihús, heilsubúð, mörkuðum af ýmsu tagi, listamönnum, einnig sem skrifstofur s.s lögfræðistofur, auglýsingastofur og arkitektar svo fátt eitt sé nefnt. Einnig gefst kostur á að tengja saman rekstur og búsetu í sama húsnæðinu. Brynjureitur afmarkast af Laugavegi 27 a og b og Hverfisgötu 40-44 og á milli þeirra liggur ný og skemmtileg göngugata sem getur skapað sér sérstöðu í hringiðu miðbæjarins og hefur fengið nafnið Kasthúsastígur. Við Laugaveg 27 a og b eru stærði í boði á bilinu 31 m² til 239 m² en við Hverfisgötu frá 60 m² til 255 m². Nýtt og spennandi verslunar- og þjónustuhúsnæði á Brynjureit TIL LEIGU Nánari upplýsingar veita: Evert Guðmundsson löggiltur fasteignasali í s. 823 3022 evert@atvinnueign.is Halldór Már Sverrisson löggiltur fasteignasali í s. 898 5599 halldor@atvinnueign.is Helgi Már Karlsson löggiltur fasteignasali í s. 897 7086 hmk@jofur.is Ólafur Jóhannsson löggiltur fasteignasali í s. 824 6703 olafur@jofur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.